Við erum í raun búin að vita síðan í lok janúar að Fabio Carvalho yrði leikmaður Liverpool þegar leiktíðin 2022-2023 myndi hefjast, en félagaskiptin gengu í raun ekki formlega í gegn fyrr en núna um mánaðamótin, og hann var kynntur á heimasíðu félagsins núna í morgun.
Jafnframt kom í ljós að hann myndi taka treyju nr. 28.
Þetta þýðir að treyja nr. 10 verður að öllum líkindum ónotuð í vetur… NEMA það sé von á eins og einum kaupum til viðbótar…? Það þekkist reyndar alveg að lág númer séu ónotuð í einhvern tíma, t.d. er treyja nr. 2 búin að vera ónotuð síðan Clyne fór.
Carvalho mætir til æfinga í fyrramálið, ásamt 18 öðrum leikmönnum, þegar James Milner mun vinna mjólkursýruprófið 30. árið í röð.
Forsenda þess að við getum barist við lið eins og Man City og Newcastle í framtíðinni er að kaupa leikmenn áður en þeir verða stórstjörnur. Ég bindi vonir við að þessi gaur sé einmitt þannig fyrirbæri.
Hárrétt.
held að titilbarátta Newcastle sé ansi langt í í framtíðinni. Þó vonin sé veik þá er möguleiki að komið verði böndum á eyðslu þeirra.
Bellingham fær tíuna
Vonandi.
Bellingham inn?
Keita og/eða Firmino út?