Gullkastið – Be Divock!

Gleðileg Jól Everton

Liverpool fór á Goodison og bauð gleðileg jól og tók þá bókstaflega með vinstri. Divock Origi kom inná gegn Wolves með þau fyrirmæli frá Klopp að vera Divock Origi, hann gerði einmitt það. Frábær vika og framundan er ferð til Milan og endurkoma Steven Gerrard. Tvær heilar umferðir á Englandi, nóg að ræða og þrumustuð.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 359

7 Comments

  1. Gaman að Sigursteinn komi inn á þessa umræðu um Bobby Firmino og fótboltagreind.

    Í mörg ár hafa menn talað um Firmino sem tannhjólið sem fái liðið til að snúast. Það hefur verið ansi erfitt að taka þessa umræðu vegna þess að við vissum voða lítið hvernig liðið virkaði án BF. Hann var alltaf í liðinu og liðinu gekk vel.

    Tímabilið sem við unnum deildina fór hins vegar að draga af okkar manni og eftir covid pásuna og þar til hann fór aðeins að minna á sig í upphafi þessa tímabils hefur hann gengið langa eyðimerkugöngu þar sem hann varla skorar né leggur upp mörk. Vinnur líka mun færri bolta en hann gerði áður.

    Núna erum við í fyrsta skipti að sjá liðið spila í langan tíma án BF og sá sem leysir hann af er ekki einu sinni að spila sína bestu stöðu. Fram á við höfum við aldrei verið betri.

    Svo ég velti þessari fótboltagreind fyrir mér.

    4
  2. Það sem ég sagði í Gullkastinu var það að ég teldi þá aðila, sem ekki sæju fótboltaleg gæði Bobby og Hendo, skorta fótboltagreind. Hvort liðið sem slíkt sé á flugi eða ekki, var ekki alveg það sem ég var að ræða um. Eins geta leikmenn með mikil fótboltaleg gæði, alveg átt slakan leik eða slaka leiki og jafnvel nokkra í röð.

    3
    • jú, vissulega.

      Ég hef talsvert velt mikilvægi Firmino fyrir mér í síðustu leikjum.

      Á löngu tímabili var ég á því að hann væri öðrum fremur maðurinn á bak við frábært form Salah og Mané.

      Núna þegar Bobby og Winjaldum eru ekki í liðinu finnst mér á köflum eins og liðið hafi verið tekið úr handbremsu.

      2
      • Gott að hafa Roberto í hóp en hann mun ekki vera fastur byrjunarliðsmaður aftur.
        Mækarinn segir að Gerrard verði einn besti þjálfari deildarinnar innan fárra ára. Höfðinginn er ekki sammála en það kemur allt í ljós með Gerrard.
        Þurfum að halda áfram að vinna leiki til þess að City og Chelsea stingi okkur ekki af.

        1
      • Mér fannst Winjaldum oft halda liðinu í handbremsu sóknarlega fann ekki glufurnar sem Thiago og Curtis gera mun betur…

        2
  3. Sæl og blessuð

    Fótbolti er svo flókið og margslungið sport að 90 mínútur geta orðið tilefni umræðna sem standa yfir vikum og mánuðum saman, jafnvel árum! Það sést e.t.v. best á þessum leikmönnum sem lítið bar á en reyndust svo vera eins og bassaleikarar eða trommuleikarar í góðu bandi – taktleysið tekur við þegar þeir hverfa á braut. Enginn áttaði sig á mikilvægi þeirra fyrr en þeir voru ekki með og allt fór í steik.

    Við sáum þetta best í Henderson. Þegar hans naut ekki við, spilaði liðið oft hörmulega. Það kom e.t.v. best í ljósi í leiknum fræga gegn Chelsea vorið ’14 þegar nánast var búið að hnýta rauðu slaufurnar á bikarinn. Við vorum með nafna, Coutinho í formi lífs síns, sjóðheitan Sterling, Grjótharðan Gerrard og allt liðið hafði síðustu leiki gengið eins og alvöru sigurverk. Chelsea-menn voru dauðuppgefnir eftir stranga evrópu-leikjatörn og lykilmenn vantaði. En Hendó var ekki með og hvorki gekk né rak eins og við munum. Svo komu þessir leikir vorið ’20 þegar okkar maður meiddist og þá sáum við allt annað Liverpool lið. Mig minnir einmitt að hann hafi svo ekki spilað í 7-2 tapinu gegn Grealish og félögum í AV síðar um haustið. Jú, það passar (reyndar var Adrian líka með í þeim leik, ok, fótbolti er ekki eins manns sport).

    Hvað Firmino og Gini varðar þá má vel vera að þeir hafi gegnt svipuðu hlutverki. Þeir voru hápressumenn að hætti hússins og mér fannst í fyrstu leikjum þessa tímabils átakanlegt hvað hún gekk á köflum illa í fjarveru Gini. En svo lærir liðið og leikmenn þroskast inn í hópinn. Jota var ekki valinn út af engu – eru þeir svo ólíkir leikmenn, hann og Bobbý (hefði verið dæmigert fyrir BF að klikka á svona færi eins og á móti wolves – ok, það er önnur saga..!). Thiago er orðinn ansi öflugur í tæklingunum og hver veit nema að hann sé orðinn eins og Gini, bara með dassi af stoðsendingum og mörkum upp úr langskotum?

    Vonandi förum við svo líka að spjara okkur vel án Hendo. Í góðu liði á enginn að vera ómissandi. Maður á að geta komið í manns stað.

    Samandregið: fótboltagreind getur gengið í ,,arf” á milli leikmanna. Afburðamenn eins og þeir sem hér hafa verið taldir upp verða smám saman ó-ómissandi þegar liðsfélagar þeirra hafa tamið sér listina og jafnvel bæta upp einhverja veikleika þeirra í staðinn.

    6

AC Milan – European Royalty 

Byrjunarliðið á San Siro