Liverpool gerir nokkrar breytingar á liðinu sem mætir Porto í næst síðasta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar þessa leiktíðina en því mátti búast við þar sem liðið er nú þegar búið að vinna riðilinn með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
Williams – Matip – Konate – Tsimikas
Chamberlain – Morton – Thiago
Salah – Minamino – Mane
Bekkur: Kelleher, Adrian, Van Dijk, Fabinho, Jota, Origi, Phillips, Milner, Henderson, Trent, Robertson
Tyler Morton, sem hefur verið að koma vel inn í aðalliðið í vetur fær óvænt en samt ekki svo óvænt sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Hann kom inn á í sínum fyrsta deildarleik um helgina og er þetta mjög spennandi strákur.
Chamberlain hefur verið mjög flottur undanfarið og Thiago er kominn til baka úr meiðslum og lúkkar vel. Minamino er svo frammi með Salah og Mane en hann skoraði gott mark þegar hann kom inn á gegn Arsenal.
Skil ekki afhverju Salah og Mane eru ekki hvíldir til að byrja með, en gaman að Morton fái að byrja:-)
er einhver með link
Jamm þetta verður eitthvað.
Væntanlega verður pressað hátt fyrstu stundarþriðjunginni og freistað þess að skora. Ef það gengur eftir verður Mané og Salah skipt út á 60-75. mín.
Hlakka til að horfa á.
Flottur leikur fyrir menn að sanna sig spenntur fyrir þessum Morton….mjög sterkur bekkur….chelsea eru duglegir að hleypa ungum leikmönnum inni liðið sitt og þeir eru að brillera…
http://weakstreams.com/soccer-streams/uefa-champions-league/liverpool-vs-fc-porto/41668/?sport=soccer
Herfileg smámunasemi að dæma þetta mark af Mané.
Annars er þetta ákaflega dannaður leikur. Lítið um að vera og greinilega dagskipunin hjá okkur að passa f.o.f. upp á að enginn slasist.
Var höndin á Mane s.s. rangstæð ?
Þarna var sóknarmaður ekki að njóta vafans aftur komnir í millimetrana þarna.
Jæja
Þetta hefur nú vart verið til útflutnings, án þess að maður sé endilega að kvarta. Riðlasigur er þegar í höfn og ástæðulaust að taka of mikla áhættu.
Að því sögðu hefur sóknarlínan verið bragdauf. Salah mistækur og samvinnan lítil á milli fremstu þriggja. Þar sem þeir hafa skeiðiða fram – þrír á móti þremur hefur lítið gerst. Minamino virðist ekki hafa fengið mikið sjálfstraust upp úr markinu sem hann skoraði á laugardaginn. Gefur boltann alltaf til baka, hikandi í návígjum og fremur hugmyndalaus og hikandi.
Nýi miðvörðurinn okkar byrjaði ágætlega en svo hallaði undan fæti. Hann hefur í tvígang misst boltann frá sér svo litlu hefur munað að við fengjum á okkur mark. Chambo hefur að sama skapi átt fjöruga spretti en einhvern veginn vantar ennþá fínstillinguna. Gaman að sjá Neco Williams og unga miðjumanninn.
Fíla samt alltaf Tsimikas. Lætur finna fyrir sér. Hefur í tvígang dúndrað beint á koll stóru sóknarmannanna úr horni en þeir hafa ekki náð að nýta það.
Og áhorfendur eru fremur þöglir. Held að Klopp verði að taka smá fæting við kollega sinn hjá Porto svo það lifni aðeins í þessu.
Tyler Morton hefur verið alveg til fyrirmyndar, það sem af er. Erum við að fá annan fyrsta flokks ungling inn í liðið? Hver man ekki þegar Clyne datt út og strákurinn þarna Trent fékk tækifæri?
Algjörlega óþolandi þessi VAR aðferðafræði í svona tilfellum. Tæknilega þá er þetta röng mæling, myndin er tekin á ská meðfram vellinum og hallar niður á við. Með þann vinkil er ekki hægt að teikna þessa lóðréttu línu frá efri hluta líkamans svo rétt sè. Ég bara skil ekki af hverju þetta viðgengst, það verður bara að miði við tá og hæl þar til tæknin verður betri.
Milan að standa sig mjög vel á móti Atletico, eru betri í flest allri tölfræði í fyrri hálfleik
https://www.skysports.com/football/atletico-madrid-vs-ac-milan/stats/457386
Þokkalegt mark hjá Thiago !
Svakalegt mark!!!
Thiago átti snilldarsendingu á Chambo sem fiskaði aukaspyrnu. Hún var afspyrnuslök og boltinn lufsaðist út og þar mætti Thiago með gæðafótinn. Úff þvílíkt skot.
Nú vaknar völlurinn til lífsins.
Erum við að fá nýjan miðjumann loksins í Spánverjanum?
Staðan í “dauðariðlinum”
Liverpool 15
Atletico 5
Porto 5
AC Milan 5
Þarf ekki bara að fækka liðunum í Meistaradeildinni til að gera hana jafnari og meira spennandi ?
Tala nú ekki um þegar lið eins og ManU komast áfram úr riðlakeppninni, þá eru of mörg slök lið að sleppa í gegn.
haha
úúúú hvað Salah lét þetta líta auðveldlega út!
Og sendingin frá nýliðanum. Strákurinn er með sjálfstraust!
Geggjað.
Salah !
Þeir fá alveg að finna fyrir okkar mönnum. Hamesinn nýmættur og Porto-ungstirnið liggur óvígur. Var þó bara heiðarlegt návígi.
Lítið að gerast. Eftir að Fabinho og Hendo mættu þá er þetta algjörlega undir ctrl.
Held að Portmenn verði bara fegnir þegar flautað verður til leiksloka.
get bara ekki hætt að horfa á markið hjá Thiago vá
hvað þetta er vel gert. Uxinn er kominn til baka það var allveg ljóst fyrir utan Thiago bestur.
YNWA.