Það fór eins og orðrómar sögðu að það bættust við fleiri smit í hópinn: Thiago er mögulega með smit (aftur). Hendo er líka frá, en vegna einhverra annarra veikinda.
Það er því enginn eftir af þeim sem hefðu byrjað á miðjunni, og við sjáum Tyler Morton í byrjunarliði í fyrsta sinn í deild:
Bekkur: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Neco, Quansah, Ox, Minamino, Firmino, Gordon
Risa stuðningsyfirlýsing á Tyler Morton með þessu, greinilegt að Klopp treystir honum best í varnarsinnaða miðjumanninn af þeim sem eru leikfærir.
Eitt nýtt nafn á bekknum: Jarell Quansah sem er varnarmaður, og þá er Kaide Gordon á bekk í sínum fyrsta deildarleik.
Í liði Spurs má t.d. sjá Dele Alli sem hefur ekki spilað deildarleik síðan guðmávitahvenær.
Nú er það spurningin: mæta Spurs fullir orku eftir hvíldina, eða alveg út úr takti?
KOMA SVO!!!
Já þannig er bara staðan en við fáum allavega leik, vissulega er miðjan slök en við erum með öfluga vörn og frábæra sókn.
Vonandi verða spursara vel ryðgaðir í þessum leik eftir mikla hvíld.
Spái erfiðum leik samt sem áður en held að við klárum þetta 1-3
Úlfur já dansaðu Úlfur 🙂
YNWA.
Vel gert hjá Wolves, þeim tókst að loka markinu á móti chelsea. Núna verðum við að byggja á þessu og reyna að ná 5 stiga forskoti á chelsea.
Ekkert Tuchel væl, heldur kassann út. Nú er bara að vona að ekki mikil þreyta sé í okkar mönnum.
Þetta verður hörkuleikur og hjartað slær hraðar.
Nú er að bíða og sjá.
Engin ástæða til að ætla það sé þreyta. Hver ætti svosem að vera þreyttur. Robertson kannski? Mane?
Keita að koma úr meiðslum, milner á sextugs aldri, matip? Trent? Jota, sem er upp og niður?
Ekki taka svo bara líkamlega þreytu, andleg þreyta við álag eykur líkur á mistökum.
Ég vona heitt og innilega að áhyggjur mínar verði að engu.
Hve margir þurfa vera með covid í hverju liði tilað leik sé frestað.
Tveir hjá Utd, allir hjá hinum.
Morton að byrja á móti Tottenham og vantar VVD Hendo og Fabinho já ég hef smá áhyggjur af þessu.
Andskotinn
Eins og ég hélt :(((
Hrikalega opin vörnin hjá okkar mönnum og eins og vanalega þurfum við 100 færi til að skora mark
Hvernig er þessi árás hjá Kane ekki rautt spjald???
Af því að hann heitir Kane og er fyrirliði enska landsliðsins
Allavega appelsínugult spjald á Kane þarna
Hvernig á að vera vinna leik með þessa miðju.
Alveg hægt að gagnrýna miðjuna hvað hún er opin en afhverju þurfum við svona mörg færi til að koma tuðrunni í netið er frekar mín spurning
Drulla varnarlínunni neðar þessir 2 miðverðir ráða ekkert við að spila svona hátt bara spurning hvenær tottenham skorar mark númer 2
Er grasið óvenjulega sítt á vellinum, boltinn drífur varla manna á milli.
Frábært mark hjá Jota
Er Deli Alli dulbúin sem jólatré?
Eg hélt að skjóta væri ekki inná svo poppar hann upp
Hvaða helvítis djok eru þessir andskotans dómarar á Englandi hvernig í andskotanum er þetta ekki víti hjá Jota þetta er bara fyrir neðan allar hellur hvað þessir dómarar eru hörmulega lélegir í þessari deild
Augljóst víti
Djöfull elska ég Jurgen Klopp!
Já satt segiru gott hjá honum að hrauna yfir dómarann sem er búinn að vera lélegur.
Svakalegur hálfleikur. Kane alveg á mörkum hins rauða, Mane hefði t.d. alltaf fengið rautt. Í mínum augum klárt víti enda held ég að Klopp hafi brjálast þegar aukaspyrna var dæmd fyrir vægari bakhrindingu 🙂 tottenham með of mörg dauðafæri og vörnin fær ekki næga hjálp frá miðjunni. Hef trú á að Morton fari fljótlega útaf en hver komi inn á hef ég ekki hugmynd. En vonandi heldur fjörið áfram og sigurinn verði okkar.
YNWA
Tottenham svarar því ágætlega afhverju ég vildi hvíla lykilmenn gegn Newcastle. Þeir eru töluvert betri en Newcastle og eru búnir að skapa nokkur dauðafæri. Þeir spila skemmtilegan bolta. Spilamennska þeirra byggir á því að liggja aftarlega, hafa verið 30% með boltann og bíða eftir því að miðjan hjá Liverpool geri mistök og þá er farið í mjög hraða skyndisókn. Sú áætlun hefu gengið ágætlega enda er Son mjög snöggur fram og Harry Kane þarf ekki mikið rými til að búa til marktækifæri.
Liverpool hefur við 70% með boltann og hefur skapað sér eitthvað af færum en betur má ef duga skal. Ég spyr mig hvort það megi ekki setja Firmino inn á eftir sirka tiu min á kostnað miðjunar. Hef séð liðið okkar spila þannig áður með góðum árangri.
Áfram Liverpool, Salah á eftir að setja eitt
Þetta er nú meiri leikurinn
Robbo með mark!!!
Aldrei víti handa Deli
Aldrei hendi á Salah.
Batandi dómurum best að lifa
æ Alisson var orðinn sjálfkjörinn maður leiksins…
en við eigum eftir að fá mark/stoðsendingu frá Salah… er það ekki?
Já og Robbo fær rautt fyrir þetta haha
Rautt á Robbo … ekki á Kane?? Sounds about right … fudge!!! 🙁
ferlegt. Ég hélt að hann ætlaði að spjalda þann hvítklædda fyrir að ráðast á Robbo…
Batnandi dómurum þvílíkt djöfulsins djok er þetta helvítis domarasamband í Englandi þvílíka skitan endalaust
Allison, guð minn góður. Hann þarf alltaf að gera mistök sem kosta. Auðvitað ver hann líka enda í marki til þess.
Það er ekkj sama hvort það er Skoti eða Tjalli!!!
Hvers vegna er hann ekki í enskalandsliðinu….þá bara gult
YNWA
Drulludómari
Keita fær olnboga í andlitið og fær gult!?
það verður rætt um þessa dómaraskitu næstu vikurnar.
Keppnin um lélegasta dómara EPL er hörð. Gott innlegg frá Tierny í dag.
Er Sala með.
Það vantar í reglurnar að endurtaka leiki þegar dómari er ekki hlutlaus og/eða of mistækur.
Salah búinn á því, þreyttur!! Ég sagði það!!
Helvítis rugl.
Leiðréttið mig endilega en var þessi dómari ekki með skítinn upp á hnakka í öðrum leik fyrir stuttu síðan?
Ljóta vælið í ykkur. Dómarinn bjargaði Liverpool enn og aftur.
Klopp eftir leik við dómarann “ I have no problems with referees, only you “ hann talar bara beint frá hjartanu og þess vegna elskum við hann! þvílíkur maður Klopp þú ert svo mannlegur að hálfa væri hellingur.
YNWA.