Liverpool 0 – 1 Real Madrid

Já krakkar mínir, við erum drullufúl með tímabilið því Liverpool vann bara tvo bikara.

Leikurinn byrjaði ekki vel því það þurfti að fresta honum um 36 mínútur, skýringin sem var gefin var að áhorfendur hefðu verið svo seinir á völlinn, en rétta skýringin er sú að skipuleggjendur klúðruðu því gjörsamlega að hleypa áhorfendum inn, sumir þurftu að bíða í röð í tvo klukkutíma og aðrir fengu piparsprey að gjöf frá lögreglunni, án umbúða að vísu.

Í fyrri hálfleik var bara eitt lið á vellinum, og það var rauðklætt. Mané átti skot sem Courtois varði í stöng, og það komu einhver 2-3 önnur færi sem hann þurfti að verja. Einhver skot hefðu getað verið efnileg ef menn hefðu miðað á eitthvað annað heldur en áhorfendapallana. Það var samt mjög tæpt að okkar menn færu með eitt mark á bakinu inn í leikhlé, en Benzema náði að pota boltanum inn eftir “scramble” í teignum. Markið var þó réttilega dæmt af vegna rangstöðu, og lykilatriði þar var að Benzema var rangstæður þegar sendingin lagði af stað frá sóknarmanni Real, hún barst að vísu í tvo leikmenn Liverpool á leiðinni en hvorug snertingin var tilraun til að leika boltanum, og því rangstaða dæmd.

Seinni hálfleikur var ekki alveg jafn sóknarþungur af hálfu okkar manna, og á 59. mínútu kom rothöggið. Real sóttu upp hægra megin, sending kom inn á markteig þar sem Vini Jnr var fyrir aftan Trent og náði að pota boltanum í netið. Ef Trent hefði hugsanlega átt góðan dag þá hefði hann sjálfsagt tekið þennan bolta, en þetta var ekki sá dagur.

Eftir þetta fóru Real að gera bara nákvæmlega það sem maður átti von á: drepa leikinn og hægja á eins og hægt var. Liverpool gerði nokkrar skiptingar: Jota, Bobby og Keita komu inná, en enginn þeirra bætti leik liðsins svo nokkru næmi. Salah átti líklega besta færið þegar hann slapp inn fyrir hægra megin eftir langa sendingu fram, en Courtois varði meistaralega.

Dómarinn bætti við 5 mínútum í lokin, og ekki sekúndu lengur þrátt fyrir skiptingar í uppbótartíma.

Frammistöður leikmanna

Real Madrid geta þakkað Courtois fyrir þennan bikar, en hann átti fleiri vörslur heldur en Real átti skot á markið, og hlýtur að vera maður leiksins. Hjá okkar mönnum valdi Trent heldur betur daginn til að eiga off dag. En munum samt að liðið var betra en Real á löngum köflum, og erfitt að segja að einhverjir hafi beint leikið illa. Það var líklega bara ekki meira eftir á tanknum hjá leikmönnum til að klára þessi síðustu prósent sem upp á vantaði.

Framundan?

Svona er fótboltinn, hann er ekki alltaf sanngjarn. Í sanngjörnum heimi hefði Liverpool unnið annað hvort deildina eða CL, en heimurinn er ekki sanngjarn.

Nú er komið að ögurstundu varðandi fremstu þrjá hjá Liverpool, er slúðrið rétt með að Mané sé á leiðinni til Bayern? Er Salah að spila síðasta ár samningsins og fer svo frítt næsta ár? Fær Bobby framlengingu? Það er kannski rétt að vekja athygli á því að liðið skoraði ekki mark í venjulegum leiktíma/framlengingu í þrem úrslitaleikjum í ár. Leikirnir gegn topp 4 unnust heldur ekki – en töpuðust ekki heldur.

Nóg um þetta í kvöld. Sleikjum sárin og horfum svo til framtíðar.

49 Comments

  1. Sælir félagar

    Gríðarlega erfiður leikur sem hefði átt að vinnast ef einhver annar en þetta langa dýr hefði verið í marki RM. Enn og afur gleymir TAA manninum utan á sér og gefur mark fyrir vikið. Það er liklega í þúsundasta skiptið sem það gerist og er fullkomlega óþolandi. Leikurinn gat farið á hvorn veginn sem var en þetta aulamark skilur á milli. Því miður.

    Það er nú þannog

    YNWA

    12
  2. Fjórir titlar í boði og unnum helminginn. Við Poolarar megum bara ganga sáttir inn í sumarið.

    16
  3. Mér finnst bara einsog betra liðið hafi tapað í dag – punktur… salah búinn að gefa okkur svo ótrúlega mikið á þessu tímabili en “eiginlega” týndur í þessum leik…. en það verður alltaf Y.N.W.A og allt það en ótrúlega ÓTRÚLEGA svekkjandi ?

    9
    • Salah var líklega bezti leikmaður Liverpool í þessum leik. Coutois var einfaldlega bezti maður vallarins.

      7
      • Ég er ósammála að Sala hafi verið bestur, missti boltan ansi oft og hitti ekki boltann í dauða færi. Púllarar voru óheppnir.

        1
  4. Ef þú spilar einsog Burnley með milljón dollara leikmenn þá vinnurðu Liverpool, það er aðferðin. Pakka í vörn og skyndisóknir. Þetta vissi Ancelotti.

    6
  5. Lærdómur Liverpool er að Trent þarf að koma inn á miðjuna og loka þarf vörninni betur.

    7
  6. Hundfúlt.
    “Við fengum eitt færi og nýttum það” sagði Kúrtva eftir leikinn, og flóknara er það nú ekki.
    Enn einu sinni er þessi stórkostlega framlína okkar ekki að klára færin.

    Svo eins og Sigkarl sagði, þá sefur TAA enn einu sinni á verðinum í vörninni.

    En þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil hjá okkar mönnum og sannarlega ástæða til að fara fullur þakklætis inn í sumarið.

    5
  7. Það er ótrúlega svekkjandi að á þessu gullaldarskeiði liverpool er 1 Pl og 1 CL
    Veit allt um aðra bikara er að tala um tvo stærstu
    Ótrúlega svekkjandi manni finnst eins og félagið eigi innistæðu fyrir meiru.
    En staðan er þessi því miður.
    Klopp er á sýnu 8 ári eða 7 og hálfu ekki rétt?
    Og vill ég sjá koma dýrvitlausa inn í það tímabil og tryggja okkur annan af þeim stóru.

    4
    • Fótboltinn tapaði í kvöld!!!

      En til hamingju (Stoke, Burnley, Víkingur Ólafsvík) RM. PUNKTUR.

      7
  8. Sæl og blessuð.

    Æ, hvað þetta var ógeðslega svekkjandi. Öll þessi færi og þessi líka barátta. RM kann formúluna.

    Skil ekki í því af hverju dómarinn 1) gaf bara fimm mínútur í viðbót. Maður hefur séð 8 mínútum verið bætt við svona leiki og 2) flautaði til leiksloka þegar 95:07 voru á klukkunni eftir að RM hafði skipt manni inn á í viðbótartíma og miklar tafir.

    Ég játa að tveir bikarar í ár er tveimur bikurum meira en ég leyfði mér að láta mig dreyma um í haust. Hvað næsta síson varðar þá þarf meira en nýjan 19 ára gaur til að landa einhverju. Sérstaklega ef Mané er á förum. Þurfum alvöru kaup.

    Erfitt að dæma leikmenn. Trent og vörnin voru úti á þekju þegar markið kom. En annars lögðu allir sig 100% fram.

    7
  9. Helvítis fucking fuck

    Við vorum betra en Real.
    Það munu einhverjir tala um Nei, þeir spila svona o.s.frv en í leik þar sem markvörður Real átti leik lífsins og þurfti að verja 9 sinnum í leiknum á meðan að þeir áttu 4 skot sjálfir allan leikinn þá hefði maður haldið að við ættum að taka þetta.

    Við stjórnuðum leiknum.
    Við vorum grimmari og betri að vinna síðari boltan.
    Við fengum fleirri færi.
    Þeir skildu alltaf 6 leikmenn aftur til baka því að þeir voru svo hræddir við skyndisóknirnar okkar sem þýðir að þeir voru oft að sækja bara á 2 til 4 mönnum allan leikinn en það skilaði marki þegar Trent klikkaði.

    Ætli okkur líður ekki eins og Man City stuðningsmönnum núna og veltum fyrir okkur hvernig í andskotanum tókst okkur að klúðra þessum leik.
    Maður er reiður, pirraður, sár, vonsvikinn og dapur allt í einu eftir þennan leik.

    2018 fannst manni við þurfa fullkominn leik til að sigra til að ná að vinna Real og markvörðurinn okkar varð að skúrki.
    2022 þá fannst manni við þurfa bar að spila okkar leik og það gerðum við lengstum en markvöður þeirra varð að hetju.

    Þetta var viðbjóðslegt en svona er þessi helvítis bolti en guð minn almátugur hvað maður á eftir að vera lengi að jafna sig á þessum viðbjóð.

    Bestu menn Liverpool fannst mér vera Konate og Fabinho.

    YNWA – Þetta tímabil búið, tveir bikarar í höfn en maður er samt svektur og vildi meira.

    P.s Ég held að það réði ekki úrslitum en djöfull hlakkaði í dómara djöflinum að flauta til leiksloka.
    Hvernig hann bæti ekki við að lámarki tveimur mín er mér óskiljanlegt. Ekki það að ég er alls ekki viss um að við hefðum skorað en þeir voru liggjandi, tefjandi, skiptingar og þetta brot í restina þegar hann brýtur gróflega af sér þegar það eru en þá 15 sek eftir og svo sparka þeir boltanum í burtu en við fáum ekki að taka aukaspyrnuna er auðvita ekkert annað en greindaskortur hjá þessum ( orð að eigin vali)

    7
  10. Nenni ekki einhverjum fokking pollyönnuleik hérna. Þetta var ömurlegt. Salah, miðað við form síðustu vikna, átti ekki að byrja þennan leik. Alveg vonlaus. Gerði vel þegar hann kom sér í gott færi en klúðraði því. Diaz tekinn útaf en lúkkaði miklu hættulegri en Salah.

    Trent, oh boy oh boy, gaf þegar hann átti skjóta og skaut þegar hann átti að gefann og svo steinsvaf hann í markinu. Ef hann hefði sleppt þessu letihlaupi hefði VinnyJr. verið rangstæður. Inná miðjuna með hann.

    Leikurinn var spilaður uppí hendurnar á madrid og taktískt algjört þrot hjá liverpool. Aldrei líklegir og verð nú að segja að robbo, trent og salah hrikalega daprir.

    Selja Salah meðan það fæst einhver aur fyrir hann og inn með Saka.

    9
  11. Það er uppstokkun framundan, það er augljóst! Vantaði allt hjarta í þetta, sem er aðalsmerki Liverpool….

    5
  12. Rólegur!

    Selja einn best leikmann í heimi í besta liði í heimi, sem spilaði nota bene ALLA leiki sem hægt var á tímabilinu, fyrir gutta sem var hlutfallslega góður í meðalliði!!!

    Það er ekki langt síðan við vorum á sama stað og Arsenal í dag… förum ekki að kaupa okkur þangað.

    Geggjað lið, geggjað tímabil!

    11
    • Ætlaði alls ekki að þumla þig en salah er búinn að vera ömurlegur í 4 mánuði, neitar að skrifa undir og ætlar að spila næsta ár og fara svo frítt! Fokk that! Saka er 20 ára og er mjög góður og á eftir að verða betri.

      6
      • Rólegur…. hvað sem segja má um hegðun eða persónuleika hefðum við ekki verið á þessum stað án Salah.

        Saka er ágætur, en ég treysti nú Klopp mun betur en einhverjum sófaspekingum til að styrkja liðið til framtíðar

      • Sammála með Klopp. Algjör kóngur og treysti honum 100%. Miðað við frammistöðu Salah last 4m á hann ekki skilið 400k p/w, ekki séns. Frekar að selja á meðan það fæst top dollar og Saka í hans stað væri ekki galið. Bara mín skoðun.

        5
  13. Ancelotti er einfaldlega sá besti.
    Það góða er að Klopp lítur mikið upp til hans og lærir af honum á vegferð sinni í að verða sá besti.

    Sanngjörn úrslit og fullkominn taktískur sigur hjá Real Madrid. Þeir sýndu gæði á miðjunni, stóðu vörnina, vörðu skotin okkar (sem hefðu getað verið betri) og svo nýttu þeir færin sín.

    Óskum Real Madrid til hamingju. Þeir eru einfaldlega besta lið heims í dag; rúlla upp deildinni og vinna svo Meistaradeildina með því að slá út PSG, Chelsea, City PF Liverpool. Ancelotti.

    10
  14. Þrír úrslitaleikir, ekkert mark. Tveir þar af framlengdir.
    Unnum ekki neinn af topp fjórum í deildinni.
    Klopp þarf að kunna að koma á óvart, vera ekki svona fyrirsjáanlegur.

    En tveir bikarar og tvö silfur. Sáttur með tímabilið og liðið.

    6
  15. Eftir að hafa melt úrslitin aðeins (og skoðað hvað fólk segir á Twitter), þá held ég að staðan hafi einfaldlega verið sú að það var ekki meira á tanknum hjá okkar mönnum, hvorki líkamlega né andlega. Það að spila 63 leiki á tímabilinu, plús landsleiki hjá mörgum, er bara drulluerfitt. Jú, Klopp er búinn að rótera meira en oft áður, og það þýddi að liðið var með orku til að vinna tvær keppnir og hirða silfrið í hinum tveim. Við hefðum líklega öll kosið að gullin hefðu lent PL og CL megin, við skulum ekki reyna að halda öðru fram. En ef manni hefði verið boðið þetta fyrir tímabilið þá hefði maður tekið því. Jú, það að vinna silfur er fjarri því að vera jafn gaman og að vinna gullið. Ég kýs það samt frekar en að vera í sporum annarra knattspyrnuliða og aðdáenda þeirra, liða sem eru e.t.v. ekki einusinni að taka þátt í CL á næsta tímabili. Nefnum engin nöfn.

    Ekki nóg með að tankurinn hafi verið tómur hjá leikmönnum, þá hjálpaði fíaskóið við að komast inn á völlinn ekkert heldur, því áhorfendur voru örugglega ekki í andlegu ástandi til að hjálpa leikmönnum yfir þennan síðasta þröskuld (sjá t.d. hér: https://twitter.com/SimonBrundish/status/1530812157499146240).

    Nú er spurningin: hvernig breytist liðið í sumar, og hvað gera Klopp og Lijnders til að vera betur í stakk búnir til að fara alla leið ef tækifæri gefst til?

    14
  16. Eina sem ég set spurningamerki við er af hverju Mane byrjaði þennan leik. Ef hann er að yfirgefa okkur núna þá átti hann að byrja á bekknum og Jota byrja í hans stað.

    Tveir bikarar af fjórum er ágætis uppskera þó í réttlátari heimi hefðu þeir orðið fjórir.

    Vona að eigendur fara átta sig á því hversu mikil gæfa það er að hafa Klopp og bakki hann vel upp í sumar.

    Sjáumst í ágúst,
    YNWA

    7
    • Fullkomlega eðlilegt að byrja Mané.

      Hins vegar skil ég ekki hvers vegna Jota fær ekki að spila í miðjunni þegar hann kemur inn á .

      2
      • Nú er það ekki avo að mér finnist Mane slakur leikmaður heldur þvert á móti einn af okkar bestu.

        Ástæður fyrir því að ég hendi þessu fram eru tvær:

        -Mér hefur fundist að þegar leikmenn hafa ákveðið að fara þá sé hausinn kominn hálfa leið og því ekki full einbeitning á verkefninu
        -Hefði verið fínt að leikmaður sem verður áfram hjá okkur fái reynsluna af svona mikilvægum leik í stað leikmanns sem er að fara.

        Að því sögðu þá mun ég sjá á eftir Mane

        YNWA

        4
  17. Takk fyrir frábært tímabil. Að keppa til úrslita í öllum bikarkeppnum og lenda í öðru sæti í deildinni er eitthvað sem hörðustu stuðningsmenn félagsins hafa aldrei upplifað. Ef það er hægt að hugga sig við eitthvað þá er það að Liverpool þarf ekki að keppa í “heimsmeistarakeppni” félagsliða á næsta tímabili á sama tíma og HM fer fram í nóv/des. Held að AFCON hafi haft meiri áhrif á holningu og orku leikmanna en ætla mætti og það hafi að lokum komið í bakið á okkur. Salah er frábær leikmaður en er stanslaust spurður um stöðuna á samningi sínum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er hann atvinnumaður í íþróttinni og sem slíkur þá skarast á hagsmunir hans, félagsins og stuðningsmanna þegar kemur að samningsmálum. Eftir að FFP var “de facto” afnumið þá geta liðin sem þurfa ekki að vera sjálfbær borgað bestu leikmönnunum nánast hvað sem er. Nýjasta dæmið er Mbappe – þar eru það ekki bara launin heldur að auki samningsbundin völd yfir stjórnun félagsins. Ef þjálfarinn eða annar leikmaður gerir ekki það sem Mbappe vill, þá geta þeir bara tekið pokann sinn. Ef Klopp og co geta haldið áfram að finna leikmenn sem hafa enn ekki náð að springa út þá eigum við ennþá möguleika að verða betri og vinna fleiri titla – en það verður ennþá erfiðara eftir því sem félögunum fjölgar sem þurfa ekki að vera sjálfbær. YNWA

    5
  18. Takk Liverpool fyrir þessa skemmtun sem verið hefur í vetur. Kærir þakkir til ykkar sem takið þátt í fjörlegum umræðum hér á síðunni sem og til ykkar greinaskrifarar. Held að Liverpoolsamfélagið samanstandi almennt af skemmtilegu fólki. Keppni til loka á öllum vígstöðvum og því varla hægt að biðja um meira. Varla dauð stund frá því í ágúst. Styrkleiki liðsins og spilamennska gefur tilefni til fleiri titla. Liðið á heilmikið inni sem leiðir vonandi til glæstra sigra í framtíðinni. Góðar stundir og gleðilegt sumar.

  19. Nenni ekki að segja neitt um leikinn.

    En sjit, hvað ég á eftir að sjá eftir Sadio Mané. Mikill uppáhaldsmaður minn. Alltaf fighter, fram í fingurgóma.

    8
    • Sammála með Mané, algjör synd að hann sé að fara. Mikill baráttu og liðs maður. Hefði heldur viljað halda honum en Salah ef um val hefði verið að ræða.

      4
      • (sammála síðustu setningu, en þorði ekki að segja það)

        2
      • Það fer svolítið eftir því hvaða Salah við erum að tala um. Salah eins og hann var fyrir áramót? Semja við hann strax. Eftir áramót? Mætti selja mín vegna.

        4
      • Salah eftir áramót, Daníel.

        Það hefur verið alveg slökkt á honum eftir Afcon tapið. Ég held að þessi samningamál hafi líka ruglað hann alveg í hausnum. Eins og hann hafi sett á stillinguna: „sýnum-þeim-hvernig-Liverpool-gengur-ef-ég-reyni-ekki- að-skora”.

        Á hinn bóginn var hann geggjaður fyrir áramót og það er ekki eðlilegt hvað breytingin er mikil.

        7
  20. Tímabilið fór úr því að geta verið stórkostlegt, niður í að geta verið frábært og endar svo sem mjög gott en ég get samt ekki leynt vonbrigðum mínum með leikinn i gær. 24 marktækifæri skiluðu engu, skoruðum ekki í þessum leik fremur en í hinum tveimur. Þurfum alltaf svakalega mörg færi til að skora, finnst mér. Þetta snýst ekki bara um markmanninn heldur hvar boltinn er settur.
    Finnst við þurfa alvöru markaskorara sem getur nýtt þetta eina færi sem skiptir sköpum.
    Liðið komið að tímamótum svo það er eins gott að það verði verslað.
    Ég vil meina að þessi niðurstaða sé afleiðing þess að lítið var gert á markaðinum sl. sumar, það þarf endurnýjun og meiri gæði í hópinn á ákveðnum stöðum. Tek það líka fram að ég átti ekki von á neinu frá liðinu þetta tímabil þannig að þeir fóru langt yfir væntingar en þetta eru samt vonbrigði.
    Núna eru engar afsakanir, FFP er dautt og ef við ætlumst til þess að keppa við olíu liðin á vellinum þá verðum við að gera það líka á leikmannamarkaðinum, annars verður þetta nær undantekningalaust næstum því mót næstu árin. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Klopp framkvæmi kraftaverk á hverju ári.
    Ef FSG gyrðir sig ekki í brók komandi gluggum og setur alvöru pening í leikmannakaup þá þurfa þeir að fara.

    6
  21. Það er í raun ótrúlegt að leikmenn vilji fara frá þessu frábæra umhverfi.

    8
  22. Tvö gull og tvö silfur – það tekur í hálsvöðvana og maður tekur það alla daga ársins og liðið hefur staðið sig með ólíkindum.

    Mané út og Saka inn.

    Takk fyrir tímabilið og sjáumst galvösk í Ágúst.

    3
  23. Þarf að semja við salah henda í hann lokasamning með alvöru launum, væri hægt að bjóða mane það sama, kom mikil innkoma á þessari leiktíð, láta þá fa 4 ára samninga og kaupa miðjumann í sumar þá er liðið tilbúið fyrir næstu leiktíð.

    3
  24. Við eigum öll að vera stoltir POOLARAR, ég er það allavega. Við erum einfaldlega bestir.

    5
    • Já Son hefur gæðin og hraðan sem maður myndi sætta sig við það er klárt mál.
      Maður myndi ekki fussa við þeim kaupum en maður á eftir að sakna Mané það er morgunljóst.

      4
    • (einhverjar vísbendingar eru um að Mané sé nú samt ekki alveg tilbúinn kveðja)

      En ég hef bara enga trú á því að Klopp eða FSG fjárfesti (dýrt) í gömlum sóknarmanni. Fjárfesting í gömlum mönnum er bara ekki í viðskiptamódelinu hjá FSG. Vissulega var fjárfest í Thiago Alcântara og þá sem jafngömlum og Gini. En er ekki miðsvæðið kannski einmitt svæðið sem þú/FSG gerir helst undantekningu frá slíku? Miðsvæðið þarf umfram allt góða einstaklinga en líka mikla reynslubolta, … já og rosalegra vinnuhesta í anda Hendó, Millý og Gini. Gamlir naglar hafa litlu við að bæta við varnar- og sóknarlínur Liverpool, slíkt má þjálfa og hefur verið gert!! Miðjan er hins vegar ágætis pæling??

      Ég yrði illa bitinn ef Son yrði keyptur, frekar myndi ég búast við að 2 ungir og mjög efnilegir yrðu keyptir í sóknina og gefið haustið til að sanna sig.

      3
  25. Sem allra besti leiðtogi ever, snéri Klopp öllum bölmóði við á 0,00000einni. Öll tókum við eftir því!!

    Hann setti strax markið á úrslitaleik næsta vor í Istanbul og við vorum öll komin þangað á ekki lengri tíma og að sjálfsögðu án þess að efast, gleymdum í raun strax þessu mjög svo góða vori. Local fanbase-inn var líka strax með á nótunum og mætti í mjög svo stóra sigurgöngu og hugur okkar allra var um leið allur komin í stemminguna þar. Robbo hefur lýst því hvaða áhrif gangan hafði á hann persónulega og það var bara engin f……. bölmóður frá þeirri upplifun. Liðið og fanbase-inn eru sem eitt.

    Það sem ég held að Klopp hafi lært núna í vor, er, að enn og aftur að álagið á sigurvegara er alltaf óhemjumikið og þá núna sérstaklega bara helv…. óhemju mikið. Við sáum öll að þrátt fyrir að stýra mörgu í undanfara þessa síðasta leiks voru menn samt búnir á orkunni. Slíkt mun ekki endurtaka sig hjá Klopp. Hvernig tekst liðið þá á við 4 keppnir? Klopp mun styrkja þennan hóp með nokkrum nauðsynlegum kaupum og með því að taka yngri mennina lengra og treysta þeim meira í semi-hlutlausum leikjum og nýta sér svo orku gömlu mannana (Milner, Hendo, Mane, Salah) í botn eftir þörfum. Næsta vor (frá byrjun janúar) munu þessir 4 (ef þeir halda allir áfram) verða hvíldir eftir þörfum fyrir öll úrslit en orka þeirra og reynsla nýtt í botn eftir hinu þýska skipulagi.

    2
  26. Stórkostlegt tímabil þar sem liðið spilaði alla leiki sem hægt var að spila með því að fara alla leið í öllum þremur bikarkeppnum.
    Töpuðum deild og CL með einu marki.
    Vorum líka 2 vítaspyrnum frá því að vinna ekkert.
    Skemmtilegasta fótboltalið í heimi sem spilar alla leiki á fullu blasti.
    Hlakka til næsta tímabils.

    5
  27. Kemur í ljós að í aðdraganda marksins kemur Benzema, í rangstöðu, við knöttinn með tánni.
    Markið þal ólöglegt og við rændir, enn einu sinni.

    2
    • Æji í alvöru? Við skulum ekki vera svona litlir.
      Það var ekkert að þessu marki og það var meira að segja tekið löglegt mark af Real þegar benzema skoraði.

      Áfram með lífið

      8
  28. Hvað er að gerast í klúbbnum? Mane, Salah, Origi og OX að fara og einn unglingur að koma inn. Er ég sá eini sem er á nálum yfir þessu? Ég vona að félagið fari ekki í sömu mistök og um árið og endum þunnskipaðir og reiðum okkur á kjúklingana.

    2
  29. Nennið þið að henda inn nýrri frétt. Hún má eiginlega vera um hvað sem er.

    Ég get bara ekki horft á úrslitin úr leiknum í hvert einasta sinn sem ég kem inn á síðuna.

    14
  30. Sælir félagar

    Væri ekki ráð að koma með umræðu um félagaskiptagluggann og hvað menn sjá í honum. Nú er verið að ræða um að bæði Salah og Mané fari í sumar og fleira. Margt virðist í gangi. Vonandi hafa úrslitin í M – deildinni ekki farið alveg með Kop – arana. Flestir eru búnir að jafna sig á þeim og sú umræða orðin umræða gærdagsins. Gott væri því að losna við 0 – 1 fyrirsögnina af toppi síðunnar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8

Úrslit CL – liðið gegn Real

Næsta tímabil