Liðið gegn Gerrard og félögum

Auðvitað eru meiðsli leikmanna ekkert á undanhaldi, og í dag getum við víst ekki reitt okkur á þjónustu Divock Origi. Opinbera skýringin er sú að hann sé meiddur á hné, en auðvitað er rétta skýringin sú að hann er enn að módelast hjá styttusmiðnum. Nú svo fréttum við af því í vikunni að Nat Phillips yrði frá vegna brákaðs kinnbeins í einhverjar vikur, en hann var nú svosem aldrei líklegur til að vera á bekk í dag hvort eð er.

Jota er sömuleiðis ekki klár í 90 mínútur, en er á bekk. Þetta þýðir að við sjáum Ox í fremstu víglínu:

Bekkur: Kelleher, Konate, Gomez, Neco, Tsimikas, Milner, Keita, Minamino, Jota

Villa eru með svipað lið og í síðustu leikjum, en Danny okkar Ings er á bekk.

Gleymum nú allri tilfinningasemi í 90+ mínútur, en það verður engu að síður gaman að heyra Anfield syngja Gerrard lagið. Bara spurning hvort það gerist á meðan á leik stendur, eða fyrir utan leikinn sjálfan.

KOMA SVO!!!

28 Comments

  1. Sæl og blessuð.

    Já, ,,Deyr fé, deyja frænkur” og alltaf skal einhver meiðast. Einhvern tímann hefði það nú ekki raskað nætursvefni að missa bangsann okkar í meiðsli en nú viljum við fá goðsögnina sem fyrst aftur á … bekkinn, já einmitt þar sem hún á heima.

    Líðan mín gagnvrt Chambo er eins og ég ímynda mér öldung með harðlífi sem virðist ætla að losna um (afsakið ef þetta er ósmekklegt). Maður bííííður eftir að hann blómstri og það er sannarlega ekki langt í það. Skotið frá sem var varið í síðasta leik varð að marki og hver veit nema honum takist að klára dæmið núna – sem einn af þremur framherjum. Ekki vantar viljann og ekki vantar færnina.

    Annars er ég ekki mjög stressaður fyrir þennan leik. Held að AV verði ekki sá þröskuldur sem margur hefur spáð – þetta mun sjálfsagt minna á Arsenalleikinn síðasta. Mikil sigurganga að baki en svo mættu þeir ofjörlum sínum í öllum stöðum.

    Spái 3-0 (Chambo 43., Virgil 68. og svo auðvitað Salah 92.)

  2. Er klopp eitthvað hræddur við “gerrardaða” leikmenn aston villa? 442?

    1
  3. City að fá 3x stig gefins á móti wolves…

    Rautt og soft soft soft víti.

    Sterling átti ekki nema 3x gorgeous dýfur inn i teig og fékk ekki spjald né víti.

    5
  4. Af hverju þarf Robertson alltaf að reyna að gefa boltann fyrir þegar hann er kominn inn í teig og hann í flottu skotfæri, lúðra bara tuðrunni á markið.

    1
    • Af því að færanýtingin hans er fáránlega léleg miðað við hvað sendingarnar hans eru góðar.

  5. Vantar svo agalega einhvern pjúra striker í þetta lið ef að Salah er ekki á sínum besta degi.
    Vonandi getur Jota spilað 30-45 mín í seinni því að þessi sóknarlína er ekki alveg að finna sig.
    Villa menn tefja í öllum sínum aðgerðum og drepa niður allt tempo.

    1
  6. Ekki nógu gott frá okkar mönnum
    Matip frábær
    Þurfum meira fyrir framan markið stundum skrítnar ákvarðanir teknar.

    2
  7. Ekki sáttur við þennan hálfleik. Það vantar eitthvað bit í sóknina.Mér finnst Mane vera sprækastur en mér hefur fundist markfærasköpun af skornum skammti. 3 skot á markið og 5 skot í heildina er svo sem ekkert skelfilegt en betur má ef duga skal.

    Svo finnst mér hálf slappt að fá 7 horn og það kemur ekki einu sinni marktækifæri út úr því. Liðið okkar hefur verið 64% með boltann en hefur ekki verið nægjanlega ógnandi. Vonandi kemur þessi herslumunur sem vantar upp á í síðari hálfleik. Kannski er Jota bara málið.

    1
  8. Þessi domari er bara gersamlega harðákveðinn í að drepa niður allan hraða sem aston villa tekst ekki að drepa þvílík hörmungar frammistaða hjá þessum dómara

    3
  9. Þetta er bara hlægilegt hvað dómarinn leyfir gersamlega ekkert flæði í leiknum sem er akkúrat hvað Villa vill svo er hundlelegt hvað mörg skot fara yfir eða framhjá verða að hitta ramman betur

    1
  10. Þessi egypski kóngur okkar <3

    Koma svo bæta í og klára þennan leik!

    4
  11. Uss Danny Ings að koma inna, eitthvað svo typiskt að hann nai að skemma fyrir okkur

    1
  12. Erfiður leikur..ánægður með 3 stig og ánægður að var engin markaveisla gegn Gerrard og félögum! bestu mögulegu úrslit að mínu mati.

    2

Upphitun: Aston Villa & Steven Gerrard á Anfield

Liverpool 1 – 0 Aston Villa