Rauði herinn frá Liverpool er búinn að ferðast norður í England til að takast á við sjóðheita og svarthvíta liðsmenn Newcastle United.
Byrjunarliðin
Jürgen Klopp hefur stillt upp sínum byrjunarliði og hafa gert heilar fimm breytingar frá síðasta leik. Joe Gomez og Joel Matip koma inn í vörnina fyrir TAA og Konate og inn á miðjuna koma James Milner fyrrum Newcastle-spilari og Naby Keita með Thiago og Fabinho á bekknum. Þá kemur Diogo Jota inn í framlínuna fyrir Mo Salah sem situr á bekknum en Divock Origi er fjarri góðu gamni vegna veikinda sem ku ekki tengjast Covid.
Þetta lítur því svona út:
Liverpool: Alisson; Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson; Henderson, Milner, Keita; Jota, Diaz, Mane
Varamannabekkur: Kelleher, Tsimikas, Konate, Alexander-Arnold, Fabinho, Thiago, Jones, Elliott, Salah
Eddie Howe hefur einnig stillt upp sínu liði sem er eftirfarandi:
Newcastle: Dubravka; Burn, Krafth, Schar, Targett, Shelvey, Willock, Bruno Guimaraes, Saint-Maximin, Almiron, Joelinton
Varamannabekkur: Darlow, Dummett, Lascelles, Manquillo, Ritchie, Murphy, Gayle, Longstaff, Wood
Kloppvarpið
Meistari Klopp sat fyrir svörum í gær með sitt glaðværa glott og lesendur geta stytt sér stundir fram að leik með því að hlýða á snillinginn fara yfir komandi leik:
Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!
YNWA!
Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.
Hvaða uppstilling er þetta?
Ekki man ég eftir sterkari bekk. Hraðinn verður uppleggið í seinni hálfsleik..
Sælir félagarKlopp virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum leik. Ég spái að þetta sé 60 mínútna uppstilling og Thiago, Salah og TAA komi inná á 60. mín ef á þarf að halda. Alla vega, ef þarf að sprengja upp leikinn og skapa tækifæri eru þetta mennirnir í það.Það er nú þannigYNWA
Hvaða vesen er á þessu, allt í klessu 🙁 🙁 🙁
Þvílík snilld frá KEITA !!!
Ætlaði að fara skammast útí Keita fyrir að hafa ekki sent boltann í færinu á undan, þegar hann skaut.
Sáttur við spilamennskuna og Keita er búinn að vera frábær og frábært mark hjá honum. Koma svo halda þessu áfram í seinni !YNWA !
Skelfleg nýtingá færum. Vonandi kemur það ekki að sök.
3 stig í hús !
KOMA SVO LEEDSARAR!!!
Vá, hvað ég vona að Keïta sé loksins að komast yfir alla erfiðleikana og nái að blómstra hjá okkur í framtíðinni. Hann hefur sko alveg getuna í það. Takk fyrir markið, Naby, það var vel gert og vel þegið! Shout out á Henderson, Milner, Gomez og Díaz. Mackie-kafteininum okkar leiðist ekki að troða sokk upp í Geordíana. Honum var alveg skítsama þó áhorfendur bauluðu á hann. Mér leist ekki alveg á Milner til að byrja með, hélt kannski að hann hefði ekki krafta í þetta lengur, en gamli naggurinn stóð vaktina með prýði og átti ekta Milner-tæklingu sem bjó til markið. Díaz á að vera vinstra megin, þar er hann algjörlega drepskæður. Hafa Salah hægra megin, takk. Og gaman að sjá Gomez standa sig svona vel. Verst ef hann vill fara en ég held að allir skilji að hann langar í meiri spiltíma. Nú er það bara onwards and upwards!