UPPFÆRT: leik lokið með öruggum 6-1 sigri hjá okkar konum. Katie Stengel skoraði tvö, og þær Leanne Kiernan, Melissa Lawley, Missy Bo Kearns og Jasmine Matthews settu allar eitt hver. Fagnaðarlætin voru svo gríðarleg að leik loknum, og Niamh Fahey tók “Hendo tippy-tap” þegar hún tók við bikarnum!
Það er komið að síðasta heimaleik leiktíðarinnar hjá stelpunum okkar, og þar sem þetta er fyrsti leikurinn eftir að sigurinn í deildinni var tryggður fá þær bikarinn afhentan eftir leik. Þetta er næstsíðasti leikurinn í vetur, þær eiga svo eftir að heimsækja Lewes í lokaleiknum. Þessi leikur hefst kl. 11 að íslenskum tíma.
Það er annars strax farið að tala um næsta tímabil, og planið virðist vera að reyna að halda þessum hóp að mestu en fá inn líklega 4-5 nýja leikmenn sem eru þá með reynslu af því að spila í efstu deild.
Liðið sem byrjar leik á Prenton Park hefur verið gefið út, og lítur svona út:
Roberts – Fahey – Matthews
Daniels – Kearns – Furness – Hinds
Kiernan – Stengel – Lawley
Bekkur: Clarke, Wardlaw, Campbell, Robe, Moore, Bailey, Holland, Humphrey, Hodson
Leikurinn verður sýndur á The FA Player, og við uppfærum færsluna með úrslitum eftir leik.
Frábært hjá þeim, kominn tími á að þær séu með þeim bestu YNWA