Góður sigur um helgina og hálfleikur í einvíginu gegn Arsenal í deildarbikarnum stóru málin á dagskrá í þessari viku. City tók slaginn við Chelsea, Benitez er farinn frá þeim bláu og Coutinho mætti aftur með látum.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
MP3: Þáttur 364
Takk fyrir hlaðvarpið, félagar.
Takk fyrir gott hlaðvarp.
Mikið er gott og gaman að sjá tuchel dragast út úr toppbaráttunni. Megi að halda áfram á þessari braut.
Annað, þó svo að FSG séu skynsamir og flottir varðandir reksturinn að þá er komið pínu óþol í mig varðandi að semja ekki við Salah og að styrkja ekki hópinn aðeins.
Sælir félagar
Takk fyrir mjög skemmtilegan þátt. Það var aðeins minnst á að LFC væri ekki að fara að kaupa neitt (Einar) í janúar glugganum. Ég vil aftur á móti að Liverpool kaupi Dusan Vlahovic ekki seinna en á morgun og semji svo við Sala strax. Þá er janúarglugginn orðinn ásættanlegur. Það vantar reyndar miðjumann en má samt bíða til sumars en hitt gengur eftir.
Það er nú þannig
YNWA<
Ég hlusta alltaf á Gullkastið. Það er æðislegt. Sérstaklega þegar Steini reynir af veikum mætti að grípa fram í fyrir Magga þegar lestin er komin á fulla ferð… tjúúú tjúúúú! 🙂
Nú er komin upp sú staða að það eru allt of margir menn að ganga úr skaftinu á sama tíma. Það er einfaldlega komið að endurnýjun.
Ox er búinn, Milner kominn á aldur, Hendó að dala og Firmino sömuleiðis; þeir þrír síðastnefndu þó aldeilis búnir að þræla og spóla fyrir félagið árum saman. Eins er spurningarmerki við bæði Origi og Minamino. Költ-hetjan er of oft fjarverandi þrátt fyrir sín góðu kraftaverk (og alltaf hálfpartinn á leiðinni í burtu), og óljóst hvort Taki finnur nokkurntímann rétta stöðu og nægan styrk til að festa sér gott sæti í liðinu.
Þannig að ég stilli mér upp með Sigkarli og lít svo á að það þurfi að gera eitthvað róttækt í leikmannakaupum. En það gerist ekki fyrr en í sumar, as we all know. Okkur vantar yngingu og styrkingu bæði á miðju og í sókn, helst sprettharðan sóknarmann.
Að öðru leyti leggst nýja árið vel í mig. Og já, þetta verður árið þar sem við losnum við Covid og getum farið að fjölmenna á Anfield!
#YNWA
Já takk fyrir mig. Er nokkuð sammála að hópurinn þarf að vera betri að því sögðu að við erum eflaust á pari við City með fyrstu 11. Hópurinn hjá okkur er bara of meiðslagjarn og AFCON var fyrirsjáanleg vandræði. Megum ekki stóla á 3-4 að skora næstum öll mörkin okkar – þannig verður erfitt að vinna deildina. Svo eru nokkrir eðalsveinar á leiðinni niður brekkuna og þar verður að horfast í augu við það.
Svo er það auðvitað önnur umræða hvert FIFA eru að fara með þessar FFP reglur og hversu marga titla við værum búnir að vinna ef það væri ekki fyrir City.