Það er búið að vera ansi mikið “skot í myrkri” að reyna að giska á hvernig liðinu verður stillt upp gegn Shrewsbury núna kl. 14, en núna er það loksins orðið klárt, og jafnframt ljóst að Klopp verður á hliðarlínunni. Kannski er Krawietz svekktur, en kannski er hann bara hoppandi glaður með það. Allavega, svona lítur liðið út:
Bekkur: Adrian, Tsimikas, Matip, Norris, Mabaya, Balagizi, Frauendorf, Firmino, Minamino
Nokkur ný andlit þarna; Elijah Dixon-Bonner og Max Woltman eru að byrja sína fyrstu leiki fyrir aðalliðið, Conor Bradley og Kaide Gordon hafa byrjað leiki í deildarbikarnum. Síðan eru ný andlit á bekk: James Norris er vinstri bak og er í fyrsta skipti í aðalliði, sama gildir um Isaac Mabaya sem á enn eftir að ákveða hvort sé miðvörður eða miðjumaður. Frauendorf og Balagizi hafa verið í umræðunni, man ekki fyrir víst hvort þeir hafi náð á bekk í einhverjum bikarleiknum, líklega ekki samt.
Orðrómurinn um að Loris Karius myndi þurfa að spila reyndist vera bull, sem betur fer eru a.m.k. þessir tveir á undan honum leikfærir.
Það er talað um að Leighton Clarkson hefði átt að vera í hóp í dag, en eitthvað pappírsvesen kom í veg fyrir að það væri hægt að skrá hann.
Nú svo er gaman að segja frá því að kvennaliðið er að spila við Blackburn á útivelli á sama tíma og karlaliðið, þær fengu ekki að spila síðasta leikinn fyrir jól því honum var frestað, en eru þrátt fyrir það ennþá efstar í deildinni með eins stigs forskot og leik til góða. Þar verður stillt upp svona:
Robe – Fahey – Matthews
Wardlaw – Kearns – Holland – Hinds
Daniels – Kiernan – Lawley
Bekkur: Clarke, Roberts, Bailey, Furness, Hodson, Moore, Humphrey, Stengel, Campbell
Hér sést nýtt andlit á skýrslu því Katie Stengel kom til liðsins núna í byrjun janúargluggans, hún hefur með spilað í Bandaríkjunum fram að þessu en einnig með Bayern. Vonandi á hún eftir að styrkja liðið enn frekar.
EDIT: í ljósi þessarar tilvitnunar frá Klopp:
We made a team with what we got left, let me say it like this. That’s what we have to do. I don’t expect the perfect game but I expect a proper fight. In moments I expect a wild game, because I want the boys to be wild.
þá kemur bara eitt lag til greina sem upphitunarlag:
KOMA SVO!!!
Sæl og blessuð.
Gaman að þessu. Vel mönnuð vörn og Fab. á að passa miðjuna. Svo fær unglðadeildin tækfiæri til að sanna sig.
Vonandi gengur þetta vel hjá okkur. Þurfum að standa okkur í öllum mótum.
Jahérna. Shrewsbury bara komnir yfir.
Konate og ungi bakvörðurinn í algjöru … rugli.
Nú þarf að bretta upp á skálmar.
Þvílikur varnarleikur gegn 1. deildarliði
Með Konate og Van Dijk í vörninni, þá hefði ég vilja sjá LIverpool gera betur í þessu marki hjá Shrewsbury. Ekkert bit hjá okkur … en – ég hef engar áhyggjur ennþá. Unglingastarfið… eða “barnastarfið” hjá Liverpool eins og þulurinn kallaði það, er ekki alveg að gera sig.
Áfram svo. Svara þessu og ná einhverju marktæku fyrir leikhlé 😉
Eigum við ekki bara að segja eins og er þessir ungu strákar eru einfaldlega ekki góðir.
Stressaðir að einhverju leyti, en mér fannst jöfnunarmarkið hjá okkur nokkuð gott hjá “börnunum” 🙂
Held að þeir hljóti nú allir að geta eitthvað. Væru varla að fá að spila ef þeir þættu ekki þokkalega góðir. Síðan þurfa menn að hitta á rétta daginn og allan þann pakka 🙂
vel gert Gordon.
Hægagangur fyrir utan teig. En Tottenham var að botna okkur í aulaskapnum. komnir undir.
Jessss!!! hver er þessi ungi snillingur???
Flott hjá Gordon
Gott að komast yfir. Nú opnast leikurinn og við getum sótt.
Þessi handball þarna var eitthvað annað.
Fer samt nett í taugarnar á mér hversu mikinn skít Klopp gefur alltaf í þessar bikarkeppnir. Það er allt í lagi að leyfa 1-2 guttum að spreyta sig, ekki 5. Svo er Curtis Jones nánast gutti líka þannig að það er meirihluti byrjunarliðsins.
Hvar eru Henderson og Ox t.d? Ekki einu sinni á bekknum.
City voru að spila á föstudag við Swindon og það var einn kjúklingur, allir aðrir leikmenn úr aðalliðinu.
Þú veist…..covid, meiðsli, afríkukeppnin. Stundum þarf að forgangsraða 🙂
Þetta er búið að vera svona frá því að Klopp tók við. Hefur ekkert að gera með ástandið í dag þó að það hjálpi ekki.
Það er mjög vel til fundið að nýta svona mót í að venja ungliðana við fullorðinsbolta.
Firmino geggjað mark