Gullkastið – Korter í mót

Góðgerðarskjöldurinn er eftir 12 daga og æfingatímabilið að fara í næsta fasa. Töluvert að frétta af leikmannamarkaðnum en svosem ekki mikið hjá Liverpool.

1.mín – Æfingaleikir í Asíu
17.mín – Breytingar á miðjunni?
35.mín – Hvað er að frétta af hinum liðunum í deildinni
72.mín – Næstu leikir

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

MP3: Þáttur 387

8 Comments

  1. Takk fyrir hlaðvarpið, alltaf gaman að hlusta á ykkur. Y.N.W.A.

    4
  2. Kl. Hvað er leikur? Sé 17.15. er það rétt? Er hann sýndur á viaplay?

  3. Sælir félagar

    Takk fyrir spjallið drengir og það sem þar kom fram. Það breytir því ekki að það er drullu helv . . . fúlt að tapa fyrir MU í hvaða leik sem er, hvar sem er alltaf.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • þú forðufellir nú í kommentakerfinu eftir hvert einasta tap.

      Fyrir aðra skiptu úrslitin í þessum leik ekki nokkru máli.

      2
      • Sæll afleggjari.

        Það er nokkuð til í því 🙂 En að tapa fyrir MU er alltaf ástæðan til froðufalls. Mér er nákvæmlega sama hvort það er í leik (æfingaleik) sem skiptir engu máli. Ég bara froðufelli þegar það gerist. MU er minn höfuðanstæðingur í fótbolta og ég bara þoli ekki að tapa fyrir þeim í einu né öðru. Svo einfalt er það.

        Það er nú þannig

        YNWA

        12
  4. Ég sakna Mane. Hef pínu áhyggur. Veit það þarf að þróa liðið og enginn er ómissandi og allt það. En hann er bara svo góður í fótbolta. Með þeim betri í heiminum.

    4
    • Hef ekki neinar rosalegar áhyggjur. Erum með nægilega sterkan hóp til að landa meistaradeildarsæti. Ef að Nunez rífur sig loksins í gang þá gætum við jafnvel veitt Man City samkeppni eitthvað fram á vetur.
      Þó Luis hafa verið lipur á vængnum í vor þarf hann að bæta mörkum við sinn leik ef hann á að fylla skarð Mané.
      YNWA

      4
      • Já það er rétt, Nunez er búinn að vera skelfilegur fyrir okkur í allar 60 mínúturnar sem hann hefur spilað fyrir okkur í alvöru æfingaleikjum. Vonandi að hann rífi sig loksins í gang.

        Sorrý, ég bara varð.

        En annars er ég sammála þér, hef engar sérstakar áhyggjur, hef trú á okkar mönnum, þótt stóra liðið í næstu borg verða öflugri á pappírnum en í fyrra.

        Meistarar í vor!

        11

Æfingaleikur 2 – Palace í Singapore: 2-0 sigur

Æfingahópurinn og leikur gegn Leipzig í dag