Liverpool – Man utd æfingaleikur

Það er fyrsti æfingarleikurinn í dag hjá okkar mönnum og er hann spilaður við erkifjendurna í Man utd. Já þetta er bara æfingarleikur en það er alltaf smá undir þegar þessi tvö lið mætast á fótboltavellinum. Markmiðið er samt númer 1,2 og 3 hjá okkur í dag að gefa mönnum smá spilatíma og má reikna með að við stillum upp tveimur liðum í sitthvorum hálfleiknum og að engin spilar lengur en 45 mín í dag.

Man utd hófu sitt undirbúningstímabil 27.júní á meðan að Klopp gaf okkar strákum aðeins lengri tíma en það hófst 4.júlí. Þetta gæti haft það í för með sér að Man utd séu aðeins lengra komnir í sínum undirbúning eða svo að ég haldi smá ríg gangandi að núna eru þeir þá aðeins 3 árum á eftir okkur 😉

Leikurinn í dag verður sýndur á Viaplay og LFCTV GO (gæti líka verið MUTV) og hefst klukkan 13:00

Það má svo skemmta sér og rifja upp þennan leik frá síðustu leiktíð.

YNWA

16 Comments

  1. Alisson
    Mabaya, Phillips, Gomez, Chambers
    Henderson, Morton, Carvalho
    Elliott, Diaz, Firmino.

    2
  2. Mjög áhugavert hvernig liðin nálgast þennan leik. Liverpool með mjög blandað lið meðan Utd stillir upp sínu allra sterkasta.

  3. Mikill styrkleikamunur á byrjunarliðunum í það minnsta á pappírunum 🙂 Þetta er leikur til að starta mönnum og vonandi sýna minni spámenn í okkar hóp gæði og getu.
    YNWA

  4. Smá munur á uppstillingu en gaman að sjá Elliot og ungu strákana spreyta sig

    2
  5. Er Viaplay enn og aftur með allt niðrum sig. Kemur þar fram að leikurinn sé kl 15 í beinni.

    2
  6. Það stefnir í að manu séu að fara að jafna,,,,,staðan 3-9,,, segi bara svona

  7. Þetta fór nú ágætlega af stað hjá okkur. Við vorum að ná að spila vel og skapa færi en svo komast þeir yfir eftir einstaklingsmisstök, við höldum áfram að sækja en þeir skora aftur eftir klaufaskap í vörn. Þá var komið 30 mín og nýtt lið inn á sem gaf sér 1 mín til að gefa næsta mark og aftur var það einstaklingsmisstök.

    úrslitin í þessum leik skipta ekki máli en þetta er samt pirrandi að vera 0-3 undir og mér er sama þótt að þeir séu að stilla upp sínu sterkasta og við með bland í poka lið. Phillips/Williams ekki að hækka sinn verðmiða og vörnin hefur verið galopinn.
    Vonandi kemur aðeins kraftur í síðari hálfleik og við náum að skora að minnstakosti.

    2
  8. Ljósi punkturinn í fyrri hálfleik var Mabaya. Fjári lúkkar hann vel á hægri kantinum.

    1
  9. Ótímabæra spáin:

    Liverpool
    Man City
    Tottenham
    Arsenal
    Chelsea
    West Ham
    Man Utd
    Newcastle
    Leicester
    Wolves
    Brighton
    Aston Villa
    Crystal Palace
    Everton
    Fulham
    Brentford
    Southampton
    Leeds
    Nott. Forest
    Bournemouth

    1
  10. Horfði á þennan leik og helv. var þetta gott. Úrslitin náttúrulega leiðinleg ein og sér. En…

    1. Mjög gott að allt kæruleysi og værukærð er núna búið. Leiðtogar liðsins munu ekki þola þetta og menn verða togaðir aftur niður á jörð. Skiptir engu að við unnum 9-0 gegn MU í fyrra. við þurfum að spila fótbolta til að vinna. Og fótbolti er spilaður með og án boltans og í sókn og í vörn.
    2. Hvílíkt sem við eigum af efnilegum leikmönnum. Aðalhópurinn plús leikmenn undir aldri (ca 30) hefur held ég aldrei verið sterkari.
    3. Held að fyrstu 2 í allar stöður í liðinu séu nógu góðir til að við getum keppt um titilinn. Og hópurinn nógu djúpur til að berjast á öllum vígstöðvum. Aftur. Augljóst að taktískt hefur liðið ekki verið að vinna mikið saman. Æfingarferðin eftir markaðsferðina, sem verður með smærri hópi, fer í það.
    4. MU eru ekki sterkt lið. Sé það ekki í topp 4. Reikna með að LFC hafi æft í morgun fyrir leik og við spiluðum að mestu saman leikmönnum sem hafa aldrei spilað leik saman áður. Síðustu 30 mín var augljóst að menn ætluðu að skora strax og ná 3 mörkum — og varnarleikurinn gleymdist algerlega… En gæðamunurinn var gríðarlegur.
    5. Hvernig í ósköpunum á Klopp að velja í lið..?!

    5
  11. Sammála því að Mabaya var ljósi punkurinn í fyrri hálfleik. Samkvæmt minni tölfræði átti hann tvær hættulegar fyrirgjafir en Shaw náði að blokka þá þriðju þannig að úr varð horn. Mabaya var að reyna að búa til eitthvað þarna úti á hægri kantinum. Hann er sókndjarfur en átti að gera betur betur í fyrsta markinu.

    1
  12. Sælir félagar

    Mér er alveg sama hvort um er að ræða æfingaleik eða ekki. Þessi úrslit eru ekki boðleg gegn þessu liði. Það getur verið að það hafi verið hægt að sjá eitthvað jákvætt út úr þessum leik eða frammistöðu einstaka leikmanns ég veit ekkert um það. En að tapa 4 – 0 fyrir MU er fullkomlega óþolandi og ekkert annað. Andskotinn bara.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6

Lánabækur Liverpool

Tap í fyrsta æfingaleik tímabilsins