Liverpool byrjaði leiktíðina 2022-2023 á að gera 2-2 jafntefli við spræka nýliða Fulham.
Mörkin
1-0 Mitrovic (32. mín)
1-1 Nunez (64. mín)
2-1 Mitrovic (72. mín)
2-2 Salah (81. mín)
Gangur leiksins
Eins og lið Liverpool leit nú vel út í leiknum gegn City um síðustu helgi, þá var bara eins og okkar menn væru ekki mættir til leiks. Fulham menn voru miklu ágengari, okkar menn gerðu sig seka um fjölda sendingarfeila og það var bara eins og það væri ekki kveikt á þeim. Vissulega náði Díaz að setja boltann í netið, en það gerðist eftir að Robbo var áberandi rangstæður og markið því réttilega dæmt af. Fulham refsuðu okkar mönnum eftir rúmlega hálftíma leik þegar Mitrovic vann skallaeinvígi við Trent, þar hefði okkar maður mátt gera betur og spurning hvort Alisson hefði mátt gera það líka. En sanngjörn forysta engu að síður. Díaz hélt áfram að vera sá sem helst ógnaði, og átti skot í stöng nokkru síðar. Staðan var 1-0 í leikhléi, og ekkert við því að segja.
Heimildir herma að Klopp hafi verið brjálaður í leikhléi, og ekkert skrýtið. Maður hefði því haldið að okkar menn hefðu komið grimmari til leiks í síðari hálfleik, en það var ekki að sjá. Hins vegar meiddist Thiago snemma í síðari hálfleik, Klopp ákvað að setja Harvey inná í hans stað og tók Firmino út af sömuleiðis í stað Nunez. Þetta breytti leik okkar manna aðeins, og nokkrum mínútum síðar kom James Milner inná fyrir Fabinho. Þetta var bara klassískur leikur þar sem vantaði meira stál inn á miðjuna, og hver er betur til þess fallinn að koma með það frumefni inn á miðjuna annar en James Milner? Sérstaklega með þetta skegg.
Nunez fékk tækifæri til að skora fljótlega eftir að hann kom inná, en ákvað að renna boltanum inn að markteig og Fulham náðu að hreinsa. Þá fékk hann aftur tækifæri eftir fyrirgjöf frá hægri, reyndi að flikka boltanum en tókst ekki. En svo á 64. mínútu fékk hann annað svipað færi eftir fyrirgjöf frá Salah, reyndi svipað flikk og núna fór boltinn í netið. Van Dijk gerði sig sekan um fáheyrð mistök þegar hann danglaði fætinum í Mitrovic, lítil snerting en næg til að Mitrovic flaug í jörðina eins og hann hefði verið skotinn í fótinn og fékk víti. Hann tók það sjálfur og skoraði þó Alisson færi í rétt horn.
Þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka náði svo Salah að skora í opnunarleik tímabilsins 6. árið í röð, sending inn á teig frá Trent, Nunez tók við boltanum og renndi á Salah sem gerði engin mistök. Carvalho kom svo inná fyrir Díaz, og hefði mögulega getað skorað úr sinni fyrstu snertingu í úrvalsdeildinni, en skot hans af vítateig fór yfir. Hendo átti svo skot í þverslá skömmu fyrir leikslok, en 2-2 jafntefli staðreynd.
Frammistaða leikmanna
Nánast allt byrjunarliðið átti slæman dag, kannski einna helst hægt að taka Díaz út fyrir þann sviga. Þeir sem komu inná áttu hins vegar fínan leik og bættu leik liðsins. En það þarf að velta fyrir sér af hverju menn komu ekki betur mótíveraðir í fyrsta leik tímabilsins.
Umræðan eftir leik
Það er ágætt að muna að tímabilið er 38 leikir, City tapaði sínum fyrsta leik í fyrra – vissulega gegn sterkari andstæðingi. Tökum samt ekkert af liði Fulham, það hefði hvaða lið sem er strögglað gegn þeim eins og þeir spiluðu í dag.
Það má líka velta því fyrir sér hvort það megi ekki bara setja Nunez í byrjunarliðið. Þetta er strákur sem þarf vissulega sinn tíma til að aðlagast deildinni, smá óöryggi í honum ennþá, en samt er hann með mark og stoðsendingu í dag. Þetta er leikmaður sem á eftir að verða algjört skrímsli fyrir okkur, þið lásuð það fyrst hér (eða mögulega eru einhverjir búnir að spá því frá því hann kom til Liverpool í sumar og þá lásuð þið það þar). Við vitum að Firmino er líka geysiöflugur af bekknum, og getur komið inná í framlínuna og á miðjuna…
…talandi um miðjuna, við vitum ekki hversu slæm meiðslin hjá Thiago eru, en núna eru hann, Ox, Curtis og Keita allir frá. Glugginn er opinn Klopp #justsayin
Næstu verkefni
Það er æfingaleikur gegn Villa á morgun, spurning hvernig hann verði mannaður í ljósi þess hvað bekkurinn er orðinn þunnur. Ætli við sjáum ekki Adrian, Bajcetic, Nat og fleiri?
Svo er það næsti deildarleikur á mánudag eftir viku, þegar okkar menn mæta á Old Trafford. Rétt að rifja upp að í fyrra unnu okkar menn þann leik 0-5, mikilvægt að gleyma því ekki. Crystal Palace á Anfield (smá mislestur hér í gangi).
Það er byrjað með látum.
Rosalega var þetta þungt og erfitt í dag, margir leikmenn virkilega lélegir og þar helst Trent, Fabinho og Van Dijk.
En það þíðir ekkert að væla yfir þessu.
Þetta tekur kop verja niður í smá stund ??allt of mikil gullstund hjá þeim. Spá öruggum sigri sem var alltaf að fara að vera mjög erfiður leikur, hvað þá án þess að spila varnarleik.
Klopp á þetta 100% þreyttir og slakkir. Miðjan röng eins og sást þegar skiptingar komu.
Firmino karlinn er á gufunum og þetta var ekki leikurinn hans.
Hvað var Trent að gera allann leikinn! þetta var svona 2-3 einkunn
Verðskuldað stig hjá Fulham. Verðskulduð tvö töpuð stig hjá Liverpool.
Hvað ætli muni miklu á launaútgjöldum hjá þessum klúbbum? Margir hálaunaleikmenn mega skammast sín í dag.
Ömurlegt.
Því miður var mikið um einstaklings mistök í þessum leik og menn bara í ruglinu í fyrri hálfleik.
Þetta að sjálfsögðu skánaði 100% þegar Nunez kom inná með mark og stoðsendingu en þetta ógeðslega soft víti sem þeir fengu á okkur fór algjörlega með þetta.
Þetta soft víti var bara 100% skíta hjá Virgil. Fáránlegt að henda út löppinni eins og hann gerði. Mjög vonsvikinn með hans frammistöðu.
Tvö skot í tréverkið, dómarinn dæmdi illa að vana og erfiður útivöllur, leikur kl 11:30, þeirra mörk gefins okkar ekki. Ég er bara nokkuð ánægður með þetta stig þegar yfir völlinn er litið. En ég sagði eftir CL leikinn að Arnold er varnarlega veikur hlekkur og það hefur ekkert lagast og mun ekki gera það því miður.
YNWA
Ég veit alveg að flestir eru à móti þessu og þá sérstaklega herr Klopp en ég væri til í að sjá þessa leið sem oft hefur verið farin þe að prófa Trent á miðjunni, það hefði verið hægt að gera það á þessu pre season og kaupa aðeins stærra nafn en Ramsey í bakvörðinn. Jájá hann er með betri sóknar ákvörðun í heiminum en hann þarf að vera mun betri varnarlega og Þegar Trent skítur í varnarvinnunni þá kostar það yfirleitt mark, það er smá afláttur af varnarvinnunni á miðjunni að því leiti í til. Steve G byrjaði í bakverðinum og varð síðan besti miðjumaður í heimi. Hann var miðjumaður í akademíunni, það var Trent líka ef mig misminnir ekki. Klopp talar um að þetta sé ein mikilvægasta staðan í boltanum í dag en kæmi Trent ekki líka með stoðsendingar og mörk af miðjunni líka ? Við munum aldrei vita hversu góður miðjumaður Trent hefði orðið ef það verður aldrei prófað, kannski of seint ? Veit ekki, þetta er bara pæling sem hefur svosem oft verið kastað fram og ég gat ekki annað en minnst á fyrst hann gerir sig enn einu sinni lítinn á fjarstönginni án þess að reyna að setja bremsurnar virkilega á eða stökkva upp að einhverjum mætti til þess að reyna að trufla skallan hjá sóknarmanninum. Ef hann hefði að einhverju leiti spilað áður á miðjunni væri það líka option til að bregðast við meiðslum á miðjunni þar sem Gomez eða Milner kæmu þá inn í hægri bak, eða Ramsey ef hann er klár í það.
Fyrsti leikur á útivelli á heimavelli liðs sem er nýkomið upp. Sturluð stemning og orka í liðinu og öllum.
Liverpool reyndar hrikalega lélegt en það þarf einn svona leik til að setja menn í fókus. Klopp leyfir þetta ekki aftur
Þetta var ekki Klopp eða dómurum að kenna. Það voru 10 útileikmenn sem ákváðu að þetta væri þægilegt áður en þetta byrjaði. Fulham voru ekki svona frábærir og eru bara ótrúlega slakt lið sem mun falla í ár. Við vorum bara hörmulega lélegir og það kom aldrei upp moment sem við ákváðum að rífa okkur upp. Ég man ekki eftir að við komumst inn í teig hjá fulham fyrstu 20 í seinni hálfleik? Við eigum varla skilið að vera í titilbarráttu eftir þessa hörmungar frammistöðu. Nunez bjartasta vonin, enda veit hann ekkert hvaða lið Fulham er.. Trent, Robbi, Dijk,Hendo, fabinho, Salah og Bobby orðnir of stórir fyrir þessa leiki. Láta éta sig trekk í trekk og Bobby elsku kall þú hefðir átt að fara til Juve í gönguboltan. Sorry en þú ert ekki með hraða í enska. Sénsin fór í fyrsta leik. Það hefur munað 1-2 stigum alltof oft og þarna voru þau í ár, því miður:) City tekur þetta rusl lið 0-5.
Óskapleg dramatík er þetta. Fulham er með fínt lið sem mun velgja mörgum af stóru liðunum undir uggum í vetur. Voru mjög góðir í fyrra og skoruðu 106 mörk í deildinni.
Ekki byrjar það vel en við endum alltaf í top 4. Trent byrjar þetta tímabil eins og hann enda það síðasta, sem veiki hlekkurinn.
Firmino hlýtur að vera seldur (ef það er ennþá hægt nb.) til Juventus fyrir lok mánaðar.
Thiago að meiðast enn eina ferðina og það kemur engum okkar á óvart.
Það jákvæða við þennan leik er að flestir sem lesa fengu 30+ stig fyrir Salah í fantasy.
Skýrslan er komin í hús.
Svo er það næsti deildarleikur á mánudag eftir viku, þegar okkar menn mæta á Old Trafford. Rétt að rifja upp að í fyrra unnu okkar menn þann leik 0-5, mikilvægt að gleyma því ekki.
Næsti leikur er heima gegn Palace. Svo United
Takk, búinn að leiðrétta. Tek samt ekki út þetta með 0-5 leikinn, mjög mikilvægt að halda öllu slíku á lofti sem lengst.
Mér finnst dálítið asnalegt að kenna TAA um, þetta var hrikalega soft víti svo ekki sé meira sagt og svo átti TAA lykilsendindingu amk í öðru marki Liverpool, algjörlega ómetanlegur, hann skapaði að auki oft hættu með sínum sendingum.
Það sem stendur eftir er að miðjan stóð sig ekki nógu vel og Henderson var líklega inná bara afþví Klopp átti ekki fýsilega kosti á bekknum (má deila um það), Fulham menn voru að berjast miklu meira og það skilaði sínu.
En annars er ég enginn Mitrovic fan eftir þennan leik, það var smávegis eins og hann hefði verið þjálfaður af Simone, ekki möguleiki að Salah hefði t.d. fengið þetta víti, aldrei.
Ekki gott, bara langt í frá. Lélegasta frammistaða sem ég hef séð frá liðinu síðan tapinu gegn Lei í des í fyrra.
Jafnteflin urðu okkur að falli í fyrra og kostuðu okkur titilinn, ma gegn svon liðum.
Ef menn ætla sér að gera eitthvað í vetur þá verða svona leikir að vera mun færri.
Þetta var ekki flókið í dag. Við áttum lélegan leik sem er mikil vonbrigði eftir frábæra frammistöðu gegn Man City en við vissum samt allan daginn að þeir myndu verjast aftar og þéttar en Man City og myndi vera allt öðruvísi leikur.
Fulham byrjaði af krafti eins og við mátti búast af nýliðum á heimavelli í fyrsta leik en við eiginlega vöknuðum aldrei í fyrri hálfleik og var hann algjörlega skelfilegur.
Eftir að við jöfnuðu þá fannst manni eins og við myndum ná í þessi 3.stig. Þeir voru komnir á hælana og við fundum lykt af blóði og þjörmuðu að þeim. Þeir fá þetta ótrúlega soft víti og þá vissi maður að núna var markmiðið einfaldlega að ná í stig sem tókst.
Ég reikna með okkar mönnum miklu sterkari í næsta leik gegn Palace enda við ekki þekktir fyrir tvo lélega leiki í röð undir stjórn Klopp. Thiago meiðslin eru það sem pirra mann mikið við leikinn í dag en hann hefur litið virkilega vel út á undirbúningstímabilinu og átti frábæra síðustu leiktíð. Að missa hann í nokkra vikur væri skelfilegt.
Í sambandi við frammistöður leikmanna þá voru bara allir lélegir. Diaz var eini með lífsmarki í síðari, Nunez/Milner/Elliott komu sterkur inn og Salah vaknaði aðeins í síðari hálfleik en við eigum að geta gert miklu betur.
Maður er drullu fúll eftir svona frammistöðu en við breyttum þessu ekki núna og eins og alltaf þá er það bara næsti leikur.
YNWA
Þeir voru bara ekkert að verjast aftarlega, þeir pressuðu okkur eins og við gerum vanalega (pressan okkar mun betri vanalega) og mættu fullir sjálfstrausts. Við vorum heppnir því menn komust bara varla í fyrsta gír.
Vantar góðan miðjumann.
Erfiður leikur gegn nylidum, okkar menn náðu sér aldrei á strik en eina sem ég hef að segja er bara það að ef Nunez byrjar ekki næsta og næstu leiki þá lem ég hausnum á mér við vegg þar til hann brotnar í marga litla búta. Hann er búin að spila 65 mín í 2 leikjum, skora 2, fiska viti og leggja upp eitt. Leikurinn í dag gjörbreyttist við hans innkomu, alltaf stórhætta. Hann er alltaf í boxinu og verður alltaf mættur í sendingar Arnold, Robertson og Salah og Diaz og jafnvel Thiago ef hann er ekki meiddur eina ferðina enn núna í nokkrar vikur.
Þetta jafntefli skemmir ekki seasonið en guð minn góður ef a að nota Firmino gera það þá a heimavelli gegn smærri liðum fremstan a miðjunni fyrir aftan hina þrjá TAKK !!!
Getum ekki gleymt því að Thiago er búin að spila bara 30-35 prósent leikja liðsins á þessum 2 tímabilum og hirðir glaður 200 þús a viku. Geggjaður leikmaður en þetta gengur ekki að spila svona lítið.
Sælir félagar
Það er í sjálfu sér ekkert um þessi úrslit að segja. Frammistaða leikmanna Liverpool var með þeim hætti að hún bauðekki uppá viðunandi úrslit. Maður veit ekki alveg hvað var að gerast í hausnum á leikmönnum okkar. Hroki og hleypidómar gagnvart nýliðum í deildinni eða hvað? Allavega mættu menn ekki til leiks með hausinn rétt skrúfaðan á. Niðurstaðan er í raun þakkarverð miðað við frammistöðuna. Ég vona að svona viðhorf til verkefnisins sjáist ALDREI framar hjá leikmönnum Liverpool.
Virðing fyrir andstæðingunum og viðfangsefni hvers leiks er það eina sem hægt er að sætta sig við. Leikmenn sem mæta til leiks með monti og hroka eiga ekki að spila fyrir Liverpool að mínu viti. Ef leikmenn hafa ekki þann skilning á baráttunni í deildinni að vita að þeir verða alltaf að leggja sig fram, vera fullkomlega einbeittir og virða andstæðinginn hver sem hann, eru að mínu viti ekki þess verðir að spila fyrir klúbbinn okkar. Sama hver í hlut á.
Það er nú þannig
YNWA
segir mikið um frammistöðuna að Klopp hafi sagt að það góða við þennan leik hafi verið úrslitin. Skelfilegt, þó Nunez hafi átt góða innkomu.
Það er nú full snemmt að afskrifa tímabilið en það voru einmitt svona leikir sem urðu til þess að við misstum af titlinum í vor, vonum að menn læri af þessu.
Svo var maður að vona að þetta miðjudrama yrði lagað nú í sumar en það er líklegast orðið útséð með það, held einmitt að við höfum verið einum klassamiðjumanni frá að taka hina tvo titlana í vor.
Ég er í fýlu yfir þessum miðjuslappheitum hjá Klopp. Þetta á eftir að kosta liðið þó nokkur stig.
Fulham kom til leiks eins og lið sem hefur ekkert að tapa. Tek hatt minn ofan fyrir þeim. Þetta sló mína menn út af laginu, þeir hafa örugglega sett leikinn upp með tvöföldum strædó en í stað þess pressaði Fulham út um allan völl og friðurinn var enginn til að búa til færi. Hvað varðar miðjuna þá held ég að einn leikmaður eigi eftir að koma og hann er frá Barcelona sem verður að selja til að geta skráð leikmenn. Klopp hefur sýnt það að hann bíður eftir þeim mönnum sem hann vill. Þið lásuð þetta fyrst hér. YNWA.
Maður þakkar fyrir að Carvalho kom og Elliot er klár enda fá þeir spila tíma núna..meiðsla listin hjá Liverpool er 1 stórt grín í augnablikinu.
mættu allir sofandi til móts, ekkert nýtt hjá liverpool.
ég veit fyrirframm að city á eftir að valta yfir fulham í vetur og vinna báða leikina léttilega, engin pressa á liverpool, við verðum að vinna báða leikina á móti city til að bæta upp fyrir þennann ræfilskap.
Tja…hvað er hægt að segja? Þetta er ekkert fyrsti leikurinn undanfarið ár a.m.k. sem miðjan er slök. Ekki misskilja. Þetta lið er rosalegt og getur unnið allt og alla. Ég sagði í vor að ef liðið ætlaði að vinna epl þá þyrfti að styrkja miðjuna. Mér er alveg sama hversu marga mids Einar telur upp sem eru á launaskrá. Er hissa að Ox var ekki farinn 1.júlí. Hendo er svo dalandi að hann ætti ekki að vera starter. 2 ár síðan Hendo var uppá sitt besta. Thiago og Keita er ekki treystandi, Milner gamall en fínn squad player. Elliott, Jones og Carvalho meira sóknarþenkjandi. Það vantar styrk og fætur á miðjuna. Box to box nautaða karlmenn. Bellingham auðvitað target nr.1 en ef það þarf að bíða eftir honum þá þarf samt einhvern til að koma inn á miðjuna með stál. Það meikar og breikar tímabilið. Alveg morgunljóst.
Ehemmm… ég myndi nú ekki slá hendinni á móti þessum:
https://www.bbc.com/sport/62451146?at_custom4=B4D848C0-1628-11ED-943E-A5E92052A482&at_campaign=64&at_medium=custom7&at_custom1=%5Bpost+type%5D&at_custom2=facebook_page&at_custom3=Match+of+the+Day&fbclid=IwAR2347nJ-K7nrNz16cFUUoTmWurBhGe7kCl41VvK3sn1IjVgCid7vFzkGRA
Varla hætta á því að hann álpist til mu en samkvæmt fréttinni er Liverpool með augastað á honum.
Taka upp veskið og kaupa maddison, ekki seinna en fyrir kvöldmat!
Það er auðséð að miðjan okkar er ekki skapandi og það er óþolandi!
Nú þarf að rífa sokkana upp og koma sér í gang, æfingaleikir eru búnir núna, takk fyrir.
Strax 2ur stigum eftir City 1 umferð búinn
Þeir byrja úti gegn west ham en við Fulham.
Þessi helgi var mjög slæm og smá flashback á leikina sem skáru um titilin að lokun í fyrra.
En vonandi gefur þessi umferð ekki rétta mynd af því sem koma skal.
Þegar skoðað er yfir ummælin hérna er ég dálítið hissa að það er varla neinn sem hefur áhyggjur eftir þennan leik. Ok, við erum ekki komnir á sama stall og scums, en það veldur mér áhyggjum hvernig miðjan fær að sitja óáreitt yfir þetta sumar. Við vissum að Thiago og Uxinn eru 85% líklegir til að vera meiddir mest tímabilið (og báðir farnir eftir fyrsta leik). Það þarf akkúrat ekkert að bregðast til að við getum runnið í gegnum þetta tímabil með Milner sem helsta backup á miðjunni. +
Frammistaðan eða öllu heldur vöntun á frammistöðu í gær var verulega lélegt. Að lið sem hefur að skipa svona mörgum sterkum karakterum skuli skila inn svona frammistöðu er dapurt. Nei, ömurlegt. Að menn geti svissað svona bara úr “killer” mode yfir í “vanmat” mót er áhyggjuefni. Munið Aston Villa 7-2 með sterkasta lið?
Það má alveg gefa Fulham thumbs up fyrir að ná stigi í dag en mér fannst þeir bara sýna þetta venjulega “Fyrsti leikur tímabilsins hjá Nýliðum” leik sem við vissum að myndi eiga sér stað. Engu að síður brugðumst við ekki rétt við og komum til leiks eins og leikurinn væri búinn frá fyrsta flauti og við náðum aldrei að rétta úr kútnum. Enginn leikmaður stóð sig vel í dag þangað til Nunes kom inná og bjargaði þessu.
Menn geta kallað þetta “væl” og “þetta er bara fyrsti leikur. Relax”, en þetta var liðið sem mjög líklega mun verða í botn 4 þetta árið (ef ekki botninum). Mun sterkari lið eru eftir og þetta er áhyggjuefni hvað mig varðar. Ég hef engar áhyggjur af þurrum velli eins og Klopp. Ég hef áhyggjur af frammistöðu leikmanna sem og styrkleika miðjunnar.
Góðar stundir.
Fullkomlega sammála þér Eiríkur
Sama staða var uppi varðandi miðverði fyrir tímabilið 20/21 hvað miðverði varðar og mikið kallað eftir því að einn miðvörður til viðbótar yrði keyptur. Lfc ekki með mikla breidd þar og mátti ekki mikið útaf bregða til að lenda í miklum vandræðum, það fór auðvitað allt í apaskít og spilaði Lfc fyrst með miðjumenn í þessari stöðu, síðan brugðið á það ráð að kaupa einn úr championship og fá annan lánaðan úr þrotaliði shalke og á endanum redduðu tveir meistarar úr varaliðinu því sem reddað var ásamt draumamarki frá Ali. Ég er skíthræddur um að Lfc lendi í sama brasi á miðjunni ef ekki verður keyptur einn miðjumaður í viðbót fyrir þetta tímabil, eins og fleiri hafa bent á þá eru Thiago og Ox því miður oft meiddir og Keita líka, verðum að treysta á að Hendo og Flaco haldist heilir því annar erum við að fara að horfa á miðjuna Carvalho, Millie, Elliot og Jones til vara en hvað erum við að fara að berjast um marga titla með þessari miðju? Ruben Neves inn takk, góður leikmaður með Prem reynslu sem gæti vel sprungið út á sama hátt og Jota gerði en er á sama tíma kannski ekki beint að fara að heimta byrjunarliðssæti. Fáum ekki Bellingham á þessu ári, því miður.
Mér finnst svartsýni aldrei góð í byrjun. Ætla menn virkilega að byggja allt tímabilið á fyrsta leik? Við höfðum gaman af sigrinum um góðgerðarskjöldinn. Haaland svarar ansi vel fyrir sig með tveimur mörkum núna. Og fólk er að missa sig yfir 2 stiga forystu?? Arsenal, Chelsea, Bornemouth, Tottenham … öll með tveimur stigum meira en við … eigum við ekki að geyma svartsýnina þar til eftir að nokkrar umferðir eru búnar? Eða má ekki minnast á tap City gegn Spurs í fyrsta leik tímabilsins í fyrra??
Ef fólki líður betur með að vera svartsýnt … by all means! En ég ætla að hafa gaman af og eygja möguleika.
Doddi frammistaða liðsins var óásættanleg hvað sem heilu tímabili líður. Eftir fyrstu umferð á síðasta tímabili var M. City 3 stigum á eftir okkur en vann samt deildina. Heldur þú að það verði léttara að fást við þá verandi komnir tveimur stigum á eftir þeim eftir fyrsta leik? Eins og aðrir hafa bent á þá voru það svona frammistöður sem kostuðu okkur síðasta tímabil svo því sé enn og aftur komið til skila.
Og af því að City skeit á sig í fyrsta leik í fyrra en vann samt og er núna 2 stigum á undan okkur, þá er hallinn brattari?? Erum við þá kannski ekki með nógu gott lið til að vinna deildina? Af hverju náði City 14 stiga forystu í deildinni (með 2 fleiri leikjum að vísu) í janúar en missti það niður í eitt? Gæti það verið að þeir hafi vanmetið eða spilað illa … ? Eða ætlum við að halda það að City muni héðan í frá spila fullkomið tímabil á meðan við erum í vandræðum?
Í guðanna bænum, það má alveg vera með ekki-svartsýni! (vil ekki nota orðið bjartsýni strax … 😉 ) — ég er ekki á móti því að styrkja liðið en ég ætla leyfa mér að vera fúll yfir því að sigra ekki en samt ekki hrapa í svartsýnispollinn. Ef svona frammistöður kostuðu okkur síðasta tímabil, hvað þá með önnur lið? Getum við ekki líka sagt það að það að vinna ekki City í öðrum hvorum jafnteflisleiknum hafi kostað okkur sigurinn í deildinni? Við skulum líka orða þetta öðruvísi: ef Liverpool vinnur alla leiki héðan í frá þá verða þeir meistarar. Ég veit bara að það mun aldrei gerast … ég veit að Arsenal, Chelsea, Tottenham og City eiga eftir að tapa stigum. Ég held að deildin eigi eftir að verða jafnari en áður (þ.e. að lið eigi eftir að nálgast Liverpool og City meira). Ég hef ekki hugmynd um hvaða lið sigrar að lokum en ég hef fulla trú á þeim möguleika að titillinn komi til Liverpool.
Svo finnst mér áhugavert að blasta fólk hálfpartinn fyrir að vera rólegri yfir þessum tveimur töpuðu stigum. Eins og það sé merki um meiri félagsást að vera súr, sorrí og svekktur? …
Alveg sammála Eiríki. Miðjan er stórt vandamál. Hvað munu Fabinho, Hendo og Thiago skora mörg mörk í deildinni? Hámark fimm hugsa ég. Við erum mjög háðir Salah og Nunez varðandi markaskorun.
Hvernig stendur á því að Ox og Keita eru ennþá leikmenn Liverpool ? Alltaf meiddir og ef þeir spila eru þeir oftast slakir enda nýstignir upp úr meiðslum. Ox er að fara inn í sitt sjötta tímabil og Keita sitt fimmta !! Engir nýliðir þarna á ferðinni.
Okkur vantar klárlega box to box sem getur ógnað með langskotum. Menn tala um Bellingham næsta sumar. Getum við beðið svo lengi ? Held ekki.
Er Liverpool virkilega að fara spila 2 mánudags leiki í röð í PL ?
15 og 22 ..hvaða rugl er þetta?
Eftir afleita frammistöðu Man Utd á Old Trafford í dag vil ég einfaldlega sjá Liverpool setja í overdrive á móti þeim. Annað er ekki í boði. Skiptir engu þó það sé mánudagur. Girða sig vandlega í brók og Núñez inná frá byrjun. Væri ekki verra ef Klopp setti líka nýkeypta miðjumanninn inn á líka… (þennan sem er furðulegt nokk ekki kominn ennþá).
Þetta var skelfilegur leikur. Það sem mér fanst vanta var meiri virðing fyrir andstæðingnum. Þó Fullham eru nýliðar, þá verður liðið að mæta þeim af fullum krafti og ákefð. Liðið reyndi að spila boltanum en oftar en ekki fóru sendingarnar neyðarlega í súginn eða töpuðust í návígum. Gæðalega séð er Liverpool miklu betra en Fullham en gæði eru einskynsvirði ef liðið spilar ekki beint frá hjartanu og gefur sig allt í verkefnið. Vona að þessi úrslit séu blaut tuska framan í andlitið á leikmönnum Liverpool og við sýnum betri frammistöðu í næsta leik.
Vont að byrja tímabilið svona. Upplifi þvílíkt vonleysi eftir þessi úrslit og þessa spilamennsku. Það var vanmat í gangi. Ekki gott það.
Sammála mönnum sem hafa verið að kalla eftir kaupum á miðjumanni. Miðjan er orðin fyrirsjáanleg líka.
Mér fannst líka vont að horfa á van Dijk í leiknum. Finnst eins og hann haldi hann þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum lengur. Hann á að vera leiðtogi og taka ábyrgð þarna aftast ásamt Alisson.
Jákvætt að sjá Nunez byrja af krafti. Og Salah virðist ekki spila undir sömu pressu og áður sem er gott. Vá hvað var gott að þeir samningar náðust.
Ég hef fulla trú á Liverpool i næsta leik. Þetta er vel mannað lið. En glatað að byrja á að elta City frá fyrstu umferð.
Áfram Liverpool og áfram brosandi Klopp!
ETH: „Já, vá, kaupum Eriksen! Hann er geggjaður! Borgið honum hvað sem er! Mig drepvantar stræker!”
Það má segja eitt eða tvennt um miðjuna hjá Liverpool en ef Klopp fengi Eriksen myndi hann amk. hafa vit á því að setja hann á réttan stað…
Hvað með að bjóða Frenkie De Jong að spila í meistaradeildinni í vetur og losa hann úr þessu bulli sem er í gangi hjá Barca?
Jæja nýtt síson og fjörið byrjað. Þetta var frekar slappt hjá okkar mönnum en þeir allavega töpuðu ekki.
Nunez litur ótrúlega vel út. Finnst hann betri en Haaland, sem er auðvitað skrímsli, en okkar maður hefur gjörsamlega breytt gangi leikja þegar hann hefur spilað.
Ástæðan fyrir þessum skrifum er hinsvegar miðjan. Nú er einn leikur búinn af mótinu og the usual suspects eru allir meiddir. Oxlade, Keita, Thiago og C.Jones. Við erum ekkert að fara vinna titilinn með þessa gaura eins góðir og þeir eru. Fyrir miklum vonbrigðum að klúbburinn hafi ekki tæklað þetta í sumar. Þeir geta fengið svona u.þ.b. 99% af topp leikmönnum til sín en kjósa að bíða eftir þessu 1% í 1 ár til viðbótar. Vill sjá klúbbinn gera eitthvað áður en glugginn lokar. Ef eitthvað kostaði okkur titilinn í fyrra þá voru það meiðsli ofangreindra.
Nú er verið að tala um að Thiago verði frá í 6 VIKUR ! andsk, djöf 🙁 Nú verðum við að finna miðjumann. Ox líka frá, Keita lasinn/meiddur og Jones líka ?
Drullast til að fara versla miðjumann helst eh sem getur spilað 1/3 af tímabilinu ..það yrði upgrade meðað við suma þarna.