Nokkrar breytingar á byrjunarliðinu í kvöld fyrir fyrsta leikinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Henderson, Keita, Matip og Firmino missa sæti sitt síðan um helgina en í stað þeirra koma Konate, Thiago, Jota ásamt því að Harvey Elliott fær risa stórt tækifæri í kvöld í byrjunarliðinu.
Bekkur: Kelleher, Milner, Keita, Firmino, Gomez, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Tsimikas, Diaz, Origi, Matip
Leikinir gerast ekki mikið skemmtilegri en í Meistaradeild svo gleðilega hátíð og vonandi sjáum við góða frammistöðu á Giuseppe Meazza í kvöld
Geggjað tækifæri fyrir Elliott og gaman að sjá traustið sem hann fær
Bara geggjað að sjá Ellott byrja, endurkoma hans sýnir vel hversu stór partur af plönum Klopp hann var fyrir þetta tímabil. Byrjar á San Siró í 16-liða og það eru allir heilir. Þvílík skilaboð til yngri leikmanna.
18 ára Harvey Elliot í byrjunarliði – þvílík áskorun. Konate fyrir Matip kemur mér á óvart, en allt annað í uppstillingu lofar góðu.
Og bara flott b lið á bekknum.
Covid streymishlekkur kæmi sér vel ef einhver lumar á slíku
https://lfcglobe.co.uk/inter-milan-vs-liverpool-stream-links-watch-live-streaming/
straumar 1 og 3 eru yfirleitt mjög traustir
Takk vinur
Sæl og blessuð.
Varamannabekkurinn hefði á öðrum degi myndað kjarnann í ærlegu byrjunarliði. Man vart eftir öðru eins mannvali. Og það fyrir svona þýðingarmikinn leik. Það væri stórbrotið ef þessu liði tækist að stilla vel saman strengi sína og komi til með að sigra City – bæði í deild og í úrslitum CL.
Hlakka þvílíkt til að horfa á dýrðina á eftir!
Vá það er ekki hægt að segja mikið meira í byrjun á írska barnum á Canary
Úr nógu að moða með 5 skiptingum i kvöld….maður er kanski of brattur fyrir úrstlitum úr þessum leik…1-3
Hef smá áhyggjur af Konate. Virkar ekki traustur.
er sjónin eitthvað að trufla?
Finnst svona dómgæsla mjög leiðinleg. Ekki hlutdræg — en tuddaskapur þar sem farið er í gegnum manninn aftanúr skemmir meira fyrir liðinu sem reynir að spila boltanum. Sjáum hvernig fer. Skíthræddur að einhver eigi eftir að meiðast.
Loksins! Þetta er í fyrsta skipti, síðan hann meiddist, sem ég sé van Dijk setja í fjórða gír. Yndislegt!
Ég auglýsi eftir framlínuni okkar gleymdist á flugvellinum einhver til að fara og pikka hana upp ?
Þetta er alvöru leikur…..við erum sterkari en þeir og vonandi náum við marki hefur vantað lítið uppá að klára færinn…
Diaz inná kanski ?
Konate bara á jogginu á eftir Lautaro ?
Miðverðir hafa verið frábærir í þessum leik.
Salah er enn að finna fjölina sína. Mané sprækur. Robbo fínn.
Hjá þeim er peresic stórbrotinn og gæti orðið hættulegur.
3 Skiptingar takk fyrir
Já sæll triple skipting
FIRMINO !
Já já, Bobby. Minn maður.
Yessss
Salah!!
Erum að taka þá á úthaldinu…
aldeilis munur að hafa breidd og getað breytt leik með skiptingum.
Vel gert piltar