Það vantaði ekki að það var gríðarleg spenna í riðlinum fyrir leiki kvöldsins, hún hafði bara ekkert að gera með Liverpool. AC Milan fékk sannarlega meira forskot gegn Liverpool en Porto og Atletico Madríd fengu enda gerði Klopp átta breytingar frá leikjunum gegn Everton og Wolves. Alisson, Salah og Mané héldu sæti sínu áfram.
Miðjan skipuð Ox, Minamino og Morton átti bara í fullu tré við heimamenn á hinum sögufræga San Siro og jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Liverpool var öllu líklegra og fékk slatta af hornspyrnum en AC Milan skoraði hinsvegar fyrst með því að nýta sína hornspyrnu um miðan fyrri hálfleik. Minamino steingleymdi sér á nærstönginni og missti af lúmskum bolta sem endaði sem skot á markið, Alisson sá þetta of seint og varði út í teiginn beint fyrir flugbraut Chelsea mannsins Tomori sem hamraði boltann í netið. Origi fær heldur engin verðlaun fyrir dekkningu á enska miðverðinum. 1-0 og AC Milan á leiðinni með Liverpool í 16-liða úrslit.
Liverpool lét þetta ekki á sig fá og hélt áfram að spila ágætlega og ógna vörn Milan liðsins án þess þó að skapa einhverja stórhættu. Það bar þó að lokum árangur er Ox-Chamberlain gerði mjög vel í að losa sig rétt fyrir utan teiginn þannig að hann náði skoti. Maignan í marki AC Milan sýndi að hann er alls enginn Donnarumma og varði boltann beint fyrir fætur Salah sem þakkaði fyrir sig og jafnaði metin með mjög góðu slútti, tuttugasta mark Salah á þessu tímabili sem er markaskorun í anda ian Rush og Roger Hunt. 1-1 og AC Milan á leiðinni í Evrópudeildina. Enn var jafnt og steindautt í Portúgal og Porto á leiðinni í 16-liða úrslit.
Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega og vildu bæði lið fá víti áður en Mané vann boltann á miðsvæðinu, brunaði fram þar sem Salah náði góðu skoti sem var varið en boltinn féll fyrir Origi sem skallaði hann stórvel í netið. 1-2 fyrir Liverpool og á sama tíma var Atletico var rétt áður búið að skora í Portúgal og því gjörbreytt staða í riðlinum.
Ekkert nær eins vel utan um yfirburði Liverpool í þessum riðli en þessir tilburðir Nat Phillips um miðjan seinni hálfleik:
THE ALDI MALDINI pic.twitter.com/75C3ZSi1sW
— Dan Kennett (@DanKennett) December 7, 2021
Eftir markið hjá Origi fjaraði aðeins undan þessu hjá Milan og forysta Liverpool þaggaði töluvert niður í stuðningsmönnum Milan. Salah og Mané fóru af velli eftir rúmlega klukkutíma fyrir Joe Gomez og Naby Keita. Fabinho kom svo inná fyrir Origi þegar tíu mínútur voru eftir.
Ox hafði legið eftir í þó nokkurn tíma skömmu áður og haldið um hnéð en kom inná aftur og góðs viti að það var ekki hann sem vék er Fabinho kom inná.
Stuttu fyrir leikslok komst Kessie einn gegn Alisson í markinu en okkar maður svitnaði ekki einu sinni yfir þessu og varði örugglega. Hversu margar maður á mann vörslur er Alisson kominn með í vetur?
Atletico Madríd kláraði svo leikinn í Portúgal með tveimur mörkum skömmu fyrir leikslok og tryggði sig áfram með Liverpool í 16-liða úrslit. Það er við hæfi að því tilefni fyrir hönd Liverpool FC að biðja heimsbyggðina afsökunar á að hafa hjálpað þeim þangað. AC Milan er hinsvegar komið í frí frá Evrópu í vetur.
Niðurstaðan frábær sigur á San Siro og Liverpool með fullt hús stiga í riðlinum.
Bestu menn
Fín frammistaða hjá liðinu í heild og gríðarlega góð reynsla fyrir nokkra stráka sem eru ekki vanir að spila á útivelli eins og San Siro.
Nat Phillips sem hefur ekkert spilað í vetur var gríðarlega flottur í mjög líklega sínum síðasta Meistaradeildarleik, a.m.k. í bili. Alisson var traustur að vanda í markinu og bjargaði í þetta eina skipti sem virkilega reyndi á hann eftir að Liverpool komst yfir. Salah skoraði sitt tuttugasta mark á tímabilinu án þess að virka á fullu gasi í kvöld.
Frábært að sjá 90 mínútur frá Ox, eitthvað sem gerist mjög sjaldan og eins öflugt hjá Tyler Morton að klára aftur 90 mínútur og virka alls ekkert eins og fiskur á þurru landi. Keita er svo kominn aftur sem gæti orðið mjög mikilvægt fyrir næstu vikur.
Maður leiksins er engu að síður Baby Van Dijk að mínu mati, Konate veit eflaust ekki einu sinni hver Zlatan Ibrahimivic er og lét hann líta út eins og fertuga fyrrverandi stórstjörnu í kvöld.
Töff staðreynd:
Six members of the #LFC squad tonight have been with the club since pre-academy level (age 6/7). Trent AA, Harvey Davies, Neco Williams, Max Woltman, Tyler Morton & James Norris. Shows the value of getting recruitment right at youngest levels. The academy is in rude health.
— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 7, 2021
Sæl og blessuð.
Hvað getur maður sagt? Prófum:
Konate geggjaður. Varnarmonster, miðvarðarkóngur, turn… úff þvílík gæði í þessum leikmanni sem maður fussaði yfir að skyldi hafa verið keyptur!
Origi… mmmmama þvílík endurkoma. Bangsinn okkar er vaknaður úr vetrardvalanum.
Hin kúlt-hetjan okkar Nat var grjótharður líka!
Chamo, mikil sköpun og áræði. Erum að endurheimta þennan öfluga leikmann.
Svo fundust mér bakverðirnir geggjaðir – þvílík gæði, kraftur og elja. Væru þetta ekki byrjunarmenn í flestum liðum í PL?
Salah með mark og Mané með ,,stoðsendingu”
Alveg magnað.
Og svo gægðist maður inn í framtíðina og kynntist þarna tveimur unglingum sem hófu sinn leikferil á þessum leikvangi í Champions League!
Allir svangir í sigur og uppskáru eftir því.
Þetta ætti að koma sér vel
Sagan skrifuð..Liverpool er besta lið enskrar knattspyrnu í riðlakeppni meistaradeildarinnar sem eina liðið sem hefur fengið fullt hús stiga, ásamt því auðvitað að hafa sigrað hana lang oftast af þeim ensku.
Ég held að flest okkar gerum okkur ekki grein fyrir því hvaða lið við erum að fá að njóta hérna.
Eins og mörg önnur tímabil í sögu Liverpool þá verður trúlegast talað um liðið hans Jurgen Klopp næstu áratugina.
Við unnum, nei við rústuðum þessum dauðariðli með 2 leiki eftir að spila.
Það eru forréttindi að fá að vera stuðningsmaður Liverpool í dag, njótum þess í botn.
Ekki sammála þér veit mjög vel hvaða lið ég er að fá að njóta hérna !.
YNWA.
Frábært að klára þennan riðil á þennan máta. Auðvitað skoraði Origi og ekkert stöðvar.Salah frekar en fyrri daginn. Bjóst við meira róti á liðinu en það skiptir engu máli. Erum til alls líklegir í keppninni.
YMWA
Gaman að sjá hversu góðir okkar menn voru á heimavelli AC með varaskeifur og unglinga að spila og N.Phillips snúningurinn sem hann tók þarna var epic
Salah var frábær í þessum leik en það vissu allir 🙂
Flott frammistaða gegn besta liði Seria A með mikið breytt lið.
Ox, Morton, Nat og Konate virkilega góðir, stóðu upp úr.
Vel gert.
Algjörlega brilliant frammistaða hjá strákunum, Phillips og Konate létu Zlatan líta út eins og hann sé orðinn fjörutíu og eitthvað ára og Allison gerði það sem hann gerir best einn á móti einum til að tryggja stigin. Salah er auðvitað á allt öðru leveli og þessi ungi piltur Morton hefur auðsjáanlega hlotið gott uppeldi. Ekki hægt að lasta liðið nema kannski Minamino í markinu hjá AC en hann var flottur þess fyrir utan í nýrri stöðu. Það verður fróðlegt að sjá hvaða mótherja við fáum í næstu umferð en nokkuð ljóst að það eru ekki mörg lið sem vilja mæta Liverpool í þessum ham. Einu áhyggjurnar eru að ég veit ekki hvort útsláttakeppnin verður á meðan Afríkuvitleysan fer fram og þá verðum við án nokkurra algjörra lykilmanna. Næst er að taka vel á móti Steven Gerrard og Aston Villa um næstu helgi en það er leikur sem Liverpool þarf að mæta í af fullum krafti, erum klárlega með betra lið en Villa en þetta er jú fótbolti eins og úrslitin í haust gegn þessum svokölluðu lakari liðum hefur sýnt.
Afríkukeppnin verður búin vel fyrir 16-liða úrslitin
Knockout stage dates
Round of 16 draw: 13 December
Round of 16 first legs: 15/16/22/23 February
Round of 16 second legs: 8/9/15/16 March
Quarter-final and semi-final draw: 18 March
Quarter-final first legs: 5/6 April
Quarter-final second legs: 12/13 April
Semi-final first legs: 26/27 April
Semi-final second legs: 3/4 May
Final: 28 May
Takk Einar, þá er þetta í það minnsta klárt að við höfum vonandi okkar besta lið þegar þar að kemur.
kv. Þórarinn
Sælir félagar
Takk fyrir Liverpool að vera bezta lið á Englandi og sanna það aftur og aftur. Takk fyrir að vera eitt af beztu liðum í heimi ef ekki það bezta. Takk fyrir LIverpool að gefa okkur stuðningmönnum svo mikið og svo oft of svo lengi, takk.
Það er nú þannig
YNWA
PS. Ertu að segja einar að liðið hafi aflað sér rúmlega 55 milljóna sterlingspunda með þessum árangri sínum í meistaradeildinni?
Liverpool hafa unnið sér inn 64,78 miljónir pund í meistaradeildinni fyrir utan sjónvarpstekjur.
Það er gríðarlegur peningur í þessu og vonandi er nóg í veskinu þá til að semja við Salah.
64.78 milljónir evra, ekki punda. Mikill peningur engu að síður.
55m EUR og 10m í viðbót fyrir að komast í 16-liða úrslit.
Þá á eftir að taka inn í myndina sjónvarpstekjur og auðvitað tekjur á leikdegi sem og aðrar óbeinar tekjur sem eru töluverð fjárhæð ofan á þessar 65m.
Á móti má auðvitað ekki vanmeta kostnað við að taka þátt og ferðast í þessi verkefni sem og bónusgreiðslur sem fylgja góðum árangri í þessari keppni.
Þetta sýnir hversu rosalega mikilvægt það er að komast í Meistaradeildina. Ef að Nat Phillips spilar ekki annan leik fyrir Liverpool átti hann þennan nýja samning frá því í sumar sannarlega skilið. Eins ætti Alisson að fá góða desember uppbót fyrir WBA markið sitt. Spáið í hversu mikil synd það hefði verið að þetta Liverpool lið væri ekki með í Meistaradeildinni í ár!
64,78 miljónir Evra = 55,48 miljónir punda bara svona til gamans 🙂
YNWA
Þaráðrán lélegasta lið Barca í ár og aldir að falla úr CL! vitið þið mér fróðra fólk er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir falla út í riðlakepninni frá stofnun CL ?
Heyrði fyndna staðreynd á Red Man TV podkasti í morgun. Liverpool fékk 18 stig í 6 leikjum í meistaradeildinni en það er sami stigafjöldi og Everton er búið að fá í 15 leikjum í ensku úrvaldsdeildinni.
Ég hjó eftir því á Evrópukvöldinu hjá Sýn í gærkvöldi að Óli Kristjáns fór að tala niður þennan riðil sem Liverpool var í og hefði ekki verið þessi dauðariðill sem talað var um. Hann sagði að fólk hefði of mikið verið að horfa í forna frægð þessara liða sem Liverpool var með í riðli.
Ég veit ekki betur en Atlentico Madrid hafi orðið Spánarmeistari í fyrra og þeir hafa verið áskrifandi að því að komast áfram í þessari keppni… Í fyrra duttu þeir út í 16 liða úrslitum á móti Chelsea sem enduðu sem Evrópumeistarar. Og þó Porto hafi undanfarin á gengið illa á móti Liverpool í þessari keppni þá komust þeir upp úr sínum riðli í fyrra og unnu Juventus í 16 liða úrslitum en töpuðu reyndar fyrir Chelsea verðandi evrópumeisturum í 8 liða úrslitum. Það er kannski einna helst hægt að tala um forna frægð hjá AC Milan en það er samt ekki hægt að horfa framhjá því að þeir eru núna í efsta sæti ítölsku deildarinnar og urðu í öðru sæti í henni síðasta tímabil.
Það eina sem ég var sammála honum um í þessari greiningu var að Liverpool var langbesta lið riðilsins en fyrir mér er það eftiráspeki að tala styrkleika þessa riðils niður. Ég held að flest liði hefðu ekki viljað vera í þessum riðli…En það er kannski af því að Liverpool var í honum!
Mér fannst þ
Fyrirgefðu fávisku mína en er Sýn = Stöð 2 sport ?
ef svo er þá bara hvernig getur þú góði maður horft á þessa sorp stöð ég horfi á alla leiki annaðhvort BT sport eða SKY sport og þær stöðvar þar sem eru alvöru vitiborið fólk að fjalla um knattspyrnu á faglegan hátt. Ég get ekki beðið eftir því þegar Íslenskar enkareknar sjónvarps og útvarpsstöðvar leggji upp laupana.
YNWA