Einn leikur til að komast á Wembley. (Upphitun)

Hann er fallegur, boginn sem býður á Wembley

 

Deildarbikarinn er alla jafnan ekki vinsælasta keppnin í enskum fótbolta og janúar er alla jafnan ekki vinsælasti mánuðurinn meðal stuðningsmanna Liverpool. En það breytir því ekki að dolla er dolla og ferð á Wembley er ferð á Wembley. Eins og stendur, þrátt fyrir hörmulegan og drepleiðinlegan fyrri leik, þá eru Liverpool einum góðum leik frá því að fara í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn síðan 2016. Það árið töpuðu Liverpool í vító gegn Manchester City, sem unnu þá deildarbikarinn. Síðan þá hefur bikarinn verið í Manchester-borg og væri ekki verra að gefa honum almennilegt heimili, ásamt því að ef Liverpool nær að landa titlinum verður liðið aftur það lið sem hefur oftast unnið hann. City jafnaði Liverpool í fyrra með átta titla. En til þess að keppa til úrslita, þarf að vinna undanúrslitaleikin á Emirates.

Andstæðingurinn.

Það er ekki nema rétt rúmt ár síðan gengi Arsenal í deildinni leit svona út:

Síðan þá hefur Arteta haldið áfram að hreina til í hópnum sínum og mótað liðið sífellt meira að hugmyndfræði sinni. Eftir þolinmæðisvinnu er hann búin að gera liðið að sínu og Arsenal er orðið feyknisterkt. Ef honum tækist að skila meistaradeildarsæti væri hann búin að vinna sér inn töluverða þolinmæði hjá stuðningsmönnum Arsenal og ef hann skilar bikarnum í hús væri það risa bónus. Það er svo seinni tíma umræðuefni hversu sjálfsagt manni finnst að fjórða sætið sé stærra en innanlandsbikararnir.

Það er samt búið að vera gífurlegt fjaðrafok í kringum Arsenal liðið síðustu viku. Þessi leikur átti auðvitað að fara fram fyrir tveim vikum en leiknum var frestað vegna þess að hálft Liverpool liðið greindist með covid. Maður veit svo sem ekki hvernig félagið sjálft tók þessu en stuðningsmenn Arsenal á netinu voru vægast sagt ósáttir. Ýmsum samsæriskenningum var kastað fram. Þeir allra biluðustu vildu meina að það ætti að rannsaka Liverpool fyrir lygar. Þeir vildu hreinlega meina að það væri til skammar að nokkuð einasta lið myndi byðja um frestun vegna Covid.

Svo bað Arsenal um frestun á nágrannaslag og hljóðið breyttist eitthvað.

Sjálfum finnst mér ekkert hrikalegt hneyksli að þeir hafa frestað Tottenham leiknum. Finnst það segja meira um skipulagið hjá knattspyrnusambandinu en Arsenal að Arsenal geti, að því virðist, frestað leik með aðeins einu smiti. Þess fyrir utan eru liðin sem eru að fá frestanir séu að gera sér bjarnagreiða, ekkert sem segir að þeir verði í betri málum þegar þessum leikjum er að endingu troðið inn.

En nóg um það. Þeir hafa metið það svo að þetta væri skynsamlegast á meðan þeir voru að semja um að senda nokkra menn á lán. Ég veit ekki hvort gagnrýnin sem hefur skollið á liðinu síðustu daga hefur einhver áhrif á leikmenn og þjálfaraliðið. Ef eitthvað er þá finnst mér Arteta vera týpan sem nærist á að hafa heiminn á móti sér. Samt pæling hvað hann gerir með allt að tólf leikmenn fráverandi. (18.01.2020)

Okkar menn

Eftir fremur erfitt gengi í deildinni og fremur leiðinlegan og lélegan fyrri leik í þessari rimmu gegn Arsenal var afar vel séð að Liverpool vann bara Brentford nokkuð örruglega. Það var afar jákvætt að sjá þrjá markaskorara og þrjá mismunandi aðila með stoðsendingar. Það er einstaklega böggandi að loksins þegar við komum okkur í stöðu til að komast í úrslit í þessari keppni þá þurfum við að spila undanúrslitin án okkar tveggja hættulegustu sóknarmanna. Vonandi hefur leikurinn gegn Brentford komið smá takti í bráðabirgðarsóknarlínuna.

Það er áhugavert að pæla í byrjarliðinu fyrir þennan leik, enda eru spurningamerki útum allt. Þeir leikmenn sem maður er nokkuð öruggt að spili eru Alisson, Van Dijk, Trent, Fabinho, Jota og Firmino. Ég hef mig ekki til að spá Matip þrisvar á einni viku byrjunarliði (þó ég held hann hafi reyndar gert það á einhverjum punkti í vetur). Konate er vissulega framtíðin en svo segir mér hugur að Gomex verði þarna frekar þar sem hann er töluvert hraðari en frakkinn.

Ég held að Robbo og Tsimikas taki sitthvoran leikinn af næstu tveim. Spái Robertson í þessum þar sem reynslan sýnir að Klopp á það til að halda sig við kjarnann í stóru leikjunum.

Svo eru það miðjan. Fyrir framan Fabinho þarf tvo menn og ég ætla að spá að Klopp velji Henderson og Curtis Jones. Þetta yrði með stærri prófum Jones á ferlinum en ég hef fulla trú á honum í þessu verkefni. Fyrir framan þessa kappa verða svo Jota, Firmino og Minamino. Treysti þessum ellefu fullkomnlega til þess að koma okkur yfir línuna í leiknum.

 

 

Spá.

Til þess að vinna þessu rimmu þurfum við að vinna leikinn, það er engin útivalla regla með mörkin. Það er hins vegar þannig að ég unandúrslitum og úrslitum er farið í framlengingu ef stað er jöfn að lokum venjulegum leiktíma. Ég held að leikurinn á morgun verði hrikalega jafn og að loknum venjulegum leiktíma verði staðan 2-2 eftir mörk frá Minamino og Jota. Framlengingin verður hins vegar afar leiðinleg og að lokum förum við áfram eftir vító, en við vinnum víta keppnina 4-3.

3 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir góða upphitun Ingimar og ég hefi engu við hana að bæta nema von um að við vinnum í venjulegum leiktíma. Uppstillingin á liðinu er eins og ég held að hún verði og ef Jones klappar boltanum ekki of mikið þá verður hann flottur. Mín spá er 1 – 2 og ekkert vesen þó leikurin verði bæði erfiður og leiðinlegur.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  2. Sæl og blessuð.

    Vonandi verður þetta góður sigur í venjulegum leiktíma. Væri sannarlega til í að sjá alvöru yfirburði þarna á útivelli þegar Nallar verða ekki allir í vörn.

    Jones er á mikilli siglingu og er vonandi að fínstilla hæfileika sína með hverjum leik. Jota á talsvert inni og Minamino skuldar okkur amk eitt mark!

    2
  3. Auðvitað ekki stærsta eða mikilvægasta bikarkeppnin en mikilvægt samt sem áður að vinna bikara sama hverjir þeir eru, við erum ekki eða eigum ekki að vera of góðir með okkur til að gera lítið úr mikilvægi þess að vinna þennan bikar.

    Einhverja hluta vegna hallast ég samt að því að Kellegher fái að spila þennan leik, hann á að fá bikarleikina og það er ekki sanngjarnt að Allison taki svo við þegar að lengra er komið í keppnirnar þó að eðlilega hafi hann fengið leikinn um daginn til að komast í taktinn aftur eftir covid ið.
    Annars bara okkur sterkasta tiltæka lið sem er í boði.
    Þetta verður mjög erfitt en vonandi kemur það ekki í bakið á okkur að hafa klúðrað fyrri leiknum á Anfield.

    4

Gullkastið – Loksins sannfærandi sigur

Liðið gegn Arsenal