Uppfært kl. 22:12
Talað um að það sé búið að ganga frá samningum varðandi Carvalho, en á eftir að klára læknisskoðun og pappírsvinnu. Slegist við klukkuna. Lang líklegast að hann klári tímabilið með Fulham.
Neco gæti farið þangað í staðinn, en þar er líka slegist við klukkuna.
Erum við að fá spennu á lokametrunum?
Uppfært kl. 17:55
Liverpool fá 1,5m pund fyrir að lána Phillips til Bournemouth en sú upphæð getur hækkað í 1,75 m punda ef þeir komast upp.
Liverpool eru en þá að reyna að ná í Fabio Carvalho.
Minamino er líklega ekki að fara frá Liverpool í þessum glugga.
Andy Carroll og Mario Balotelli eru ekki á leiðinni til Liverpool en það voru engar líkur á því en langaði bara að gleðjast yfir einhverju í dag 🙂
Þessir tveir hittust svo í gær milli leikja og eru ágætar líkur á því að þeir keppa á móti hvor öðrum í úrslitaleik Afríkukeppninnar 6.feb
Uppfært kl. 15:30
Nat Phillips mættur til Bournemouth, mögulega photoshoppaðar myndir af honum í útgáfu AC Milan búnings að fara um netið en þó ekkert staðfest nema hjá Sky.
Í slúðrið hefur þó bæst við, Atalanta að bjóða í Divorck Origi og það virðist vera að nokkur lið séu að eltast við Neco Williams sem vill ólmur komast á lán. Loris Karius er í viðræðum um að verða “free agent” þar sem það virðist ljóst að hann nái ekki að finna nýtt lið í dag, ef hann er samningslaus á hann nokkra daga í viðbót til að finna lið.
Uppfært Mánudagur 31.jan
Við höldum þessum þræði hér uppfærðum í gegnum daginn fram að podcasti sem verður í gangi í kvöld – svona upp á ef að eitthvað kemur upp nýtt.
Núna kl. 13:00 er slúðrið úr okkar herbúðum annars vegar það að Nat Phillips er líklega á lán til Bournemouth út tímabilið, lið ekki tilbúin að greiða 15 milljónir punda fyrir hann, Newcastle buðu í hann minna en það en þegar LFC sögðu nei keyptu þeir Dan Burn frá Brighton á 13 milljónir.
Hitt slúðrið vísar Einar í hér í upprunalegu færslunni, Fabio Carvalho hjá Fulham. Liverpool á að hafa fengið ákveðna tölu sem yrði samþykkt, sú hærri en þeir hugsuðu sér að greiða. Kappinn rennur út á samningi í sumar og getur farið frítt utan Englands, nokkuð sem virðist svolítið vera að skekkja málið. Það er klárt að allir dílar honum tengdir verða virkjaðir í sumar, hann mun ljúka tímabilinu hjá Fulham.
Upprunalega greinin
Kaupin á Luis Diaz frá Porto voru staðfest í morgun en ef marka má slúðrið í dag er líklegt að Liverpool láti ekki þar við sitja í þessum glugga. Fabio Carvalho 19 ára leikmaður Fulham er sterklega orðaður við Liverpool einnig, hann á 6 mánuði eftir af samningi og er talað um að Liverpool sé tilbúið að bjóða 5m í hann og lána hann til Fulham út tímabilið. Hann hefur verið frábær í toppliði Fulham í Championship deildinni.
Liverpool fékk einmitt Harvey Elliott frá Fulham eftir að samningur hans rann út, Fulham hefur klárlega engan áhuga á að lenda aftur í slíku en geta lítið gert neiti Carvalho að skrifa undir nýjan samning. Einnig er talað um að Fulham skuldi Liverpool bróðurpartinn af 12m kaupverði Harry Wilson.
Carvalho er fæddur í Portúgal en uppalin frá 12 ára aldri hjá Fulham og hefur spilað fyrir yngri landslið Englendinga. Hann er ekki ósvipað Elliott miðjumaður sem getur spilað á vængnum eða í framlínunni í svona Firmino hlutverki, mjög góður í pressuvörn, teknískur og góður skotmaður.
Hann fékk sénsinn hjá Fulham á síðasta tímabili (18 ára) en hefur verið fastamaður það sem af er þessu tímabili með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í 18 leikjum. Það gerir þáttöku í marki uppá 0,78 mörk per 90 mínútur. Gríðarlega spennandi tölur fyrir svo ungan leikmann
Hlutverk hans hjá Fulham í vetur hefur að mestu verið í holunni í 4-2-3-1 leikkerfinu og mæðir ekki síður á honum varnarlega, hann er 180cm og því töluverður skrokkur rétt eins og félagi hans í framlínu Fulham.
Liverpool er alls ekki eina liðið sem er að sýna þessum strák áhuga og því ljóst að þetta er langt frá því að vera staðfest ennþá en ljóst að áhugi Liverpool er til staðar og verið að reyna klára þetta núna í janúar úr því allir helstu blaðamenn með tengingar við Liverpool hafa tjáð sig um þetta.
Það verður því eitthvað til að fylgjast með á morgun fyrir okkur þó að búið sé að ganga frá kaupum á Luis Diaz
Það stefnir allt í fjörugan lokadag á leikmannamarkaðnum almennt og því spurning hvort takist að losa eitthvað af leikmönnum Liverpool sem mega fara annað?
Nat Phillips er klárlega nógu góður til að nýtast fjölmörgum liðum
Divock Origi náði að minna ágætlega á sig á fyrri hluta þessa tímabils sem gæti skilað honum nýju heimili í janúar
Minamino hefur verið orðaður við nokkur lið og er Liverpool sagt hafa hafnað tilboðum frá Leeds, eins er Monaco orðað við hann. Er ekki búið að ganga frá sölu á honum samhliða kaupum á Diaz?
Joe Gomez er svo klárlega leikmaður sem þarf að spila meira en hann er að gera og gæti sannarlega verið eftirsóttur. Hvort sem Liverpool vill selja er annað mál.
Neco Williams er svo líklega að fara til Bournemouth á láni
Annað mögulegt á gluggadegi?
Man City
Þeir hafa ekki keypt neitt það sem af er þessum glugga en selt F. Torres til Barcelona. Þeir voru að reyna við 100m sóknarmann í sumar og hafa fækkað um einn síðan þá, þetta gengur ekki alveg upp er það? Sprengja frá þeim á morgun?
Eins má ekki gleyma því að þeir hafa verið ótrúlegir í styrktarsamningum, eru nýlega búnir að gera þrjá fáránlega stóra styrktarsamninga við félög sem eru fyrir tilviljun með bein tengsl við Abu Dhabi og stjórnvöld þar, eins er að koma í ljós að þeir hafa undanfarin ár verið með styrktarsamninga við félög sem eru ekki einu sinni í rekstri og með enga starfsemi sem hægt er að færa sönnur fyrir. Ótrúlegt alveg.
Man Utd
Mason Greenwood gæti hreinlega hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið miðað við ömurlegar fréttir dagsins. Verulega sorglegt mál og m.v. nýjustu fréttir var hann handtekin í dag og United búið að gefa út að hann æfi ekki né spili með félaginu á meðan rannsókn stendur.
Frá sjónarhóli United gætu þeir þarna verið að missa 75-100m leikmann og eina skærustu framtíðarstjörnu félagsins. Auk þess eru þeir nýbúnir að lána Martial til Spánar og van der Beek er á leiðinni til Everton.
Það er því spurning hvor þeir ætli sér að gera eitthvað á morgun, eða jafnvel bara prufa þennan Sancho sem þeir keyptu í sumar?
Virðast a.m.k. ekki vera styrkja sig það sem af er janúarmánuði öfugt við það sem maður bjóst við í byrjun mánaðar.
Tottenham
Liverpool og Barcelona virðast hafa eyðilagt laglega helstu plön Spurs í janúar, þeir voru langt komnir með tilboð í Diaz og voru einnig sterklega orðaðir við Adama Traore sem er núna farinn á láni til Barcelona.
Þess í stað versla þeir tvo leikmenn frá Juventus sem reyndar eru báðir mjög spennandi, annarsvegar Rodrigo Bentancur frá Uruguay og hinsvegar svíann Dejan Kulusevski sem er gríðarlegt efni.
Spurs eru á móti mögulega að losa sig við Bryan Gil, Lo Celso og Ndombele í janúar. Allt stór kaup sem hafa ekki gengið upp hjá Spurs undanfarin ár.
Aston Villa
Gerrard er nú þegar búinn að fá Philippe Coutinho, Lucas Digne, Calum Chambers og er líklega ekki hættur. Þeir voru t.a.m. að spá í Rodrigo Bentancur áður en Spurs kláraði það.
Newcastle
Hvað gerir svo Saudi Arabía? Þeir eru nú þegar búnir að eyða 80m Bruno Guimarães, Kieran Trippier og Chris Wood. Guimarães frá Lyon er sérstaklega mikið statement frá þeim það sem af er þessum glugga og líklega eru þeir ekki hættir þar.
Everton
Frank Lampard er að taka við þeim á morgun og tekur líklega Donny van der Beek með sér
Meira í gangi?
Tökum svo upp Gullkast annað kvöld (mánudag) og förum yfir þetta allt saman.
Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála hjá Everton. Eigandinn þar er í svo hressilegu rugli að sjaldan hefur annað eins sést. Og eitthvað eru nú dimm kertin í Frank Lampard ef hann heldur að hann ráði eitthvað við ástandið þarna. Ég spái mikilli Þórðargleði í herbúðum rauðra á Merseyside fram á vor.
voru of seinir í Hodgson.
HAHAHAH!!
Úff, ekki minnast á hann ógrátandi. Bláir gátu hlegið að okkur þegar hann var á Anfield.
Roy var glataður hjá LFC. Væri samt manna líklegastur til að halda Everton uppi.
Spennandi sóknarmaður hann Diaz 🙂
En vonandi er hann góður í vörn líka, mér sýnist hann hafa verið arfaslakur í tapinu á móti Liverpool þar sem Diaz var oft að valda Salah en sleppti honum alveg lausum.
Hann kemst aldrei upp með það að vinna ekki til baka í okkar liði og ef hann er eitthvað slappur í pressunni þá vinnur Klopp með það þangað til hann fer að vinna fyrir launum sínum.
YNWA.
Við myndum ekki kaupa marga leikmenn ef að krafan væri sú að þeir ættu létt með að stöðva Salah.
Veit svo ekki betur en að Allison hafi fengið á sig 5 mörk á Anfield með Roma á móti Liverpool.
Old Trafford lygavélin komin í gang í máli Greenwood þykjast ætla að setja hann í leikja og æfingabann hver trúir þessu nema blindir skummarar.
Ég
Ok á samt erfitt með að trúa að United leyfi þessum manni að spila fyrir klúbbinn aftur neita að trúa því. Ef þeir gera það þá er eitthvað mikið að.
Þessar myndir og það sem maður sá virkilega brutal þessi gaur á heima í fangelsi og getur joinað Prison FC.
Veit ekki hvort þetta mál eigi heima hér á okkar spjalli…
Sammála! Hef engan áhuga á að lesa neitt frekar um ofbeldisseggi og vælukjóa frá Old Trafford!! Höldum okkur við þráðinn!
Ég var búinn að gleyma að við erum ennþá með Karius hjá Liverpool, mikið væri nú gott að losna við hann í dag.
En það er búið að staðfesta Nat Philips á lán, flott fyrir hans feril að fara þangað og vonandi spila alla leiki.
Hvernær byrjar hlaðvarpið í kvöld og er það beint? Einn spenntur frá Danmörku.
Sammála! Einn spenntur í Noregi.
Og einn í viðbót yfir spenntur en bara í breiðholtinu.
Afar sérstakt að Arsenal er að leyfa Aubameyang að fara FRÍTT til Barcelona, þrátt fyrir að hann eigi 18 mánuði eftir á samningi!
Væri fróðlegt að vita hvernig ástandið er eiginlega á bak við tjöldin hjá Arteta og co.
Ofurlaunapakkinn gerir hann verðlausan. Auba tekur á sig launalækkun með að fara til Barca.
Að mínu mati sleppa Arsenal vel, þetta var að breytast í annan Özil farsa. Arsenal mega þakka fyrir að þurfa ekki að borga með honum eins og United gerði með Sanchez
Sæl og blessuð.
Er hann ennþá í Fulham þessi bandaríski sóknarmaður, hvað hann hét nú aftur – Dempsey eða eitthvað? Hvað um það. Eigum við ekki að henda í þá nokkrum tugum milljóna og bæta svo einum Henderson við?
Þetta þótti einhvern tímann snjallræði!
Hræðileg pæling. Breytir því samt ekki að Clint Dempsey var ágætis leikmaður fyrir Fulham.
Frá sky
Breaking news
Liverpool close to signing Fulham attacking midfielder Fabio Carvalho.
Deal will see Carvalho return to Fulham on loan until the end of the season. Carvalho had entered the final six months of his Fulham contract.
Sorrý en ekki rétt.
YNWA.
Fabrizio Romano búinn að staðfesta þetta.
Fabio Carvalho to Liverpool, here we go! Deal in place for five year contract – medical ongoing in order to sign paperworks before Deadline. Carvalho has accepted all clauses into the contract. ??? #LFC
It’s race against time now.
Fabio Carvalho will stay at Fulham on loan.
Auðvitað samþykkir strakurinn skilmálana, annað væri bara rugl. Hann mun samt ekkert koma fyrr en eftir hálft ár. Allt i góðu með það. Elliot að koma til baka úr meiðslum og margt jákvætt framundan.
Kaup staðfest á BBC.
Harvey Elliot, Fabio Carvalho, Luiz Diaz og Diogo Jota, Ibrahama Konate ,það er loksins byrjað að yngja upp og halda uppbyggingunni áfram.
Líst hrikalega vel á þess leikmenn.
Hver er þá back-up í hægri bak ef Neco fer? Ekki segja Milner.
Sky sagði áðan að þetta hafi ekki gengið í gegn var ekki náð að klára í tíma Carvalho anskotinn.
En hann kemur bara í sumar frítt í staðinn.
YNWA.
Deal is off for Carvalho !
Ég kann ekkert að hafa samband við ykkur en er mikill aðdáandi og borgaði 4000 í klúbbinn í desember ég hef ekkert email né blað né neitt fengið er það ekkert skrýtið
Sæll, Kop.is og Liverpool klúbburinn er sitthvort dæmið.
Eins og ég svaraði á twitter þá kom sending frá klúbbnum til mín í dag þannig að gefðu þessu 1-2 daga.
Annars er málið að senda póst á hjalp@liverpool.is