Það verður nóg að gera hjá strákunum í næsta mánuði. Það eru ekki mörg ár síðan að tímabil voru nánast búin hjá Liverpool um þetta leiti en núna er tími Klopp og hann býður upp á fótboltaveislu á þessum tíma.
Það er eins gott að við erum með stóran og breiðan hóp, því að það þarf að rótera í svona álagi. Þessi mánuður mun segja mikið um hvernig þetta tímabil verður hjá okkur. Komust við áfram í bikarúrslit og undanúrslit í meistaradeild?. Náum við að halda í eða fara fram úr Man City í deild? Þessum spurningum verðum öllum svarað í næsta mánuði.
Hvernig leggst þetta í ykkur?
YNWA
Svakalegt prógramm framundan. Því og miður finnst mér vanta aðeins upp á breidd liðsins til að klára allar þessar keppnir. Megum allavega alls ekki missa lykil leikmenn í meiðsli.
Rosalegur mánuður framundan og virkilega gaman að sjá liðið loksins vera komin á þann stað að vera að berjast um alla titla sem í boði eru og að vera ennþá í apríl að eiga möguleika á þeim öllum, hvað svo sem að gerist.
Ég er að fara á Liverpool / Benfica leikinn og get ekki beðið eftir að komast loksins á leik aftur.
Svona á þetta að vera og vonandi náum við að sigra allavega 1 af þessum 3 sem eftir eru í boði.
Lúxusvandamálin hrannast upp. Það er miklu líklegra að vel mótiveruð eins og okkar klári svona program en eitthvað miðjumoð.
Frétt frá Morgunblaðinu.
Enska knattspyrnufélagið Manchester City var tekjuhæsta félag tímabilsins 2020-21 en árstekjur City námu um 644,9 milljónum evra. Þetta kom fram í nýrri skýrslu Deloitte, Football Money League, en tekjur Citu hækkuðu um 17% frá tímabilinu 2019-20. Rúmlegur helmingur af tekjum City kom í gegnum sjónvarpstekjur og 48% komu í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga en City var í sjötta sæti listans tímabilið 2019-20. Real Madrid er í öðru sætinu með 640,7 milljónir evra í tekjur af síðasta tímabili og Bayern München kemur þar á eftir með 611,4 milljónir evra. Barcelona er í fjórða sætinu með 582,1 milljón evra í tekjur og Manchester United í því fimmta með 558 milljónir evra. París SG, Liverpool, Chelsea, Juventus, Tottenham og Arsenal koma þar á eftir en sex af ellefu efstu félögum listans koma frá Englandi.
Ég bara spyr eins og fávís asni. Hvernig getur getur þetta staðist. City er ekki vinsælt fótboltalið og á sér mjög fáa stuðningsmenn í samanburði við Liverpool og flest önnur stórlið Evrópu. Þekki ekki marga sem halda með þessu liði eða bíða eftir leikjum þess líkt og þegar Liverpool spilar. Ég hélt að liðin fengju borgað eftir vinsældum og áhorfi. Ethiad völlurinn er oft hálf tómur þegar liðið er að spila. Ráðgáta að þeir þéni mest af öllum og fái mest borgað fyrir sjónvarpsréttinn. Eitthvað dularfullt við þetta. Hefur einhver skyringu á þessu.
Frekir olíubarónar (fýla og viðbrögð sömu eigenda þegar PSG datt út) frá Arabíulöndum öruggulega ekki í vandræðum að fiffa til nokkur exel skjöl þegar olíugróðanum er laumað þar inn!
Man C hafa alltaf verið að fá háar greiðslur sem eiga að heita auglýsingar en það vita það allir að það er bara bull þar sem líklega er 40% olíupeningar sem eru dulbúnir sem auglýsinga peningur! þeir komast bara upp með þetta þar sem FIFA og enska knattspyrnusambandið horfir bara til himins. Ef þú átt endalaust af blóðpeningum og mögulega nokkur flugfélög,banka og eða eitthvað þá borgar þú hátt verð til klúbbsins í gegnum þessi félög til auglýsinga á skiltum treyjum og allt mögulegt. Hver greiðir ekki 250 miljón pund fyrir auglýsingu á treyju ManC hvað smá aurar uss hvaða hvaða? þetta er bara hreinræktaður viðbjóður.
YNWA.
Mitt mat að leggja höfuðáherslu á leikinn við City 10. apríl. Ná þar í 3 stig og landa Englandsmeistaratitlinum í vor. Fá loks að fagna fyrir framan rúmlega 50 þús. áhorfendur á Anfield – við eigum það inni frá því síðast!
Klára leikina við Benfica og sjá hverju það skilar okkur – FA bikarinn væri bónus á allt hitt.
Sammála þessu, þetta á ða vera nálgunin.
Leggja áherslu á hvern einasta leik sem spilaður er. Einn leikur í einu en vissulega verður spennustigið hátt á sjittý-leiknum þar sem við munum slátra þeim 1-4!