Nú stefnir í að það geti loksins farið fram fyrri viðureign Liverpool og Arsenal í undanúrslitum Deildarbikarsins. Fyrri leiknum þurfti að fresta vegna útbreiðslu Covid smita í herbúðum Liverpool sem hafði meðal annars gripið stóran hluta markvarðarteymisins, leikmannahópsins og Jurgen Klopp og Pep Lijnders. Það kom hins vegar smá surprise plot twist í þetta allt saman en hluti af smitum Liverpool voru falskt jákvæðar niðurstöður svo útbreiðslan var ekki eins mikil og slæm og leit út í fyrstu.
Einhverjar fréttir voru um að þessi beiðni Liverpool til þess að fá leiknum frestað eigi að vera skoðuð og þá rannsaka hvort Liverpool hafi verið að svindla – sem ég verð nú að viðurkenna að hljómar einstaklega kjánalega enda eitt af fáum liðum sem hafði aldrei sótt um frestun þrátt fyrir að marga lykilmenn hafi vantað og ég sé nú ekki endilega af hverju frestun á leiknum eigi að hagnast Liverpool eitthvað sérstaklega. Sjáum hvað setur.
Klopp verður á hliðarlínunni og Alisson og Trent eru mættir aftur til æfinga eftir þetta Covid fíaskó, sem er mjög jákvætt. Þá greindi Klopp frá því í dag að Harvey Elliott sé nálægt því að hefja æfingar að fullu með liðinu aftur sem eru frábærar fréttir fyrir hann og liðið en útlitið með hann var nú alls ekki gott þegar hann meiddist snemma á leiktíðinni. Hins vegar eru Salah, Mane og Keita auðvitað í Afríkukeppninni og þeir Thiago og Origi eru frá.
Trent – Matip – Van Dijk- Tsimikas
Jones- Fabinho – Henderson
Chamberlain – Firmino – Jota
Ég held að Klopp muni stilla upp nokkuð sterku liði, bæði til að reyna að koma liðinu með hálfan fótinn inn í úrslitaleikinn við Chelsea á Wembley og sömuleiðis til að koma nokkrum leikmönnum sem hafa misst úr leiki og æfingar vegna smita, meiðsla eða falskra smita og einhverjir voru svo líklega hvíldir í bikarleiknum gegn Shrewsbury.
Kelleher er frábær markvörður og hefur gert rosalega vel í bikarkeppnunum fyrir Liverpool og stigið upp þegar þarf að leysa Alisson af hólmi, ég myndi gjarnan vilja sjá hann í markinu í þessum leik en ég yrði ekki hissa ef Alisson fengi þennan leik til að dusta af sér rykið og í þessum töluðu orðum virðist vera sem Klopp gefi í skyn að Alisson muni spila þennan leik.
Vonandi sækir Liverpool sterkan heimasigur og stendur þá vel að vígi þegar liðin mætast aftur 20. janúar á Emirates leikvanginum og kemur sér loksins aftur í bikarúrslitaleik.
3 leikir á næstu 7 dögum og á milli þessara Arsenal leikja þá eigum við Brentford á heimavelli á meðan að Arsenal eiga leik á móti Spurs sem verður þeim erfiður.
Ég vil sjá sterkt lið á móti Arsenal en ég vonast samt til þess að Kaide Gordon fái að spila þennan leik frammi með þeim Firmino og Jota.
Við þurfum að leggja mikið í þessa keppni núna og vinna þennan bikar, vissulega er þetta ekki stærsti bikarinn sem er í boði en bikar engu að síður og við erum 180 mín frá úrslitaleiknum þar sem að Chelsea bíður.
Nú vantar sko Origi sem aldrei fyrr, en ég hef trú á því að Minaminu gæti komið sterkur inn núna í þessum framherjavandræðum og ég er svo sammála Red varðandi það að leggja áherslu á að komast áfram í þessari bikarkeppni. Það eru enn tveir bikarar í boði fyrir Liverpool.
* þrír
Fjórir 🙂
Aldrei að gefast upp.
Já auðvitað þrír bikarar og takk Daníel. Ég átti við tveir í Englandi og það var bara klaufalegt hjá mér að orða þetta svona.