Byrjunarliðin á King Power Stadium vs. Leicester City

Það styttist óðum í síðasta Liverpool-leik ársins 2021 sem fram fer á King Power Stadium í Leicester.

Byrjunarliðin

Liðsuppstillingar kvöldsins eru fullklárar og stjórarnir búnir að opinbera leikmannavalið. Rauði herinn endurheimtir marga öflugu leikmenn úr Covid, meiðslum og hvíldarróteringu en Tiago nær ekki leiknum í kvöld. Robertson er enn í leikbanni eftir rautt spjald og Tsimikas heldur stöðu sinni í vinstri bakverðinum. Oxlade sem átti fantafínan leik gegn Leicester í deildarbikarnum byrjar einnig.

Liverpool: Alisson, Van Dijk, Matip, Tsimikas, Alexander-Arnold, Henderson, Fabinho, Oxlade-Chamberlain, Jota, Salah, Mane.

Bekkurinn: Kelleher, Konate, Milner, Keita, Firmino, Gomez, Jones, Beck, Williams.

Brendan Rodgers gerir fimm breytingar á frá tapinu gegn Man City með endurkomu tveggja manna mannsins Vardy úr síðasta leik liðanna. Tielemans og Vestergaard byrja þó á bekknum með engan hreinræktaðan hafsent í byrjunarliðinu.

Leicester: Schmeichel, Amartey, Ndidi, Thomas, Castagne, Soumare, Choudhury, Dewsbury-Hall, Maddison, Iheanacho, Vardy.

Bekkurinn: Ward, Tielemans, Albrighton, Perez, Vestergaard, Lookman, Daley-Campbell, Nelson, McAteer.

Blaðamannafundurinn

Jürgen Klopp upplýsti áhugasama um stöðu mála á blaðamannafundi gærdagsins:

Upphitunarlagið

Til að koma okkur í rétta hugarfarið fyrir refskák kvöldsins þá hitum við upp með hinni mögnuðu melrakkamúsík Mykonos með Fleet Foxes og fljótum á tónaflóði á Eyjahafinu meðal grískra eyja. Hvort það verður skollaleikur sem gerir okkur grikk verðum við að bíða og sjá en fram að því þá eru það fagrir og flatfættir tónar:

Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

YNWA!

Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

37 Comments

  1. Okkar sterkasta lið í augnablikinu. Eigum að taka þetta. Góðir menn á bekknum. Þurfum að hafa okkur alla við til að halda í við City.

    1
  2. Sæl og blessuð

    Ættum að taka þetta og ættum að taka þetta stórt. En það er nú galdurinn við fótboltann að það er aldrei að vita hvernig leikir enda. Hver veit nema að Rodgers og co. nái að velgja okkur undur uggum.

    1
  3. Hvers vegna gat kasper ekki varið í síðasta leik en nú eins og villiköttur???

    1
  4. Sæl og blessuð.

    Framherjarnir hafa átt betri daga. Þarf ekkert að rekja það nánar. Miðjan og vörnin til fyrirmyndar. Tsmikas að standa sig og Chambo gefur Thiago ekkert eftir í að mata leikmenn á góðum sendingum. Mané mikið í boltanum en svo sem ekki mikill afrakstur.

    Á betri degi værum við búin að skora 2-3 mörk en þessi fyrri hálfleikur var eitthvað sem ég held að Jota og Salah vilji gjarnan gleyma. Vítið var auðvitað alls ekki gott.

    Ætla að fá að vera bjartsýnn. Gæðin koma fram í seinni hálfleik. Eigum mikið inni og þeir fara að lýjast.

    6
    • Góð samantekt og sammála nema með tsimikas. Hann hefur alltaf spilað betur og tel ég þetta versti hálfleikur hans.

      2
    • Var einmitt að hugsa það sama. Allt svo þungt eitthvað. Misstu menn trúna þvi Salah kluðraði víti?

  5. Þetta var alltaf möguleikinn þegar færinn eru ekki nýtt.

    1
  6. Það er ekki sama ára yfir liðunu og var í haust. Hefur svo sem ekki verið arfaslagt í kvöld en vantar þetta extra, sem með þarf til að vera í topp baráttunni. Gætum allt eins endað í baráttu um meistarad.sæti í vor ef Klopp fer ekki að finna lausnir.

    3
  7. Jæja… nú setur hann Firmino inn á. Það er eins gott að missa ekki boltann á miðjunni. Þunnskipuð hjá okkur brjóstvörnin.

    Eins gott bara að vinna þennan litla bikar… ætli það verði nokkuð annað í boði?

    4
  8. Ömugurleg covid jól, engin leikur 26 des og svo þetta helviti. Tap geg leicter dises vera getur þetta ekki verið

    2
  9. Hvað segir þetta um breiddina að þurfa setja Milner inná þegar þú ert að tapa.

    2
  10. þeir hafa haldið hreinu í fleiri hornum í þessum leik en samtals fram að honum grunar mig…

    2
  11. Mikil þreyta yfir liðinu mikið um auka snertingar á bolta og boltinn gengur ekki hratt. Náum því illa að opna svæði. Svo erum við ekki að fara vel með færin. Svolítið ekki okkar dagur.

    Já og City settu 6 framhjá þessu liði í síðasta leik, omg.

    1
  12. Eg hefði allann daginn viljað detta ut ur þessari skita bikarkeppni en að tapa þeasum leik og missa City i 6 stiga forskot og nanast retta þeim bikarinn.
    Erum siðan að missa bestu mennina i þessa helvitis africu keppni i manuð.

    Disses hvað þetta ar endar ömugurlega, ömugurlega

    3
  13. Alisson á að taka nærhornið en Alexander-Arnold er búinn að vera svo lélegur varnarlega í þessum leik og hann gat ekki klárað Lookman út á miðju í markinu og missti af honum á jogginu til baka?
    Svo enn á ný er það djöfulsins færanýtingin að fara með Liverpool

    1
  14. æ, ferlega var þetta slappt.

    Áttum að vera komin í 0-2 áður en þeir skoruðu og ég verð að segja að Alisson hefði mátt gera betur.

    Jæja, svona er boltinn.

    2
  15. Mikið gott að þessi afríku keppni er þá fá aðrir að sanna sig,skiptir litlu máli þó þeir fari það kemur alltaf maður í manns stað.

    1

Leicester á þriðjudagskvöld

Leicester City 1-0 Liverpool