Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins

Guðmundarlundur 17:30 – Fimmtudag 9.júní

Vinir okkar í Liverpool klúbbnum eru loksins að ná að efna til fjölskylduhátíðar sem verður á morgun fimmtudag í Guðmundarlundi Kópavogi klukkan 17:30.

Þar geta menn mætt með fjölskylduna og fagnað saman kaupunum á Darwin Nunez (7,9,13) 😎

Svona er tilkynningin frá klúbbnum nákvæmlega:

Kæri félagsmaður

Minnum á fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins sem fer fram í Guðmundarlundi í Kópavogi á morgun fimmtudaginn 09.06.2022 og hefst kl. 17:30!!!!

LOKSINS LOKSINS!!!

Er komið að því að við getum haldið okkar skemmtilegu hátíð
sem við höfum því miður ekki getað verið með síðustu 2 ár, en í ár ætlum við að
bjóða félagsmönnum okkar uppá grill og skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem
Liverpool klúbburinn ætlar að bjóða uppá grillaðar pylsur/pulsur og skemmtun í
Guðmundarlundi. Á staðnum er minigolf hægt að fara í frisbígolf og förum
í skemmtilega leiki, Lalli töframaður mætir svo á svæðið og skemmtir
okkur!

Sjáumst hress og gerum lundinn áberandi rauðan!!!

kv. Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi 

 

Silly season á fullu

Darwin Nunez breytir sóknarleik Liverpool