Luis Diaz – Bein samkeppni við Sadio Mané?

Ef marka frá fréttir dagsins er Liverpool við það að ganga frá vægast sagt spennandi leikmannakaupum í Luis Diaz. Líklega verða þetta fyrstu leikmannakaup Liverpool í tíð Julian Ward sem yfirmaður knattspyrnumála þó Michael Edwards sé ennþá í því starfi. Það þarf alls ekki að koma neinum á óvart að fyrstu leikmannakaup Ward verði á Suður-Ameríkumanni úr portúgölsku deildinni.

Áður en Ward kom til Liverpool starfaði hann með portúgalska landsliðinu (2008) áður en hann tók við stöðu njósara í Suður-Ameríku fyrir Man City. Liverpool fékk hann fá Man City og var hann fyrstu árin njósnari félagsins á Spáni og í Portúgal, hann er reiprennandi á bæði tungumálin.

Hann er því að byrja á markaði sem hann þekkir mjög vel til á þó það kunni vissulega að vera tilviljun enda hefur Luis Diaz ekki verið neitt leyndarmál undanfarin ár og ekki nýjung að stóru liðin kaupi bestu menn Porto. Áhugavert engu að síður.

Áhrif á Liverpool liðið?

Diaz er 25 ára og er því á pari við leikmenn eins og Salah, Mané, Firmino og Jota þegar þeir komu til liðsins. Diaz er að mörgu leiti ennþá óslípaður demantur og þarf að stíga töluvert upp til að festa sig í sessi hjá Liverpool. Líklega væri ekki eins mikill spenningur meðal stuðningsmanna Liverpool yfir þessum kaupum ef við hefðum ekki lært af Salah, Mané, Jota og Firmino. Þeir áttu allir töluvert meira inni en þeir gátu sýnt hjá sínum fyrri liðum og njósnarar Liverpool vissu það. Verðmiðinn á þeim öllum virkaði því hár þegar þeir voru keyptir en hefur verið líkt við þjófnað í öllum tilvikum síðan þá.

Luis Diaz styrkir breiddina töluvert það sem eftir lifir af þessu tímabili jafnvel þó það verði til þess að tveir leikmenn verði seldir á mánudaginn.

  • Minamino er svo aftarlega í goggunarröðinni að Kadie Gordon spilaði frekar en hann í undanúrslitum deildarbikarsins. Hann fékk lítið sem ekkert að spila í fjarveru Salah, Mané og Origi. Það var ekkert pláss fyrir hann fyrir komu Diaz, hvað þá núna. Liverpool er sagt hafa neitað tilboði í hann og vill um 20m. Hér hlítur eitthvað meira að vera búið að eiga sér stað og hann fer eftir helgi.
  • Divock Origi gæti einnig farið núna strax í janúar ef ásættanlegt tilboð berst í hann, ef ekki sakar ekki að eiga hann í hóp en líklega spilar hann bara ennþá minna núna.

Gæði umfram magn, höfum kallað eftir þessu lengi.

Til lengri tíma gæti þetta hinsvegar haft áhrif á framtíð Sadio Mané því að Diaz er bein samkeppni við hann um stöðu. Mané á aðeins 18 mánuði eftir af sínum samningi og missir með kaupunum á Diaz eitt vopn úr sínu vopnabúri í samningsviðræðum við Liverpool. Ef hann vill ekki vera áfram er nú þegar búið að kaupa eftirmann hans. Sama á við í tilviki Jota og Firmino.

Það kæmi samt á óvart ef þetta er þankagangur Liverpool, Mané spilar stöðu á vellinum sem vantar betri samkeppni og með því betri breidd. Rétt eins og Jota ógnar verulega stöðu Bobby Firmino. Diaz og Jota eru klárlega framtíðin en á sama tíma þarf það ekki að þíða alveg strax að Mané og Firmino séu fortíðin. Janúar mánuður hefur sýnt okkur ágætlega að Liverpool þarf miklu betri breidd í frammlínunni. Ekki endilega fleiri leikmenn heldur bara betri leikmenn.

Luis Diaz hefur reyndar verið að spila þannig það sem af er þessu tímabili að hann ógnar sæti Mané allverulega þó þetta séu ólíkir leikmenn. Diaz gæti satt að segja verið á barmi þess að verða næsta stórstjarna. Hann hefur verið bestur í Portúgal á þessu tímabili og var ásamt Messi markahæstur á Copa America í sumar og í liði mótsins.

Luis Diaz kom til Evrópu frá heimalandinu árið 2019 og gekk til liðs við Porto og hefur spilað flesta leik fyrir þá síðan hann kom. Það sem af er þessu tímabili er hann með 14 mörk og 4 stoðsendingar í 18 leikjum. Hann er með þrjú mörk í þremur landsleikjum og tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. M.ö.o. hann kemur að marki nánast í hverjum leik sem er þrufu tölfræði, líka hjá Porto.

Þegar Liverpool fékk Porto í heimsókn um daginn var Diaz að vanda á vinstri kantinum í 4-4-2 kerfi þeirra. Mörkin sem hann hefur verið að skora í vetur eru nánast sem vængmaður, rétt eins og Salah og Mané. Þ.e.a.s. hann spilar sama hlutverk og þeir mikið frekar en hlutverk Firmino/Jota.

Diaz hefur þróast töluvert á tíma sínum hjá Porto og núna er líklega tíminn til að selja, bæði eru hlutabréfin í honum mjög há og eins á Porto næsta mann kláran í að koma inn í liðið.

Það tók nokkra mánuði að festa sig í sessi í byrjunarliði Porto. 2019-2021 skoraði Diaz nokkur frábær mörk en hann sprakk ekki út sem reglulegur markaskorari fyrr en á þessu tímabili. Diaz er frábær með boltann, mjög teknískur og með góðan skotfót sem hann er óhræddur við að nota. Hann er auk þess vinnusamur sem er frumskilyrði hjá leikmönnum Conceição (rétt eins og Jurgen Klopp).

Það sem af er þessu tímabili hefur Diaz óumdeilanlega verið bestur í Portúgal og nánast að skila Salah tölum í þeirri deild, blaðamaður frá Kólumbíu líkti þessu við því þegar Hamez fór til Real Madríd, Diaz er klárlega þeirri besti maður núna. Það er stórt stökk að fara í ensku deildina en þetta eru vægast sagt spennandi leikmannakaup. Ekki síst í ljósi þess að það þarf ferskt blóð inn í hópinn og aukin gæði inn á æfingar liðsins, Diaz ætti svo sannarlega að koma með það.

Þetta er auðvitað ekki staðfest ennþá, en endum þetta á sögu frá uppvaxtarárum Diaz í heimalandinu.

18 Comments

  1. Gott mál ef allt gengur eftir. Svo er bara að klára samning við Mo Salah, sem væri mikill léttir.

    5
  2. Varðandi Diaz og Jota, er ekki full mikil einföldun að þeir séu hugsaðir fyrir einhverja eina stöðu ? T.d sé ég mikil líkindi með þeim, hraði, teknískir, vinnusamir. Mér finnst eins og svona leikmenn geti spilað allar þrjár efstu stöðurnar og jafnvel fleirri ef það er ætlast til af þeim.
    Annars fínustu vangaveltur hjá þér.

  3. Er hrikalega spenntur fyrir þessu en hefur engum dottið í hug að þetta gæti þýtt að ekki verði samið við Salah og hann verði seldur í sumar ?

    2
    • Þessi spilar sömu stöðu og Mané, ekki Salah. Þess vegna hugsa ég að kaupin á honum tengist viðræðum við Salah ekkert. Ef að Salah fer þarf að kaupa inn til viðbótar.

      Vonandi er þetta bara frábær viðbót í staðin fyrir Minamino og Origi í hópnum.

      5
  4. Jú Viðar, en ég er í afneitun og vil ekki trúa þvi að okkar besta manni verði fórnað …

    2
  5. Eða að Liverpool séu að uppfylla það skýlirði sem Salah setti. Að liðið yrði styrkt með alvöru kaupum. Vonum það besta

    11
  6. Klopp er búinn að segja i viðtali að hann ætli að skila hópnum endurnýjuðum og tilbúnum til áframhaldandi afreka þegar hann stígur til hliðar bara það hefur róað mig í kaupum á nýjum leikmönnum,þetta teimi sem vinnur í leit og kaupum á leikmönnum finnst mér vera vinna gjörsamlega frábæra vinnu frá því að FSG tók yfir okkar klúbb….hverjir hafa gert betur en við þar…ENGINN

    4
  7. Af hverju þarf Liverpool endilega að selja lykilmenn þegar góðir menn eru keyptir, er Liverpool ekki kominn á þann stall að það er bara besta mál að menn eins og Firmino eða Mane séu stundum á varamannabekknum og geta breytt leikjum með innkomu sinni í staðinn fyrir t.d Origi eða Minamino með fullri virðingu fyrir þeim tvem.
    Ég er rosalega spenntur fyrir þessum leikmanni og reyndar þurfti ekki mikið til enda krafan nánast bara að það kæmi inn nýr leikmaður..
    En haldandi hvernig eigendur liðsins eru þá væri ég alls ekki hissa á því að það yrðu seldir nokkrir leikmenn til að fjármagna þessi kaup, sem er besta mál svo framarlega að það sé ekki einn af okkar lykilmönnum.
    Vonandi verður þetta staðfest á morgun.

    Þarf víst að fá mér f5 takka aftur á lyklaborðið enda henti ég honum þar sem að það var engin þörf á honum.

    12
  8. Sko…heyrði talað um transfer á honum til Lpool í des. Kíkti á u2b og varð hrikalega spenntur. Að fenginni reynslu saltaði maður möguleg kaup þekkjandi FSG. Bara af því Spurs og mögulega Man.U ætluðu sér hann tók lfc í gikkinn, því planið var að sækja Diaz í sumar. Þetta er eitt af þeim atriðum sem pirrar mig svo mikið með FSG. Vitandi af AFCON og Firmino meiddur í des og crucial leikir framundan þá átti þessi gæji að signa 1.jan auðvitað. Sem betur fer unnust þessir leikir og áfram gakk. Hugsandi samt um næsta tímabil væri alltaf betra að Diaz fengi hálft tímabil undir sig en hey, ég er bara sófasérfræðingur.

    Mane spilaði lengstum hægra megin áður en Salah kom. Loksins fínt að geta verið með 3, vonandi frábæra, leikmenn í þær stöður. Salah og Mane verða 30 ára í ár og Bobby 31. Ekkert því til fyrirstöðu að þeir spili 2-4 ár í viðbót hjá lfc. Kæmi samt ekkert á óvart ef FSG ákveður að casha inná Mane og/eða Bobby. Eitthvað sem segir mér þó að Bobby fari til Barca í sumar. Með Mane ef hann er líklegur á bekkinn næsta tímabil þá er FSG ekki að fara að vera með 200k p/w leikmann á bekknum mikið.

    Vonandi verður Luis Diaz frábær viðbót við Salah, Bobby, Mane og Jota sóknar-róteringu út tímabilið þvi þetta hefur verið beðið um, meiri og samkeppnishæfari breidd fram á við. Svo líka eins og Maggi sagði á .net að þetta er í fyrsta skipti síðan 1983 að lfc er ennþá í 4 keppnum í lok jan. Sturluð staðreynd og því veitir ekki af smá boozt í komandi titlabaráttu. Svo verður Klopp allavega einu sinni að nýta tengsl sín við Dortmund og græja Haaland og Bellingham í sumar.

    11
  9. Gríðarlega spennandi kaup.
    Setur pressu á Mané sem hefur lítið séð til sólar í of langan tíma.
    Mikil styrking á liðinu, sem eykur líkur á að Salah framlengir.

    Win Win.

    2
  10. Ef þeir fara ekki að staðfesta fljótlega verður hann orðin of gamall… komasso LFC!

    2
  11. Spennandi. En mikið finnst mér menn vanmeta gildi Mane fyrir okkar lið þó hann sé ekki búinn að vera upp á sitt besta.

    13
  12. Spennandi leikmaður það er á hreinu. Annar spennani leikmaður spilaði í 60 mínútut fyrir 23 ára liðið og skoraði en það er Harvey Elliott, hann er kominn á fullt. Þvílíkt jákvæðar fréttir þessa dagana hjá Lpool.

    9

Luis Díaz á leiðinni?

Breytingar á innkaupastefnu Liverpool?