Há varnarlína Liverpool

Eftir leik Liverpool og Palace um daginn þá fór en ein umræðan um háu varnarlínu Liverpool í gang. Af hverju eru við að spila með svona háa línu þegar við erum að vinna 0-2? Af hverju erum við að spila með svona háa varnarlínu yfir höfuð?

Jurgen Klopp er auðvitað sá sem veit svörin við þessum spurningum og hefur hann oft svarað þeim. Hans taktík er að verjast ofarlega með liðið og til þess að það sé hægt þá verður varnarlínan að fylgja með og með þeim hætti vinnum við boltann ofar á vellinum og erum þá nær marki andstæðingana þegar við vinnum boltann. Hann veit að þetta hefur kosti og galla en telur að kostirnir séu fleiri en gallarnir. Þetta er sá leikstíl sem Klopp vill spila og hingað til hefur Klopp ekki stigið mörg feilspor sem stjóri Liverpool. Að minnsta kosti er bikarskápurinn orðin stærri og minningarskápurinn fullur af ótrúlegum atvikum það er nóg að segja Barca, Dortmund, 5-0 eða Origi til að maður fer ósjálfrátt að brosa.

Tölfræðin

Tölfræði Liverpool bendir til að þetta sé heldur betur að virka en eins og með allar taktík þá er hún ekki fullkominn því að þegar þetta klikkar eins og gegn Palace eða Chelsea þá lítur þetta illa út en það eru öll hinn skiptin þegar þetta litur vel út sem gerir það að verkum að það er óþarfa að breytta þessu mikið.

Liverpool eru það lið í ensku úrvalsdeildinni sem nær að lokka andstæðingana oftast í rangstöðu en það hefur tekist 90 sinnum á tímabilinu sem einhverjum finnst kannski ekki merkilegt en það er það þegar maður skoðar hvernig gengur hjá öðrum liðum því að næstu lið eru Brentford og Man City með 49 rangstæður og á botninum er Everton með 18( elska að hafa Everton með þegar þeir eru á botninum í einhverju).
Liverpool eru líka það lið sem pressar mest eða 43 sinnum að meðaltali í leik og það sem meira er Liverpool eru líka það lið það sem pressan heppnast best eða 32,6% skipta. Svo að tölfræðin er heldur betur með þessari taktík hjá okkur.

Samvinna

Það sem Klopp bendir líka á er að þegar þessi taktík klikkar þá er það oftast ekki öftustu fjórir sem eru sökudólgarnir því að þeir eru bara að fylgja fyrirmælum heldur er það að pressan á miðsvæðinu er ekki nóg á boltann manninn sem gefur andstæðingnum tíma og pláss til að gefa góðar stungusendingar inn fyrir.

Þetta er s.s samvinna allra að spila háa línu. Sóknarmenn byrja að leiða pressuna, miðjan fylgir með, varnarlínan færi sig ofar og markvörðinn er á tánum fyrir aftan til að hreinsa í burtu eða grípa inn í. Hápressa er ekki bara hápressa því að það eru til allskonar afbrigði þar sem lið reyna að veiða andstæðinga í gildrur og vilja t.d frekar að þessa bakvörður fái boltan frekar en hinn eða að þessi miðvörður þarf að taka ákvörðun frekar en hinn.

Staður og stund

Svo að í grófum dráttum þá er þetta heldur betur að virka og Klopp er ekki að fara að breytta þessu en það má samt gagnrýna þessa aðferð í vissum aðstæðum og það ætla ég að gera hér með. Þegar maður horfir á mörg af bestu liðum heims spila fótbolta þá líður manni þannig að þegar þau eru kominn tveimur mörkum yfir þá er leikurinn búinn. Þau gefa varla færi á sér og minni lið missa kraft og vilja til að sækja.

Þegar Liverpool eru með tveggja marka forskot þá líður manni oft eins og leikurinn sé en þá alveg galopinn og allt getur gerst nákvæmlega út af leikstíl liðsins. Það er þessi háa lína sem gefur liðum möguleika á að stinga sér í gegn og það er þessi hápressa sem getur klikkað sem getur galopnað miðsvæðið fyrir andstæðinga liðsins. Já, þetta er taktíkin sem kom okkur í góða stöðu og hefur verið lykilinn að árangri liðsins en manni finnst samt eins og við ættum að geta stjórnað leiknum aðeins betur, dregið aðeins úr hraðanum og lokað svæðum betur varnarlega þegar við erum komnir í góða stöðu. Auðvitað fá lið sem liggja aðeins aftar en Liverpool líka færi á sig en ég tel lið eins og Liverpool ætti að geta fækkað dauðafærum á sig í góðri stöðu með því að færa sig aðeins aftar. Ég er ekki að tala um 11 manna Burnley varnarpakka inn í vítateig heldur bara að ekki vera með varnarlínuna alveg upp að miðlínu með tveggja marka forskot.

Ég er samt ekki að gagnrýna leikstíl Liverpool heilt yfir því að ég elska þennan leikstíl að við erum liðið sem vill keyra yfir lið og það hefur heldur betur tekist( 5-0 Man utd) og er frábært að fylgjast með liðinu þegar það er í þeim gírnum. Heldur finnst mér að það sé staður og stund fyrir hápressu og smá geðveiki og sá staður er ekki 0-2 yfir á útivelli í úrvalsdeildinni.

YNWA – Þetta voru bara vangaveltur höfundar og var hann bara að reyna að halda sér frá því að brenna Liverpool treyjuna hans Jan Molby eftir Danska sigurinn í gær.

Gullkastið – Engin janúar bölvun í ár

Luis Díaz á leiðinni?