Luis Diaz stimplaði sinn inn í fyrsta skipti, Harvey Elliott mætti aftur og minnti rækilega á sig og Thiago er kominn aftur á ról. Afríkukeppninni lauk með einvígi Salah og Mané og Klopp því kominn með allt að því fullskipað lið fyrir átök næstu vikna. Leicester og Burnley bíða í þessari viku en Meistaradeildin fer svo aftur af stað í þeirri næstu.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Sveinn Waage
MP3: Þáttur 367
Kalidou Koulibaly og Infantino:
https://www.youtube.com/watch?v=6Ox7XG6QZ3g
Man Utd heldur áfram að gleðja og seðja. Einkum okkur sem höldum ekki með þeim… hehe.
Jebb, náðu jafntefli gegn botnliðinu
Eins og oft áður setti Maguire (ekki) mark sitt á leikinn.
Takk fyrir gott hlaðvarp að vanda, hrikalega spennandi að fá Elliot aftur og að Diaz sé mættur.
Ég heyrði að Maggi var að redda sér miða á einhverja leiki og þá datt mér í hug að kanna hvort þið þekkið einhvern sem kann að nálgast miða á útileiki Liverpool. Er að íhuga hvort hægt sé að fá miða á Aston Villa-Liverpool í Birmingham, í apríl.
Svo er spurning hvort það myndi nokkuð borga sig að festa leik á þessum tíma (16. apríl) – eru ekki einhverjar líkur á því að Liverpool komist í undanúrslit FA cup, sem er líklega sett á sama dag og Aston Villa leikurinn.
Svo gæti vel farið svo að Liverpool lendi í fjórðungsúrslitum í meistaradeild í vikunni á undan (12-13. apríl) sem væri enn stærri leikur að horfa á.
Takk fyrir KOParar. Alltaf gaman að heyra í ykkur um okkar elskaða félag. Ég legg til að þið updatið ykkur aðeins og fáið ykkur betri hljóðnema og græjur til að auka við gæði útsendingarinnar. Svo má líka krydda þetta aðeins hjá ykkur með hljóðbrotum, intro inní umræðurnar með einhverju stefi. Þarf ekkert að vera mjög flókið held ég.
Æi ég veit ekki Ágúst. Stundum er bara gaman að hlusta á svona þætti hráa, sleppa öllu tvisti. Á endanum eru þetta strákar að tala um Liverpool og fótbolta yfirhöfuð, strákar sem eru vel að sér, að mér finnst prófessional í alla staði. Bara keep on rockin the same good old way:)
YNWA
Algjörlega sammála. Mér finnst frábært að þeir byrja bara umræðuna strax og maður þarf ekki að hlusta á eitthvað lag í hvert skipti.
Takk fyrir umræðurnar. Við skulum gleðjast sem mest með Salah og Mane vegna árangurs þeirra í álfukeppninni. Auðvitað er það eðlilegt að þeim þyki merkilegra að vinna til verðlauna með sinni þjóð, frekar en með Liverpool. Það gera allir sæmilega vel gerðir einstaklingar. Uppskera þeirra tveggja er glæsileg. Gull og silfur, maður mótsins og báðir í úrvalsliði mótsins.
Væntanlega eru þeir báðir dauðþreyttir og verður Klopp að passa uppá þá í næstu leikjum og gefa þeim reglulega frí. Það er kominn nýr maður í framherja línuna sem lítur vel út, Firmino er á uppleið eftir erfiðan tíma, Jota mallar og skorar reglulega eins og framherjar eiga að gera og síðan er Elliot kominn til baka og sá getur nú heldur betur stutt við sóknarlínuna. Því getur maður séð það fyrir sér að þeir félagarnir fái einhverja hvíld á næstunni. Prógrammið framundan er erfitt, tala nú ekki um ef okkar menn komast áfram úr næstu umferð í FA og CL. Næsta skref, takk.
Okay, varúð þráðrán. Er staddur á Canary, ensku ströndinni og núna er einn stærsti staðurinn sem sýndi frá leikjum lokaður, írskur bar á la Plasa en það eru fleiri opnir en miklu smærri þannig að ef einhverjir þekkja til eða hafa upplýsingar á mættu þeir láta ljós sitt skína. áfram veginn svo félagar þetta eru um flest skemmtilegir dagar hjá okkur og takk fyrir síðuna og afsakið þráðránið
Best að svara sér sjálfur er búinn að finna gamla staðinn á nýjum stað en verri, okay er á móti Jardin Atandico hotelinu.