Eigum við ekki bara að vera hreinskilinn: Ekkert okkar átti von á því að mótherji Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þetta árið yrðu Villarreal. Enda er það í hæsta máta ólíklegt að lið frá fimmtíu þúsund manna borg komist á þennan stað, hvað þá að þeir séu á þennan stað vegna þess að þeir unnu Evrópudeildina, annars hefðu þeir verið í Sambandsdeildinni í ár. Ótrúlegt afrek á allan hátt, vonandi geta okkar með komið í veg fyrir að það verði ennþá ótrúlegra.
Liðið og borgin.
Nokkuð inn frá strönd Valencia héraðs á Austur-Spáni situr bæriinn Villarreal. Borgin var stofnuð af konungnum James Fyrsta af Aragon. Nafnið hefur valdið smá ruglingi í gegnum árin, á spænsku heitir Villarreal á spænsku, en í Valencia héraði er töluð Valensíska (ég held að það sé rétt nafn á íslensku) og á því máli heitir Villarreal Vila-real. Í báðum tilfellum þýðist nafnið sem konunglega þorpið og árið 2006 var ákveðið að hætta að nota spænska nafnið innan bæjar. Ég ætla nú samt að halda mig við Villarreal upp á einfaldleikan.
Öldum saman var landbúnaður allt í öllu í hagkerfi svæðisins, en á átjándu öld hófst iðnvæðing. Þá, eins og nú, var stærsta iðngreinin framleiðsla ýmissa gerða af keramík muna. Þeim tókst svo vel til í þeim bransa að í dag eru fjögur af 500 stærstu fyrirtækjum Spánar í bænum og eru öll fjögur eru í keramík.
Knattspyrnuliðið er nokkuð ungt. Það var stofnað árið 1923 og eyddi fyrsta áratug lífs síns í hérðsdeildinni í Valencia. Árið 1937 braust út blóðugt borgarastríð á Spáni og félagið hvarf á meistaraflokksbolta, þó unglingastarfið héldi áfram. Það var ekki fyrr en 1942 sem annað félag var stofnað í Villarreal, CA Foghetecaz. Orðið Fogohetecaz var samsuða af nöfnum stuðningsmannahópana sem komu saman til að stofna félagið. Það félag var svo endurskýrt CAF Villarreal 1946, CAF til heiðurs gamla liðsins, Villarreal til að sýna tenginguna við borgina Villarreal. Nafninu var svo aftur breytt 1954 í það sem við þekkjum í dag, Villarreal CF. Í fréttatilkynningunni tóku stjórn Villarreal sérstaklega fram að þeir vildu þakka mönnunum frá Foghetecaz, sem hefðu unnið það þrekvirki að halda fótboltanum á lífi í borginni.
Margir kannast við viðurnefnið Guli Kafbáturinn þegar kemur að Villarreal. Sagan segir að 1947 hafi tímabilið nálgast og forseti félagsins brunað út í búð til að kaupa treyjur á leikmenn. Þeir höfðu þangað til spilað í hvítu, en hvítu treyjur voru búnar. Það eina sem var til voru gular, svo hann keypti þær og leikmönnum fannst þær bara flottar og eftir það spiluðu þeir í gulum treyjum.
Tuttugu árum seinna gáfu Bítlarnir út lagið fræga The Yellow Submarine. Þjóðsagan segir að stuðningsmenn Villarreal hafi mætt á á leik með plötuspilara og þegar Yellow Submarine hófst á fóninum, hafi þeir hafið að syngja með en breytt textanum í „Amarillo es el Villarreal/amarillo es/amarillo es,“ Villareal er gul, gul er, gul er Villareal. Þannig hófst þetta allt saman og á tíunda áratugnum var ákveðið að búningur Villareal yrði algulur til heiðurs borginni.
Ég ætla að leyfa Evrópu Einar að sjá um að kynna þjálfaran og liðið betur í næstu viku. Til að klára þessa stuttu yfirferð set ég hér myndband af afar kunnulegum bakverði Villarreal, nokkrum mínútum eftir að Villarreal vann það ótrúlega afrek að verða Evrópudeildarmeistarar fyrir ári:
Okkar menn.
Síðan Jurgen Klopp tók við Liverpool hefur liðið þrisvar komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar (í ár meðtalið) og einu sinni í unndanúrslit Evrópudeildarinnar. Það var fyrsta ár Klopp, eftir eftirminnilega sigra á Dortmund og Mancherster United og Villarreal voru mótherjarnir þá.
Anfield hefur verið algjör lykill í þessum árangri. Barcelona, Roma, Manchester City og United og Dortmund hafa legið í valnum eftir orrustur á Anfield stemningin oft verið ólýsanlegt. Í þetta sinn held ég að það sé mikill kostur að byrja einvígið við Villarreal á heimavelli, velti jafnvel fyrir mér hvort það sé ekki orðið betra nú þegar útivallarmarks reglan er horfin í bili. Að geta hafið einvígið með heimavöllinn með Anfield á bakvið sig ætti að henta leifturstíl okkar vel. Leikplanið hlýtur að vera að ná fyrsta marki snemma og neyða Villarreal til að sækja, þeir sýndu gegn Bayern að þeir eru ótrúlega góðir í að liggja til baka og ekkert væri verra en ef þeir komast yfir.
Þegar kemur að því að spá byrjunarliðinu þarf líka að hafa í huga að okkar menn voru að klára rosalega viku og funheitir Newcastle bíða í hádegisleik á laugardaginn. Meira um það rugl í þeirri upphitun. Ég held að ef Klopp þarf að velja milli þess að fara á fullt í annan leikinn þá velur hann Villarreal.
Klopp byrjar væntanlega með varnarlínuna Trent, Van Dijk, Konate og Robbo. Hugsunin á bakvið Konate er að auka ógnina í föstum leikatriðum sem gæddu reynst afar drjúg í þessum leik. Fabinho er sjálfvalinn ásamt Thiago. Þá er spurning hver verður með þeim, ætli það verði ekki Hendo, fyrirliðinn á að vera í stórleikjum.
Eftir leikinn gegn Everton vil ég sjá Diaz spila allar mínútur sem hann getur. En ég held að Klopp haldi sig við gömlu þrennuna, Mané, Bobby og Salah. Spái því samt að Diaz komi inn í seinni hálfleik og sprengi leikinn í tætlur.
Spá
Þetta verður virkilega langur og erfiður leikur. Ég held að Van Dijk skall inn einn bolta rétt fyrir hlé, og svo kemur Diaz inn á sextugustu mínútu og leggi upp mark fyrir Salah.
Takk fyrir vandaða upphitun, Ingimar.
Veit annars einhver hér hvaða leikir í hverri umferð í meistaradeildinni eru í opinni dagskrá? Eða er það ekki ennþá þannig að það er alltaf einn í hverri umferð í opinni?
Eftir því sem ég veit þá er leikurinn í kvöld á Stöð 2 sport í lokaðri dagskrá.
Flott upphitun, sammála byrjunarliðinu nema bobby er víst ekki klár og diaz byrjar þá væntanlega.
Spennan magnast og tilhlökkun fyrir kvöldið! Var að vona að við myndum sjá Bobby i þessum leik og ekki síður Diaz – Hlakka annars bara til og spái flugeldasýningu frá okkar mönnum!