1-0 Redmond 13. mín
1-1 Minamino 27. mín
1-2 Matip 67. mín
Þrátt fyrir miklar breytingar á okkar liði sáum við svipaðan leik og undanfarinn misseri þar sem andstæðingarnir lágu gríðarlega djúpt og ógnuðu með skyndisóknum. Þannig náðu þeir að fá fyrsta færi leiksins þegar það kom langur bolti fram á Broja. Matip gerði vel og þvingaði hann í þröngt færi þar sem Alisson varði auðveldlega frá honum. Það fór þó ekki jafnvel nokkrum mínútum síðar þegar Southampton unnu boltann af Diogo Jota, með því að brjóta á honum og ótrúlegt að ekkert hafi verið dæmt, og náðu að koma boltanum út á Redmond sem sótti í átt að teignum og tók skot rétt fyrir utan í tánna á James Milner og þaðan fór boltinn framhjá Alisson upp í fjærhornið og Southampton leiddi 1-0.
Liverpool svöruðu um leið þegar Firmino skoraði með skalla eftir aukaspyrnu en var réttilega dæmdur rangstæður.Forustan lifði þó ekki lengi því fjórtán mínútum síðar jafnaði Liverpool þegar Jota kom boltanum inn á Minamino sem þrumaði boltanum í netið og skoraði gegn sínum gömlu félögum.
Liverpool setti svo pressu á Southampton það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náði ekki að brjóta þá á bak aftur. Rétt áður en flautað var til hálfleiks meiddist Joe Gomez þegar Tella lennti á fætinum á honum eftir baráttu um boltann. Leit ekki vel út og vonum að þetta séu ekki enn einn löngu meiðslin hjá Joe.
Diogo Jota var nálægt því að skora í byrjun seinni hálfleiks þegar hann setti boltan rétt framhjá eftir sendingu frá Tsimikas. Það var svo eftir hornspyrnu frá Tsimakas sem sigurmarkið kom en hann kom boltanum inn í teig þar sem Matip og Walker-Peters virtust báðir hafa náð að skalla boltann sem fór í fallegan boga í netið.
Undir lok leiks fóru Southampton menn að henda mönnum fram og náðu að komast í nokkur hálffæri en leikurinn endaði 2-1.
Frammistöður leikmanna
Minamino skoraði gott mark til að koma okkur aftur í leikinn en sást ekki mikið fyrir utan það, Konate var mjög góður í leiknum vann boltann ítrekað tilbaka og var gríðarlega stekur í teignum þegar Southampton reyndi að sækja í lokinn. Milner og Jones voru flottir á miðsvæðinu en í seinni hálfleik þurfti Milner að redda hægri bakverði þar sem Trent var ekki í hóp í dag og leysti það ágætlega. Annars fer þessi leikur ekkert í sögubækurnar fyrir frammistöður en 3 stig í hús og lykilmenn hvíldir.
Umræðan
- Titilbaráttan lifir – vissulega ekki miklar líkur á því að City misstígi sig gegn Aston Villa en það getur allt gerast í fótbolta og þessi sigur tryggir það að við getum enn nýtt okkur það ef það gerist.
- Rotation – það er ekki oft síðan ég byrjaði að fygjast með fótbolta þar sem Liverpool hefur getað gert níu breytingar á byrjunarliði og eru samt að stilla upp gríðarlega sterku byrjunarliði.
- Mörk úr öllum áttum – Matip með sigurmarkið í dag og Minamino kemur úr frystikistunni og skorar virðast allir geta skorað í þessu Liverpool liði.
Næsta verkefni
Næst er það lokaumferðinn á sunnudaginn klukkan þrjú en þar mætum við Wolves. Tveir leikir eftir af tímabilinu og í besta falli endum við með fernuna!
Ég dýrka trukkinn Konaté! Hann er eins og 18 hjóla Ferrari.
Og gömlukalla-bingóið var líka fallegt: Milner, Matip, Henderson og Firmino.
9 breytingar á liðinu , menn hvîldir skiljanlega og samt sigur á þrjósku varnarliði heimamanna sem spiluðu 5-5-0 leikkerfi og hægðu á öllu og voru að tefja frá fyrstu mínútu án þess að lélegur dómari gerði neitt í þvi.
Magnað afrek hjá þessu liði og nú er bara ” yfir til þín Gerrard” Vonandi er Gomes ekki alvarlega meiddur.
Við spyrjum að leikslokum !
Ótrúlegur árangur! Siðasti leikdagurinn verður sögulegur því við tökum þetta!
Pep Lijnders stoppar með þjálfarateyminu í Birmingham á leiðinni heim og skilja eftir City Kryptonite á Villa Park.
YNWA!
Úff það var vitað mál að þetta gæti orðið strögl með þessu byrjunarliði það hafðist sem betur fer, frábært að gefa hvílt nánast allt vanalega byrjunarliðið fyrir seinasta deildarleikinn og aðallega til að sleppa við meiðsli fyrir úrslitaleikinn eftir 11 daga.
Það er von þó að hún sé ansi ansi veik, city á heimavelli og á móti Villa ætti að vera nokkuð öruggur heimasigur en maður veit aldrei í fótbolta, víti og rautt á City snemma myndi gera mikið fyrir okkur 🙂
En við sjáum til, Liverpool hafa allavega gert allt sem þeir geta til að klára þetta tímabil betur en flestir þorðu að vona.
Ég trúi áfram.
Sendum Villa mönnum alla okkar strauma, Nú þarf SG að bæta fyrir slippið, eða má maður ekki minnast å það, við eigum það inni hjá honum.
Allt of gamalt kallinn minn, við eigum ekkert inni hjá SG, en viss um amk 3 hjá AV vilja vinna sjittí
YNWA
Kannski ég, en ekki Steve G, hann man þetta eins og gerst hafi í gær og mun hafa þetta í huga á Sunnudaginn, vittu til.
Fólki kann að finnast staðan vera svipuð eins og vorið 2019. Ég ætla að færa rök fyrir því að staðan sé talsvert önnur. Nei ég er ekki að segja að þar með sé öruggt að úrslitin í deildinni verði önnur, City er enn í bílstjórasætinu. En hópurinn hjá City er annar, mótherji City í lokaleiknum er annar (og jafnvel eitraðri), og það sem mestu skiptir: Liverpool er búið að vinna tvo titla. Árið 2019 sáum við fram á að klúbburinn færi e.t.v. titlalaus í gegnum tímabilið, þrátt fyrir að hafa náð metárangri í deild og vera kominn í úrslit CL. Í dag eru tvær dollur í húsi.
Sælir félagar
Guði sé lof að þessi dómaraauli Atkinson er að fara að leggja flaunar frá sér. Ekki það að það er nóg af aulum eins og honum að daæma á Englandi. Frábær sigur okkar manna opg vonin lifir.
Það er nú þannig
YNWA
Guð álmáttugur hvað sammála þér! Moss er engu betri og margir aðrir þarna innanborðs vonum bara að það komi einhvertíman alvöru karacter inn í þessa vonlausu dómarastétt þeirra Englendinga og hrífi aðra yngri með sér til betri vega? Það má alltaf vona! Sama með sunnudaginn ég trúi á réttlætið sigri óréttlætið sem þetta shittí lið er.
YNWA.
Mögnuð frammistaða hjá “varaliðinu” gegn baráttuglöðum Southamton mönnum sem virtust ætla að verja stigið með öllum ráðum og skemma fyrir okkur lokaumferðina sem verður mögnuð. Ég ætla bara rétt að vona að menn og konur séu búin að taka frá sunnudaginn ég trúi því og treysti að það verði barist fram á lokamínutuna í báðum leikjunum sem skipta okkur máli. Ég ætla ekkert að draga úr því að City liðið sem er ógnarsterkt er klárlega í bílstjórasætinu en Fowler minn góður hvað fótbolti er óútreiknanleg íþrótt sem betur fer. Aston Villa eru með fínt fótboltalið og geta alveg strítt Gardiola og hans pótintátum. Við þurfum líka að hafa smá áhyggjur af þessu Wolves liði, þetta er flott lið sem getur alveg gert okkur lífið leitt á góðum degi, að því sögðu þá ætla ég að leggja traust mitt á herr Klopp og okkar frábæra lið og þakka fyrir að það sé enn einhver spenna í þessu, vonin um fernuna á þessu tímabili lifir og þangað til annað kemur í ljós mun ég trúa á hið nánast ómögulega. Stevie G mun svo væntanlega berja sínum mönnum Liverpool baráttuanda og sjá til þess að við verðum honum ævinlega þakklát fyrir framlag hans til þess titils sem við þráum að ná í AFTUR. Ekki það að við séum honum ekki ævinlega þakklát fyrir það sem hann gerði fyrir klúbbinn sem leikmaður.
Mér fannst fullt af mjög flottum frammistöðum í þessum leik þannig að ég er ósammála skýrsluhöfundi með það.
Firmino, Jones, Konate, Jota, Tsimikas, Milner, Hendo, Matip, Elliot og í reynd allt liðið í heild, það var bara eitt lið á vellinum.
Tek undir að þetta var flott frammistaða hjá liðinu. Það er ekki auðvelt að koma inní svona leiki með mikið breytt lið, á svona tímapunkti þegar mikið er undir og ekki hafa spilað reglulega í marga mánuði. Mér fannst þeir leikmenn sem eru búnir að vera útúr liðinu og jafnvel útúr hóp koma virkilega sterkir inn. Minamino fær sérstakt respect frá mér. Það hefur ekki verið sársaukalaust fyrir hann að vera útúr hóp í bikarúrslitaleiknum.
Það er hins vegar eitt sem ég velti fyrir mér varðandi jafnræði m.t.t. recovery. Af hverju eru leikir morgundagsins ekki spilaðir í kvöld? Ég myndi halda að það væri meira value fyrir lið að fá lengra recovery í lokaumferðina og sanngjarnara gagnvart þeim liðum sem eru að berjast um ákveðin sæti.
Verður fróðlegt hvort að SG hvíli einhverja leikmenn fyrir sunnudaginn eða hvort hann fari með sitt sterkasta lið í leikinn á morgun og á sunnudag.
Þetta er svo klikkað gott lið að ég er ekki viss um að við hreinlega áttum okkur á því!
Við erum að vinnan nánast allt sem hægt er og höfum verið í heimsklassa í nokkur ár. Það er mikilvægast að njóta þessara stunda þar sem hvert olíuríkið á fætur örðu streymir nú inn á fótboltavellina og við gætum orðið næsta Man Utd áður en við vitum af…
Lifum í núinu og njótum í botn!