Veislan að byrja, og fyrsta byrjunarliðið kemur lítið á óvart:
Bekkur: Adrian, Gomez, Sepp VDB, Milner, Elliott, Carvalho, Nunez, Bajcetic, Chambers
Bekkurinn ber þess merki að það eru meiðsli í hópnum: það vantar Kelleher, Konate, Tsimikas, Ramsay, Ox, Jones, Keita og Jones, sem allir eru meiddir. Keita átti samt að vera mjög nálægt því að geta verið með. Ekki klárt af hverju Nat Phillips er ekki á bekk, mögulega er Sepp á undan honum en mögulega varð hann fyrir einhverju smá hnjaski á æfingu.
Ef maður ætti að veðja á hvaða leikmenn komi inná, þá væru það Nunez, Elliott, Carvalho og Milner. Ekki loku fyrir það skotið að Bajcetic eða Chambers fái frumraun undir lokin ef liðið verður búið að ná öruggri forystu.
Verður Salah sá fyrsti til að skora í fyrsta leik leiktíðar, 6 ár í röð? Hann á nú þegar metið með fyrstu 5 árin…
KOMA SVO!!!
Sæl og blessuð.
Jæja og jahérna hér. Allt að komast í gang. Þótt Fulham eigi eftir að fara langt á nýjabruminu og byrjendagæfunni hef ég trú á þessu verkefni hjá okkur. Það vantar ekki hungrið og reynsluna í okkar hóp og nýliðarnir eru nú ekki nema tæplega samstilltir eftir mikla endurnýjun.
Vinnum þetta!
Gott að sjá Alisson aftur !
Bekkurinn er ekki eins mikil stjörnudýrð og oft áður. Engu að síður nógu margir leikmenn þar til þess að dekka allar stöður.
Milner, Gomez, Elliot, Carvalho, Nunes geta allir komið inn á án þess að það komi mikið niður á gæðum leiksins. Mér þykir Bajcetic mjög efnilegur sem varnartengiliður en hef ekki eina einustu hugmynd um hvernig Sepp Van Der Berg hefur verið að standa sig á undirbúningstímabilinu.
Líklega er Sepp þarna í stað Nat af því að hann spilaði í bakverði hjá Preston, og er því að dekka tvær stöður með veru sinni á bekknum.
Menn eru annaðhvort ryðgaðir eða of góðir með sig í byrjun leiks. Ég vona að vanmat sé ekki í gangi. Fulham skemmtilegir við fyrstu sýn og eru ekkert að sýna virðingu og er það virkilega gaman að sjá.
Við hljótum að taka þetta 1-4.
Henderson er veiki hlekkurinn ámiðjunni okkar, vonandi er carvaljo tilbúinn til að leysa hann af.
Sorrý.
Væri fínt að fara mæta til leiks þetta er hrikalega slappt
TAA í draumalandinu
Þetta er alger hörmung þessar fyrstu 33 mínútur fulham bara búnir að vera miklu betri og miklu ákveðnari liverpool eru bara farþegar í þessum leik algert þrot.
Ömurlegt að horfa upp á þetta. Og Trent venju samkvæmt með aumkunarverða varnarvinnu.
Fáránlegt að dæma ekki brot í aðdraganda marksins.
Þulurinn, skaut beint í stöngina.
Væri ekki rétt að einhver færi inná og gæfi TAA kinnhest eða sparkaði í rassgatið á honum til að vekja hann.
En hvenær ætla dómarar að byrja að fylgja reglum með hvað markvörður má halda á boltanum lengi búinn að horfa á klukkuna 3 sinnum þegar markvörður fulham heldur á boltanum og stysta er 13 sekúndur og lengsta 17 sekúndur hann má bara halda á honum í 6 sekúndur síðast þegar ég vissi
Nunez inná strax í seinni þetta er hörmung
nei, Bobby er hjartað og sálin
Elska Firmino en ef þeir spila svona í seinni þá tapast þessi leikur þannig ég vill manninn inná sem kaffærði City í síðasta leik ekkert kjaftæði !
Já hjartað er kannski hægt að slá,og skálin farinn til hinna.
Hjartað er kannski hætt að slá og sálinfarinn til himna.
Bobby hefur verið skelfilegur. Átti aldrei að byrja.
Myndi vilja fá 3 skiptingar í hálfleik þetta er algert þrot
Algjör fokking hörmung þessi fyrri hálfleikur réttast væri að skipta öllum út. Hver einasta sending Algjörlega ömurleg og enginn nennir að leggja á sig svo mikið sem smá vinnu. Heppnir að vera ekki 3-0 undir á móti þessu skítaliði. Jesús hvað ég er pirraður.
Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega slappt hjá okkar mönnum.
Til að toppa leiðindin þá er ennþá slappari þulur hjá Símanum að lýsa leiknum, fékk falleinkun hjá mér á síðustu leiktíð og aftur núna! Ótrúlegt að það megi ekki hafa ensku þulina með í útsendingu – allt önnur stemmning!
Úff dapurt er það í fyrstu 45 mín tímabilsins, ég vil sjá Nunez og Carvalho koma inná strax og taka Firmino og Henderson útaf.
‘’ Veislan að byrja’’
Ju oft byrja veislur rólega og enda með miklu fjöri og óvæntum uppákomum!
Vonum að svo verði i dag.
YNWA
Það vantar líka að Trent sé snjall í sinni varnarvinnu. Ef hann ræður ekki við svona aðstæður þá ætti hann amk að láta sig falla þegar hann finnur svona mikla snertingu frá Mitrovic, hefði alltaf verið aukaspyrna þá.
Vandræðalegur fyrri hálfleikur og Arnold virkilega dapur í varnarleiknum. Vonandi nær Klopp til þeirra í sinni ræðu og miðjan þarf að koma til ef ekki á illa að fara.
Eins og ég óttaðist þá var Firminho manna hörmulegastur okkar manna og hefði verið algjört gull að fá 20m punda fyrir þennan “lúxus” leikmann. Vonandi verður hann skiptimaður fyrir Núnez þegar leikar eru búnir. Fáum fá mörk frá honum og eflaust ekki eina góða sendingu.
Sælir félagar
Ekki í fyrsta sinn sem TAA gefur mark.Nauðsylegt að gera breytingar í hálfleik. Líðið þarf að girða sig í brók og leggja sig fram. Menn vinna ekki titla með svona frammistöðu.
Það er nú þanniYNWA
Ok elska Bobby en það er engin ógn af honum fyrir framan markið og við þurfum mörk núna. Darwin var keyptur til að skora mörk, leyfið manninum að fara inná og vinna vinnuna sína.
Mane þynnka?
Thiago meiddur
Okkur vantar einn miðjumann í viðbót ekkert á Thiago að treysta.
Gat það verið Thiago meiddur.
Úff
Hvað er eiginlega í gangi
Menn eru bara gersamlega eins og áhorfendur það ætti að rukka leikmenn liðsins fyrir miða á leikinn alger hörmung þetta
Hvort liðið var aftur að komu upp um deild???
Held að þessar 58 mín séu það versts sem ég hef séð lengi með Liverpool, það er ALLT lélegt hjá þeim
Já drengir það bendir allt í tapgegn nýliðum Fulham semeiga að vera 3 örugg stig e?ki góð byrjun.
HANN Á ALLTAF AÐ BYRJA !
Við vinnum þennan leik
Af hverju byrjaði þessi maður ekki.
Koma svo!!
Nú þekki ég mína menn.
VVD???
Aldrei víti
Helvítis júkkinn góður að leika.
Dómara skita
Ótrúlegt. Vítaspyrnurnar sem CP átti að fá í gær eru bara færðar yfir á næsta leik, ný regla?
Bæði mörkin þeirra áttu ekki að standa. Brot í fyrra markinu og ekki víti.
Já já og Virgil með enn verri varnarvinnu en Trent. Þvílík skíta frá A til Ö.
Ekkert að þessu þetta var bara víti… Hendandi út fætinum eins og fífl þegar þeir eru tveir á honum. Eins og þeir séu að keppa um að leika sem verst!!!
Soft víti og Mitrovic er júggi og leikur því vel. En ekki séns að sleppa þessu þar sem Virgil fer með hnéð í hnéð á Mitrovic. Bara ömurlegur varnarleikur.
Er hann júggi?
Dómarinn gat sleppt því að flauta já, en getum við sleppt þessum fordómum árið 2022?
Takk, Sindri. Ömurlegt að sjá svona fornaldar rasisma.
Eru það fordómar að kalla menn sem koma frá gömlu Júgóslavía ,,júgga” ?
Spyr sá sem ekki veit.
Dívur sjást alltaf á því hvernig menn detta, jesús litla dívan maður.
ILL take it !
Já koma svooóoo okkur vantar eitt í viðbót.
kaupa miðjumann takk
Skita.
Vanmat eða líta þeir of stórt á sig þetta tímabilið? Það hefur áður sést gerast. Spilamennskan er ívið lægri en meðalmennska.
Já, það þarf að breyta hugarfari leikmanna fyrir næsta leik.
Issmisskúkogpiss.
Dýrmæt stig glötuð gegn liði sem City mun svo vinna svona 5-0
2 skiptingar á uppbótartíma og flautar strax! hvað bull er það
Sælir félagar
Gríðarleg vonbrigði að vinna ekki fyrsta leik. Ekkert gott um það að segja. Andskotann bara 🙁
Þvílík mistök að byrja ekki með Nunez, það þarf ekki að “ease him in” hann sýndi það á móti City, endalaus hætta af honum eftir að hann kom inná í dag. Hendo heilt yfir slakur og Trent arfaslakur allan leikinn. Hugarfarið og ákefðin í fyrri hálfleik til skammar. Vandamálið er að City tapar ekki svona stigum, rándýrt að tapa tveimur stigum þarna.
Fulham algjörlega hörmulegt lið. Við vorum í keppni hver gat spilað verst. Firminho ræfillinn má byrja carabaocup leikina þvílíka ruslið sem hann er orðið að. Algjörlega óásættanlegt að byrja mótið á 2 töpuðum stigum. Þessi 2 stig verða til þess að þessir aumingjar vinna ekki titillinn. Vandamálið með okkar menn að þeir eru orðnir of cool til að spila við lið eins og Fulham. Sást best á Nunez. Hann hefur ekki hugmynd um að þetta er lang slakasta liðið í deildinni, hann mætir í alla leiki á fullum krafti. Aðrir eru orðnir að prímadomum. Klopp hefur greinilega ekki kennt þessum mönnum hvernig það er að vinna titla. Þessi frammistaða sýndi mér að það verða 0 titlar í ár. City, Utd og Tottenham vinna þetta hörmulega lið alltaf með 3+ mörkum á útivelli.
Og þessi Mitrovic mun ekki skora 1 mark í viðbót gegn top6 liðunum. Van dijk alveg hörmulegur í dag og lét loksins mann éta sig í stöðubarráttu.
Það er alltof augljóst hvað við héldum að þetta væri walk in the park og það er áhyggjuefni. Því miður verða 0 titlar í ár
Mitrovic hörmulegur leikmaður…hann skoraði ekki nema 41 mark á síðasta tímabili.
Ég er nú samt ánægður með hvað þú ert jákvæður og bjartsýnn.
Þessir leikmenn sem þú kallar aumingja unnu nú samt tvo bikara síðasta vetur og voru bara einu stigi á eftir city og er nema vika síðan að þeir rúlluðu yfir city og unnu þá 3-1.
Þú ættir að skammast þín.
út með bobby og thiago og inn með bellingham og einhvern með 2 fætur sem getur skorað.
Nunez er með 2 fæturog betri en flestir.
Selja bobby á mánudaginn meðan eitthvað er eftir af orðspori hans.