Gullkastið – Nágrannaslagurinn

Everton er verkefni vikunnar á Goodison Park og verður vonandi ekki jafn herfilega heimskulega dæmdur og fáránlega grófur og þessi leikur liðanna var á síðustu leiktíð. Sú fjandans viðureign er geymd en ekki gleymd. Úlfarnir bíða svo um helgina einnig á útivelli. Síðustu viku vann Liverpool samanlagt 10-0 og var það nokkuð vel sloppið frá sjónarhóli andstæðinga vikunnar. Annarsstaðar tapaði Chelsea loksins stigum og United réði bara nokkuð gáfulegan nýjan stjóra.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 358

5 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir skemmtilegan þátt og góðar spár.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  2. Frábærir, takk.
    Er ekki þessi Rangnicks bara ráðinn til að þagga niður í Ferguson?

    1
  3. Takk fyrir þáttinn..
    Ég held að ég væri frekar til í að sjá Konate berja á Richarlison heldur en að hafa Matip þarna, mér finnst Matip bara ekki nægilega harður í svona leik en á móti kemur að hann hefur reynsluna.
    Svo vil ég sjá Chamberlain þarna á miðjunni og hafa Thiago ferskan á móti Wolves og Origi má vera þarna á kostnað Mane eða Jota, við þurfum að rótera hópnum eitthvað.
    Vonandi náum við að keyra yfir þetta anti fótboltalið sem Benitez er með í höndunum.

    2
  4. Hallast að því að hvíla menn eins og Salah á Goodison. Everton er eitt lélegasta lið deildarinnar og eina sem þeir geta fengið útúr þessum leik er að skemma okkar tímabil með því að slasa menn viljandi eins og síðast.

    1

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool – Southampton 4-0

Jólin koma með ferð á Goodison Park (Upphitun)