Það er fátt óvænt við uppstillingu liðsins sem mætir City á heimavelli Leicester núna kl. 16, þetta er í raun og veru bara liðið sem kláraði æfingaleikinn í vikunni:
Bekkur: Davies, Gomez, Konate, Milner, Keita, Jones, Elliott, Carvalho, Nunez
Takið eftir því hvað bekkurinn er ungur, allt ungir og efnilegir leikmenn sem eiga bestu ár ferilsins framundan.
Það áhugaverða er að ef þessi leikur vinnst, þá yrði það ekki fyrsti bikarinn sem Liverpool vinnur í júlímánuði.
Hendo er að fara að spila leik númer 450 með Liverpool, væri ekki tilvalið ef liðið krækti í bikar af því tilefni?
KOMA SVO!!!
Stream
Einhver ?
https://redi1.soccerstreams.net/event/liverpool-manchester-city-live-stream/896478
Geggjað mark.
TRENT !!!
Hrikalega flottur fyrri hálfleikur Salah og Diaz virkilega sprækir.
Flott mark hjá Trent.
Hlakka til að sjá Nunez koma inná í seinni
Thiago Alcantara virðist koma vel undan sumri. Margir sem virðast koma ferskir til leiks. Firminho einn af þeim. Skemmtilegur fyrri hálfleikur.
Fyrri hálfleikurinn var algjörlega frábær. Sóknarleikurinn hefur verið flugbeittur og varnarleikurinn stálsterkur. LIðið hefur varist mjög vel þegar það er viðeigandi. Verið með tvær varnarlínur í nánd við hvora aðra á sínum varnarhelmingi og þrengt þannig svæði fyrir City menn að gefa í en þess á milli verið stórhættulegir sóknarlega og eru verðskuldað einu marki yfir. Að mínu mati mun betra liðið á vellinum.
Skítamark fokk
Fannst þetta nú meira brot á Adrian þegar Foden sparkar bara í hann, sást vel í endursýningunni, þótt hann hafi ekki tök eða stjórn á boltanum, þá klára sparkar hann í Adrian sem er liggjandi. Nei, nei, voru ekkert að endursýna það eftir að markið var gefið.
Mo mo Sala.
Þvilíkt víti hjá Salah
SALAH! magnað víti
Hahaha Darwin
NUNEZZZ
Darwin 1-0 Haaland
Helginni reddað áfram Liverpool !!
AHAHAHAHAHAAAAAA
Norska pulsan að finna fyrir pressunni
Geggjað!!
Sjálfsagt á Haaland eftir að vera magnaður með city, en mér finnst hann ekki fitta þarna inn. Þetta minnir svolítið á Lukaku hjá chelski á síðasta tímabili. En þetta er bara skjöldur og klárlega er pep að reyna breyta uppsetningunni eins og Nunez, en kannski hefur pep minnst fleiri leikmenn sem voru innvinklaðir í kerfið…sterling og jesus og svo reyna við grielish eins og rjúpan við steininn. Við misstum í raun bara mane í þessu, þannig kannski Nunez mun kannski blómstra meira í fyrstu, svo veit maður aldrei ef þeir læra inn á haalandinn.
Til hamingju allir þó að þetta sé ekki kanski merkilegasti bikarinn (skjöldur) þá myndu ManU menn telja allt til til að verða sigursælastir aftur þessi færir okkur fjærri þeim og neglir okkur sem sigursælasta lið englands.
YNWA