Er eitthvað fallegra en góður knattspyrnuleikur á Turf Moor kl. 14 á sunnudegi? Jú líklega, en þetta er það sem er í boði og við tökum því.
Liðið hefur verið tilkynnt, og aldrei þessu vant þarf Klopp að skilja sterka knattspyrnumenn eftir utan hóps:
Bekkur: Kelleher, Konate, Tsimikas, Thiago, Milner, Ox, Jota, Díaz, Elliott
Það er semsagt ekkert pláss á bekknum fyrir Gomez, Jones, Minamino og Origi. Líklega jákvæðasta vandamálið sem Klopp hefur glímt við í seinni tíð. Við skulum þó ekkert reikna með að þeir séu horfnir og birtist aldrei aftur, núna er fyrst hægt að rótera liðinu eftir leikjaálagi. Líklega er Klopp aðeins með augun á leiknum gegn Inter á miðvikudaginn, vill t.d. hafa Jota ferskan fyrir þann leik.
Matip spilar sinn 150. leik fyrir félagið, og Robbo er að spila sinn 150. deildarleik. Væri nú ekki viðeigandi ef því yrði fagnað með sigri?
KOMA SVO!!!
Nú svo er þetta í þriðja skiptið á þessu ári sem karla- og kvennalið Liverpool eru að spila á nákvæmlega sama tíma. Matt Beard stillir svona upp í leik gegn Sunderland á Prenton Park:
Robe – Roberts – Fahey
Wardlaw – Furness – Holland – Hinds
Daniels – Kiernan – Stengel
Bekkur: Clarke, Kearns, Bailey, Lawley, Moore, Humphrey, Campbell, Parry, Silcock
Hér er líka ágætlega sterkur bekkur, en þó er t.d. Rhianna Dean enn fjarverandi. Melissa Lawley komin til baka úr meiðslum og byrjar á bekk.
Vonum bara að stelpurnar haldi sigurgöngunni áfram!
Þessi bekkur þegar þú ert með alla byrjunarliðs inná og menn eins og Jota ,Diaz ,Konate ,Thiago og Elliot eru á bekknum þá veit maður að það er komin bara ágætis breidd í liðið 🙂
Keita veikasti hlekkurinn í byrjunarliðinu.
Hvenær gerðist þetta síðast, nánast allir heilir? Frábært veganesti fyrir seinni hlutann, erum enn með í öllum keppnum þannig að allir fá að spila.
Fullyrði að sterkari bekk höfum við aldrei verið með þegar bestu menn eru í byrjunarliðinu.
Man ekki eftir svona sterkum varamannabekk í háa herrans tíð! Vonandi að það haldi fyrstu 11 á tánum og að við siglum 3 stigum í hús í dag!
weight loss transformation
Hvernig er þetta ekki víti. Hvaða pappakassi er í varherberginu.
Pjúra víti. Er VAR komið í ruglið aftur?
Atkinson að dæma það er málið ekki það eru allir dómarar í deildinni í ruglinu
YNWA.
Burnley er að komast í gegnum vörnina trekk í trekk. Eitthvað þarf að gera í þessu
Fabinho !
Þessi völlur hentar ekki liðum sem spila einfaldar sín á milli vegna þess að hann er svo rakur. Burnley hefur verið miklu betra í þessum hálfleik. Spilað virkilega vel og skapað sér þónokkuð af færum en markmannsgæði Alison og vel útfærð hornspyrna er ástæða þess að við erum einu marki yfir í þessum hálfleik.
Sammála virkilega erfiðar aðstæður hífandi rok og rigning aldrei auðvelt.
En Alisson var bestur í fyrri að mínu mati.
Frábært hlaup þarna í horninu hjá Fabinho og hann var kominn með nóg af þessari vitleysu.
Vill sjá okkur með meiri focus í seinni og væri gaman að sjá Diaz og Elliot koma inná.
Sælir félagar
Vil gera orð Brynjars #10 að mínum ásamt því að segja að Keita og Alisson búnir að vera beztu menn Liverpool. TAA á enn eina ferðina erfitt með einbeitingu og vörnin hefur oft á tíðum verið úti á túni.
Það er nú þannig
YNWA
Góður hálfleikur hjá Fabinho… Mark og stoðsending.
Sæl og blessuð.
Þetta er klassíst ,,bananahýði” – strekkingsvindur á þröngum og rökum útivelli. Væri fengur í 0öðru marki. Heimamenn eru til alls líklegir.
Skiptingar eftir ca 10 mín. Væntanlega kemur Jota inn á fyrir hann, Eliott fyrir Keita og Diaz fyrir Mané.
Nú fer landið að rísa – Jota kominn inn á.
Underwhelming performance frá okkar mönnum en 3 stig eru það.
Alisson maður leiksins fyrir mér.