Liverpool varð í dag fyrsta kvennaliðið til að hafa unnið bæði efstu deild og næstefstu deild! Eftir að hafa unnið Bristol 2-4 varð þetta ljóst. Það voru þær Niamh Fahey, Jasmine Matthews, Katie Stengel og Missy Bo Kearns sem skoruðu mörkin.
Hvað segið þið, verður þetta fimma í vor?
Það er komið að þriðja síðasta leiknum hjá stelpunum okkar á leiktíðinni, en þær heimsækja aðalkeppinautana í Bristol. Eitt stig í dag og þá er sætið í efstu deild tryggt. Það væri nú heldur betur gaman að byrja mánuðinn á slíku.
Leikurinn fer fram á heimavelli Bristol, og svona stilla okkar konur upp:
Roberts – Fahey – Matthews
Hinds – Holland – Furness – Campbell
Kiernan – Stengel – Lawley
Bekkur: Clarke, Wardlaw, Moore, Silcock, Kearns, Humphrey, Bailey, Hodson, Daniels
Þetta myndi líklega vera sterkasta liðið sem hægt er að stilla upp í augnablikinu, þó það megi færa rök fyrir því að Missy Bo gæti átt tilkall í aðra hvora miðjustöðuna. Hins vegar hafa bæði Ceri Holland og Rachel Furness verið að spila vel og halda henni út úr byrjunarliðinu í augnablikinu. Furness og Laws munu hafa tekið þátt í 50 leikjum fyrir félagið með þessum leik.
Leikurinn verður sýndur á The FA Player – skárra væri það nú, enda toppslagurinn í deildinni. Að sjálfsögðu uppfærum við færsluna síðar í dag með úrslitum og stöðu, og vonum að þá getum við flutt skemmtileg tíðindi af stelpunum okkar!
Geggjaður sigur, vel gert.
Nú er að styðja við liðið og sjá til þess að þær keppi við þær bestu.
Já akkúrat, maður vill að liðið verði ekki í fallbaráttu í efstu deild á næsta ári, klárt mál að það þarf að halda áfram að styrkja liðið. Ég held að það þurfi ekkert að hreinsa út úr liðinu, langflestir leikmenn munu hafa hlutverk á næsta ári, en klárt mál að nokkrir sterkir leikmenn til viðbótar við hópinn séu nauðsynlegir.
Erum við ekki bara að tala um tvo opna strætóa í vor, meðfram troðfullum götum Liverpool-borgar? Annan með stelpunum sem unnu fyrstu deildina og hinn með strákunum sem unnu úrvalsdeildina? Það væri nú aldeilis skemmtilegt!
Ég hef bara heyrt mörg vitlausari plön en þetta!