Svona er byrjunarlið Livepool í Milan í kvöld:
Alisson
Williams – Konate – Phillips – Tsimikas
Ox – Morton – Minamino
Salah – Origi – Mané
Bekkur: Kelleher, Davies, Fabinho, Keita, Gomez, Robertson, Matip, Dixon-Bonner, Alexander-Arnold, Norris, Woltman, Bradley.
Alisson, Mané og Salah byrja allir í Milan í kvöld og Fabinho, Matip og Trent eru á bekknum. Keita og Gomez eru komnir aftur inn í myndina og koma líklega við sögu í kvöld.
Davies er þriðji markmaður, Dixon-Bonner og Norris eru í hóp ásamt æskuvinunum Woltman og Bradley.
Veit eh um almennt gott streymi, er á ferðalagi og áskriftin mín dugar ekki í öðru landi ?
Skemmtilegt byrjunarlið. Auðveldara að dæma menn eins og Morton og Minamino þegar þeir spila við hlið Mane og Salah. Verður fróðlegt að sjá hvort Ox haldi áfram að spila vel.
Áfram Livepool!!!
Ég er á því að Mane, Alisson og Salah eiga ekki að spila þennan leik. Það þarf að passa álag í þessari törn og meiðsli í þessum leik , já eða álags meiðsli á næstu vikum gerir þetta ekki þess virði.
Ég vona samt Mane/Salah spila ekki meira en 45 mín.
Sæl og blessuð.
Sennilega finnum við streymi hérna:
https://soccerstreams-100.tv/game/uefa-champions/618708
Svo bara rétt vona ég að Salah fari nú ekki að meiðast í þessum leik … og að Origi skori ögurmarkið.
Skil ekki af hverju Kelleher fær ekki að byrja.
Eitthvað hlýtur æfingasvæðið að vera að gera sig miðað við hópinn. Stærstur hluti leikmanna eru kjúllar sem ég hef lítil sem enginn deili á. Vonandi fer þetta vel. Verum hvergi banginn þó Messias og guð (Zlatan) spila í hinu liðinu.
kjúllar?
Morton vissulega og Neco Williams mögulega, en hann er nú þegar landsliðsmaður Wales.
Einhver annar?
Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég kem til með að vona að okkar menn lúti í gras ef það verður til þess að AM og Simone komist ekki upp úr riðlinum.
Þvílíkur gæðamunur þegar vantar íliðið okkar.
Origi 😀
En sú vikan hjá Origi. Þyngdar sinnar virði í gulli.
Vel orðað hjalti þ. Origi er svo ótrúlega mikilvægur og kemur sífellt á óvart.