Spila, sofa, sofa, spila, sofa, sofa sofa, spila…
Svona er líf leikmanna Liverpool þessa daga. Þeir geta sjálfum sér um kennt, ef þeir vildu hafa tíma til að æfa hefðu þeir ekki átt koma sér svona langt í öllum keppnum! Næstir á dagskrá eru Newcastle, lið sem er að ljúka tímabilinu mun betur en það hóf það.
Newcastle United
Í október 2021 fengu stuðningsmenn Newcastle sína heitustu ósk uppfyllta þegar Mike Ashely seldi félagið til hóp fjárfesta, þar sem stærsti aðilinn var ríkissjóður Sádí Arbíu. Ashley var líklega óvinsælasti eigandi í ensku úrvalsdeildinni og Geordarnir hefðu fagnað þó Mikki Mús og Guffi hefðu tekið við af honum.
Þeim leiddist ekki að nýjir eigendur væru ríkustu eigendur í sögu enskrar knattspyrnu. Skítt með það þó það væri verið að kaupa liðið til að þvo orðspor einnar verstu einræðisstjórnar í heimi. Þeir voru líklega flestir sáttir með að þetta gerðist áður en Chelsea fór aftur á markað, ætli Sádarnir hafi ekki leitað ljósum logum að kvittuninni í von um að það væri skilafrestur?
Ég öfunda ekki stuðningsmenn liða sem olíusjóðir kaupa á þennan hátt. Þeir vita flestir að nýjum eigendum er sama um þá og félagið. Flestir þeirra hafa stutt liðið sitt síðan löngu fyrir yfirtökuna og munu gera það löngu eftir næstu, fótboltalið er meira en eigendur þess.
Að vera beðin um að taka móralska afstöðu gegn fótboltaliðinu er erfitt, tala nú ekki um þegar þeir hjá Newcastle hafa horft á stuðningsmenn Chelsea og City fagna titlum í tuga tali, keyptum af olíupening, án þess að hafa séð þá stuðningsmenn taka einhverja afstöðu. Einn stuðningsmaður Newcastle sem ég fylgist oft með á samfélagsmiðlum orðaði þetta svona: „Við grátbáðum ykkur árum saman um hjálp við að losna við Ashley, afhverju ættum við að taka einhvera afstöðu gegn nýju eigendunum?“ Hvers vegna ættu stuðningsmenn Newcastle að vera þeir sem hætta að fagna blóðpeningum, þegar stærsta fótboltamót heims verður haldið í Katar eftir nokkra mánuði?
Svo er ekki að segja að ég vildi ekki óska að stuðningsmenn þessara liða tækju afstöðuna gegn svona eigendum. En ég skil þá að segja fokk it, þegar engin sem hefur vald í fótboltaheiminum er tilbúin að segja hingað og ekki lengra.
En nóg um vafasamt eignarhald liðsins, það verður meira skrifað um það þegar fram líða stundir og fólk mun ekki trúa hversu hratt ekkert mun vera gert í því. Bournemouth maðurinn Eddie Howe tók við Newcastle þrítugusta nóvember. Þá var liðið í fallsæti, hópurinn alveg búin á því andlega og stuðningsmenn liðsins farnir að undirbúa annað tímabil í B-deildinni.
Milljónirnar 85 sem var eytt í janúar hjálpuðu mikið. Eddie Howe keypti skynsamlega og er byrjaður að byggja upp lið sem er algjörlega hægt að sjá fyrir sér í Evrópu baráttu um þetta leytið að ári liðnu. Innan klúbbsins tala menn um að sigurinn á Leeds 22. Janúar hafi verið lykillinn að velgengni liðsis á seinni hluta ársins. Það var týpa af sigri sem hafði ekki sést lengi í Newcastle: 1-0, liðið ekki að spila vel en ná einhvern veginn að kreysta út þrjú stig. Svo fór liðið í æfingabúðir og þeir hafa varla klikkað síðan.
Síðan þá hafa Geordarnir flogið upp töfluna og munu líklega klára mót í efri helmingi hennar. Síðan Howe tók við störfum hafa þeir náð í 38 stig, fyrir utan Liverpool hefur ekkert lið náð fleiri stigum frá áramótum. Heimavöllurinn hefur verið svakalegur hjá þeim og það má ágætis rök fyrir að þetta sé lang erfiðasti deildar leikur sem okkar menn eiga eftir.
Liverpool.
Í öllum knattspyrnudeildum heims er það almenn regla að hliðra leikjum til, þannig að lið sem berjast fyrir deildina í alþjóðakeppnum geti náð sem bestum árangri þar. Öllum nema einni deild það er að segja. Enska knattspyrnusambandið sínir engar miskunn, liðið skal leika þar sem sjónvarpstekjurnar eru mestar, sama hvað tautar og röflar. Aftur lendir Liverpool í hádegisleik á útivelli eftir Evrópu kvöld. Þetta er einfaldlega fáranlegt.
Ég ætlaði að taka mun lengra tuð um þetta, en svo gerðist þetta og trú mín á verkefninu margfaldaðist:
We are delighted to announce Jürgen Klopp has signed a new contract to extend his commitment with the club! ?
— Liverpool FC (@LFC) April 28, 2022
Meðan þennan í brúnni er allt hægt. Svo einfalt er það.
Hvernig verður byrjunarliðið? Eini kosturinn við að spila þennan leik svo snemma á laugardeginum er að það gefst betri pása fyrir seinni leikinn gegn Villarreal á þriðjudaginn. Klopp gæti keyrt á svipuðu liði alla þessa leiki en þá værum við komin á mjög áhættusamt svæði upp á meiðsli. En hvar á að hvíla þá bestu?
Alisson og Van Dijk eru sjálfvaldir, það að Trent, Diaz, Mané og Henderson hafi farið snemma af velli gegn Villarreal gefur fínustu vísbendingu um að þeir verði með. Salah og Robertson eru vélar sem virðist þrífast á að spila mikið, þeir byrja.
Eins og oft áður eru spurningamerkin yfir miðjunni og hver verður með með Virgil í hjarta varnarinnar. Konate og Matip hafa verið að skipta þessu bróðurlega á milli sín, held að frakkinn fái smá hvíld milli Meistaradeildarleikja.
Thago er búin að vera stórfenglegur undanfarið en hann er líka leikmaður sem hefur meiðst illa. Hann hlýtur að þurfa einhverja pásu einhverstaðar. Ég held hún komi hérna með Keita í hans stað. Svo held ég að Hendo skiptingin gegn Villrreal hafi verið svo Hendo geti dekkað varnartengiliðinn í þessum leik. Sem þýðir að það vantar einn á miðjuna. Ætla að spá óvæntu útspili, Alex Oxlade Chamberlain kemur inn við hliðiná Keita.
Spá
Þetta verður alvöru rimma. Held að þetta 1-0, í leik sem mun taka alvarlega á taugar stuðningsmanna okkar en Trent skorar úr aukaspyrnu og draumar okkar fá að lifa nokkra daga í viðbót
Sæl og blessuð.Já, þetta verður alvöru rimma. Erfiður mótherji á peppuðum heimavelli. Er alls ekki bjartsýnn. Vonum það besta og að óþreyttir leikmenn sem hafa lítið spilað undanfarið nýti tækifærið til að skína.
Horfiði bara á myndirnar af stjórunum annar að öskra úr sér lungun en hinn ljúfur og brosir breitt faðmar sína menn hverjir haldið þið að skilji hjartað eftir á vellinum fyrir sinn stjóra ? það eru örugglega leikmenn þess ljúfa Klopp 🙂
Þetta er alvöru bananahýði. Ef það er eitthvað lið sem er með svipað sjálfstraust og Liverpool og Man City þá er það Newcastle. Þeir eru að fljúga á bleiku skýi þessa dagana, það er ekki langt síðan að það virtist stefna í rosalegan fallbaráttuslag hjá þeim en þeir eru komnir í top 10. Þeir geta spilað mjög afslappað og notið þess að spila leikinn gegn Liverpool. Þetta gæti verið gott fyrir okkur því að þeir kannski opna sig meira varnarlega með því að viljað sækja meira.Ég spái hörkuleik 1-2 sigur okkar manna Mane og Jota með mörkin.
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Keita, Henderson, Milner, Jota, Mane, Diazg