Byrjunarliðið klárt gegn Leicester, Firmino byrjar

 

Það segir eitthvað um dýpt hópsins hjá Liverpool að þetta er töluvert sterkara en maður bjóst við, næstum hálfu liðinu mætti lýsa sem reynsluboltum. Bekkurinn kemur hins vegar upp um hvar forgangurinn liggur, þó nokkur nöfn þarna sem hafa ekki sést í rauðu treyjunni áður. Hvort þetta verði nóg til að sigrast á Brendan Rogers og félögum kemur í ljóst eftir klukkutíma, hvernig er menn peppaðir í þetta?

Byrjunarlið Leicester er svona:

 

 

54 Comments

  1. Þarna erum við að logga okkur út úr þessari keppni. Leicester eru með nálægt sínu sterkasta liði og þeir taka þetta auðveldlega. Þá minnkar leikjaálagið á okkur.

    2
    • Fyrirliðinn okkar gæti haldið liðinu saman langleiðina. Ef við náum inn marki á undan er séns. En líkurnar ekki með okkur.

      1
  2. Klopp að sýna okkur hvar framrúðubikarinn er í forgangsröðinni sem er vel. Bobby þarf mínútur og því eðlilegra að hann taki þennan. Hefði viljað að Tsimikas og Henderson kæmu ekki nálægt þessum leik enda næsti leikur sextíu sinnum mikilvægari.

    Leicester á sama tíma líklega að nota þennan leik til að spila liðinu aftur í leikform enda ekki spilað í dágóðan tíma núna. Ágætt lið sem þeir stilla upp m.v. hvað þeir hafa verið án marga leikmanna undanfarið.

    1
  3. Ef einhver byr svo vel að luma á góðum link á leikinn þá mætti viðkomandi gjarnan deila honum.
    Gleðileg rauð jól

    2
  4. Neco Williams frammi? Er hann ekki vanalega bakvörður eða er mig að misminna eitthvað harkalega?

    2
  5. Jæja, þá er þetta komið ! Hvíta handklæðið komið inn eftir 13 mínútur, glatað.

    1
    • SG kann að spotta góða leikmenn, en við þökkum bara fyrir að þú sért ekki við stjórnvölin

      2
  6. Ég væri til í að sjá Liverpool áfram. Man City ekki í keppninni og þá er Liverpool besta liðið. Þetta er gullið tækifæri á bikar. Kannski ekki sá merkilegasti en bikar enga að siður. Er ekki City búnir að vinna þetta fimm ár í röð, það er frekar töff finnst mér. Fínt að koma LFC á blað líka. Enda tvö bestu lið Englands síðustu ár.

    Koma svo!!!

    3
  7. Kaumetio er bæði seinn og klaufskur,afhverju spilar hann ekki Milner og Keita þer hafa ekki verið að spila yfir sig undanfarið.

    3
  8. Ég er svona glasið er 1/3 fullt kind of guy … þetta er ennþá leikur 🙂

    6
    • Þokkalega. Mínútur fyrir Firmino, Gomez… og fleiri sem virkilega þurfa þess. Reynsla fyrir kjúklinga . Alvöru andstæðingur til að meta breidd og stöðu kjúklinga. Enn er hægt að vonast eftir kraftaverki.
      Gaman að sjá pressuna og hvað þetta mjög svo væng brotna lið okkar spilar á köflum vel. Setur okkar bestu uppstillingu og getu þeirra í ákveðið samhengi.
      Alvöru skiptingar.
      Game on.
      Gleðileg rauð jól

      3
  9. gaman að sjá markarefinn Firmino aftur og fá ógnina frá honum aftur.

    Getum andað rólega á meðan þessi Afríkukeppni fer fram, haldist Bobby heill.

    2
  10. Sæl og blessuð.

    Úff… miklar brotalamir vara-liðinu.

    Kelleher er ekki að heilla, miðverðirnir hafa verið slæmir. Minamino hefur verið afar linur. Ungu gaurarnir tveir sýna vissulega takta en enn vantar í þá skriðþungann.

    Leicester hafa alls ekki heillað. Halda boltanum illa og með ærlega vörn + markmann hefðum við haldið hreinu.

    Firmino og Chambo hafa staðið sig. Hendo hefur ekki heillað.

    Er samt ekki bika-svartsýnn samt. Mannaskiptingar fljótlega í seinni hálfleik gætu gert gæfumuninn.

    2
  11. Hræðilegt að horfa upp á þetta. Ég kaupi það bara ekki að leikmennirnir, hvort sem þei? eru venjulega varamenn eða fyrir utan hóp séu ekki betri í knattspyrnu en þetta, þá er eitthvað að við uppbyggingu hópsins. Við lítum verr út en Sunderland á móti Arsenal í gær, Sunderland er sko í þriðju efstu deild. Okkar menn eru bara lélegir og illa þjálfaðir í það hlutverk sem þeim er ætlað. Það getur vel verið að allir séu flottir í vernduðu umhverfi á æfingasvæðinu en það er einmitt við svona aðstæður sem minni spámenn eru kallaðir til og þurfa því að vera þjálfaðir fyrir slíkar aðstæður. Afsakanir eins og að þekkja ekki inn á hvern annan og reynsluleysi eru merki um vanmátt og eða metnaðarleysi, og hana nú.

    2
  12. Jota!!!

    Svakalegur leikmaður er þetta. Game on.

    Minamino með stoðsendinguna…

    2
  13. Þetta lið okkar… aldrei dauð stund!

    Ekki fyrir hjartveika.

    2
  14. Enn eitt unglambið mætt til leiks. Er Klopp að kasta inn handkæðinu?

    1
  15. Hvers vegna þessi síðasta skipting? Tsimikas hefði tekið þessa sendingu…

    1
  16. Sííííjitt!!!

    mína – fucking – mino!!!

    jæja þá er það vító…

    kelleher vs. schmeichel

    ynwa!!!

  17. ehemm… getum við ekki sett Alission inn á???

    allar skiptingar búnar ehaggi?

    úff…

  18. Gaman að þessu ….1/3 glasið mitt varð blindfullt og flæddi yfir …. Áfram Liverpool – glæsilega gert!!!

    3
  19. Þetta lið
    Þetta lið

    ÞETTA LIÐ!!!

    Ótrúlegar ósungnar hetjur risu þarna upp. Minamino með flautumark og kellher sem hafði leikið eins og ryðguð garðkanna varði tvö víti.

    3
  20. Sà sem talaði illa um Keita eftir síðasta leik éttu jóla sokka ha ha ha ha..

    YNWA.

    2
  21. Hvað er hægt að segja um þetta lið og þjálfarann. Mikil forréttindi að halda með þessu liði.

    3

Upphitun: Leicester á Anfield í Carabao Cup

LIVERPOOL ÁFRAM EFTIR VÍTÓ!!!