Það er stutt stórra högga á milli. Deildarleikir gegn Leicester á fimmtudegi og Burnley á sunnudegi (14:00) áður en Ítalíumeistarar Inter eru sóttir heim á San Siro á miðvikudegi. Þrír leikir á einni viku takk fyrir, hver öðrum mikilvægari.
Sagan og formið
Liverpool heimsótti Turf Moor fyrst í september 1894, það er því talsverð saga þarna þrátt fyrir að þessi lið hafi nú ekki alltaf spilað í sömu deildinni. Í seinni tíð þá hafa liðin mæst 15 sinnum í deildarkeppni síðan úrvalsdeildin var stofnuð:
Liverpool hefur gengið nokkuð vel í þessum leikjum, 11 sigrar í 15 leikjum. Þar af 6 sigrar á Turf Moore í 7 tilraunum sem verður að teljast nokkuð góður árangur. Þetta ein tap kom 2016 í 2-0 ósigri, sem er kannski merkilegur fyrir það eitt að Clean Sheet Klavan náði ekki að halda hreinu í þeim leik.
Liverpool kemur inn í þennan leik í 2 sæti, líklega 12 stigum á eftir City (9 stig og leikur til góða þegar þetta er skrifað en City heimsækir Norwich í seinnipartsleik laugardagsins) með 2 leiki til góða. Það er því ljóst að síðari helmingur mótsins þarf að vera fullkominn ef Liverpool ætlar að eiga einhvern séns á að ná þeim bláklæddu. Það er önnur saga með Burnley, þeir koma inn í þennan leik í 20 sæti deildarinnar með 1 sigur í 20 leikjum.
Það hefur oft verið hærra flugið á heimamönnum þegar þeir hafa tekið á móti okkur síðastliðnin ár. Það eru ekki bara þessi 17 sæti sem skilja liðin að heldur hafa heimamenn í Burnley ekki unnið leik í deildinni síðan 30 október þegar þeir sigruðu nýliða Brentford á Turf Moor (sem jafnframt er eini sigurinn þeirra í deildinni það sem af er tímabili). Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um bætingu en Burnley eru að koma inn í þennan leik eftir þrjú jafntefli í röð eftir að hafa tapað þremur leikjum af fjórum þar á undan. Okkar menn, það er önnur saga. Eftir að hafa tapað gegn Leicester og misst tveggja marka forystu niður gegn Chelsea hafa þrír sigurleikir í deild litið dagsins ljós með fullt af mörkum.
Þegar ég var að skoða tölfræðina og skrifa upphitunina þá var öll þessi tölfræði jákvæð og skemmtileg, engin þó eins og þessi þar sem leikmenn liðanna eru bornir saman:
Burnley
Það eru þrír leikmenn frá vegna meiðsla hjá Burnley, Taylor, Jói Berg og Vydra. Annars á ég von á að sjá sama lið hjá þeim og náði stigi á Old Trafford, með nýja 4 metra tröllið að leiða línuna fram á við. Nokkuð ljóst að við komum til með að þurfa alla sentímetrana hjá miðvörðunum okkar í þessum leik::
Pope
Roberts – Tarkowski – Mee – Pieters
McNeil – Westwood – Brownhill – Cornet
Rodriguez – Weghorst
Liverpool
Á blaðarmannafundi í dag fyrir leikinn sagði Klopp að Mané væri mættur og hafi æft í morgun (föstudag) og það ætti eftir að taka stöðuna á honum fyrir leikinn. Henderson væri kominn til baka og myndi spila nema eitthvað annað kæmi upp á og svo talaði hann bara um lúxusvandamál að þurfa að skilja sterka leikmenn eftir utan hóps á fimmtudag núna þegar við erum komnir með flesta til baka úr meiðslum og jafnvel búnir að bæta við okkur mannskap í janúarglugganum góða.
Það er svolítið erfitt að ætla að lesa í liðið með Inter leikinn handan við hornið, ég ætla samt að reyna.
- Ég tel engar líkur á því að Klopp muni ekki eitthvað hafa þann leik í huga þegar hann velur í liðið á sunnudaginn.
- Mér finnst það hæpið að hann láti Matip spila þrjá leiki á einni viku, ætla að skjóta á að hann hvíli gegn Burnley en spili svo gegn Inter.
- Mané kemur væntanlega inn á bekkinn og Salah fer í byrjunarliðið.
- Ég ætlaði að skjóta á að Klopp taki Firmino úr liðinu (þrátt fyrir að hann hafi bara spilað s.a. 60 mínútur á fimmtudaginn) og spili því á Jota, Salah og Díaz. Ég hef þá tilfinningu að á San Siro vilji hann fara í usual suspects, þ.e. upphaflegu þrennuna okkar, Mané, Salah og Firmino.
- Ég ætla að skjóta á að Jones og Thiago detti út og inn komi Henderson og Keita. Sé Klopp heldur ekki ælta að spila á Thiago í þremur leikjum á einni viku.
Að því sögðu, ég ætla að skjóta á að Klopp stilli þessu svona upp:
Alisson
TAA – Konate – Virgil – Robertsson
Keita – Fabinho – Henderson
Salah – Jota – Diaz
Ég hvet menn svo til þess að hlusta á gullkastið frá því á mánudag þar sem m.a. var hitað upp fyrir Leicester og Burnley.
Spá
Í minningunni á ég ennþá eftir að upplifa auðveldan Burnley leik. Þeir eru alltaf bras, líka þessir 3-0 leikir oft á tíðum. Það er allt undir og ljóst að heimamenn munu koma ákveðnir til leiks, eflaust fara að tefja eftir 3 mínútur og gera allt sem þeir mögulega geta (og geta ekki) til þess að vinna innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur á okkar vallarhelmingi. Þar mun reyna á risana okkar tvo ásamt því að Alisson þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara.
Að því sögðu. Eftir að hafa skrifað (og lesið) tölfræðina hér að ofan þá væri það ekkert annað en stórslys ef þessi leikur vinnst ekki. Þetta sterkt, heilt og heitt Liverpool lið á ekki að tapa gegn mörgum liðum og þá sérstaklega ekki gegn ruðningsliði frá Burnley.
Ég ætla að vera nokkuð brattur, segja að við höldum okkur við meðaltalið og skorum 3 mörk en höldum hreinu í þetta skiptið. Díaz skorar sitt fyrsta mark fyrir félagið ásamt Keita og Salah.
Þar til næst,
YNWA
Munurinn er á liðunum er svakalegur, hversu langt það gefur okkur er annað mál. Hef mestar áhyggjur af því hvort einhver okkar muni meiðast, vonum samt ekki. Burnley er lúmskt lið, svona sígilt bananahýði, en við vitum allt um það og högum okkur skv. því.
Segjum 0-3, hver skorar, vil samt sjá Salah setja eitt.
YNWA
Sammála. Vonandi náum við að skora frekar snemma og klára svo dæmið.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Eyþór og ég er sammála síðustu ræðumönnum. Sigur og ekkert nema sigur á minn disk og það án meiðsla. Ég spáði 5 – 1 á móti Leicester og það var frekar langt frá lagi. Þess vegna veit ég ekki hvort ég þori að spá en læt samt vaða í 1 – 3 í góðri von. Bezt væri að Diaz, Sala og Mané skoruðu mörkin en ég þygg hvað sem er. Til greina koma í markaskorun þeir Jota, Elliot, Virgil, Firmino, TAA, Fab, Thiago, Robbo osfrv. En sjáum til.
Það er nú þannig
YNWA
Liðið: Vörnin eins og á móti Leicester. Miðjan: Henderson, Fabinho og Keita. Frammi: Salah, Firmino og Mané.