Liverpool rústaði Arsenal enn eina ferðina á Anfield en það var ekki bara gleði um helgina, Man Utd sagði okkar manni á hjólinu mjög ósanngjarnt upp störfum. Meistaradeild í vikunni og þétta leikjaprógramm næstu vikur.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Af Molde ertu kominn, að Molde skaltu aftur verða pic.twitter.com/ALeMv50MtQ
— Þórður (@doddeh) November 20, 2021
MP3: Þáttur 357
þetta viðtal við Ole var algerlega galið og sýnir manni endanlega að ManU er ekki lengur fótboltaklúbbur heldur saumaklúbbur þar sem enginn kann að sauma.
YNWA.
Kaide Gordon er ekki gjaldgengur á móti Porto, hann var ekki skráður í upphaflega 25 manna hópinn, og þarf að hafa verið hjá klúbbnum í a.m.k. 2 ár til að geta sloppið inn í gegnum B leikmanna listann. Sjá hér:
https://www.uefa.com/uefachampionsleague/clubs/7889–liverpool/squad/
Af hverju Firmino og Mané eru skráðir sem miðjumenn þarna er hins vegar með öllu óskiljanlegt.