Uppgjör á lokadegi tímabilsins og tímabilinu í heild var aðalmál á dagskrá í þessari viku með annað augað á hvað gerist í framhaldinu, bæði á leikmannamarkaðnum og auðvitað í París um helgina.
Einar Örn annar af stofnendum Kop.is mætti aftur eftir langt hlé og fréttamaðurinn knái og fráfarandi Formaður Liverpool klúbbsins Hallgrímur Indriða var með okkur að auki.
1.mín – Lokaumferðin á Anfield og Etihad
28.mín – Leikmannamarkaðurinn hjá Liverpool
41.mín – Uppgjör á tímabilinu hjá helstu liðum af rest
70 mín – París næstu helgi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Einar Örn og Hallgrímur Indriða
Einar er eigandi Zócalo á Norðurlöndum sem við mælum auðvitað eindregið með.
MP3: Þáttur 382
Við vorum mögulega aðeins fljótir á okkur að tala um endurkomu Nott Forest í efstu deild. Þeir eiga vissulega eftir að spila við Huddersfield um hvort liðið fer upp.
Sælir félagar
Skemmtilegur þáttur og viðmælendur. Fréttamaðurinn Hallgrímur Indriðason traustur og segir ekki meira en hann getur staðið við og gaman að heyra í Einari Erni aftur. Gaman væri að heyra meira um pælingar á leikmannamarkaðinum eftir sigurinn á R. Madrid.
Það er nú þannig
YNWA
Góðar likur að Thiago og Fabino verði með um helgina….væri gaman að fá upphitun fyrir leikinn sem fyrst svo við sófaspekingarnir getum vellt fyrir okkur leiknum….
Ótrúlegt ef Thiago nær þessu maður hélt hann hefði tognað en það eru virkilega góðar fréttir ef rétt reynist!
Thiago mun ekki sleppa þessum leik, ekki fab heldur. Bara spurning hvort þeir byrji.
Ég get ekki beðið eftir að sjá salah og díaz, og svo mané í sínum síðasta leik. Það verður allt lagt í sölurnar!!