Byrjunarliðið gegn Palace

Leikur tvö á tímabilinu og sá fyrsti á Anfield í kvöld og Liverpool er nú þegar komið í umtalsverð meiðslavandræði

Byrjunarliðið er svona í kvöld:

Konate og Matip eru meiddir, Joe Gomez er þá auðvitað líka tæpur þannig að Nat Phillips byrjar leik fyrir Liverpool í deildinni á ný! Erum við ekki búin að spila þetta lag áður?

Thiago er meiddur og Henderson einhverrahluta vegja á bekknum þannig að Milner og Elliott koma inn fyrir þá. Keita er svo kominn á bekkinn eftir meiðsli.

Firmino og Jota eru svo ekki í hóp en Nunez kemur inn í liðið frá byrjun.

73 Comments

  1. Eins og þessi hópur er nú sterkur þegar allir eru heilir þá eru þessi meiðsli að gera okkur skelfilegan grikk.
    Keita, Hendo og Carvalho einu líklegir til að koma inná án þess að veikja liðið mikið.

    5
  2. Byrjunarliði kemur á óvart en ætli þetta merki að Firmino sé að fara úr því að hann er ekki meiddur og ekki í hóp.

    4
    • Trúi ekki að hann sé að fara vill alls ekki missa hann á þessum tímapunkti

      2
      • Ég ætla bara rétt að vona að þetta sé rétt hjá þer.
        Er ekki að skilja öll þessi meiðsli og tímabilið varla byrjað og menn að koma úr margna vikna friji. Hvaða rugl er þetta ?

        Kaupa tielemans strax og ef Firmino verður seldur sóknarmann strax líka þá

        3
  3. Já hèrna:-/ við bara verðum að vinna þennan leik. VVD verður að stíga upp og vonandi höldum við hreinu í þessum leik. Þetta hrópar samt á að við verðum að styrkja miðjuna með einum leikmanni. Þessi hjá Sporting virkar mjög góður.

    Palace stillir upp í 5-4-1 og það er pottþétt að þeir reyna að hægja á öllu spili frá fyrstu mínútu og sækja svo hratt á okkur. Ég spái samt 3-1 eða 2-0

    4
  4. Það er eitthvað sem segir mér að þetta gæti orðið verulega erfiður leikur fyrir okkur. Það þarf að vera kominn mjög góður rythmi í liðið ef við ætlum að fara að vinna þennann leik með 2 til 3 mörkum, ég sé ekki alveg hvernig miðjan ætlar að hafa góða yfirhönd.
    Að öllu jöfnu ættum við ekki að þurfa heppni til að sigra cp heima en….. ég held að við þurfum heppni.
    Koma svo!

    2
  5. Þetta verður veisla 3-0 hef fulla trú á þessu liði. Vonandi klárum við þennan meiðslapakka núna og verðum ferskir í vetur.

    3
  6. Geggjað bara að Nunez sé í liðinu hann átti það bara skilið enda gjörbreytt fyrstu 2 leikjum okkar en er það útaf því eða af því að Firmino er meiddur ?

    Og já hlýtur ekki Henderson að vera eitthvað tæpur, annað getur ekki verið, ekki er það leikjaalag, leikur fyrir 9 dögum síðan.

    Hvað er annars langt í Jota , konate og Matip sem dæmi ?

    Spái 4-1. Nunez með 2, Salah og Diaz sitthvor. Diaz verið ortur en þarf að fara skora og leggja upp miklu meira 🙂

    1
  7. Stutt í Jota. Konate slæm meiðsli ?ekkert vitað. Matip groin injury gæti verið slatta tími

    1
  8. Annars er ég að prófa að lýsa leiknum inná Facebook síðunni ENSKIBOLTINN LÝSINGAR bara fyrir þá sem ekki hafa áskrift og eiga erfitt að sjá leikinn.

    2
  9. Hefði vilja sjá eitthvað annað en Milner í byrjunarliði held að það sé betra að fá hann inn síðar í leikjum en hvað veit ég?

    YNWA.

    3
  10. Eitt skot, eitt mark ! Kunnuglegt 🙁 þvílíkur aumingjaskapur í þesaari vörn !

    3
  11. Gegn gangi leiksins. Búið að vera einstefna. En van Dijk, hætti hann bara við að verjast?

    4
  12. Algjörir yfirburðir í leiknum og svo lélegur varnarleikur og við lentir undir.
    Nat Philips á ekki að verjast á miðlínu vallarins.

    1
    • Hvar í helvítinu viltu hafa hann þá ef hann á ekki að fylgja varnarlínunni upp, hann er ekki fyrsti og ekki síðasti varnarmaðurinn sem á í vandræðum með Zaha.

      3
  13. Ég gerði fastlega ráð fyrir Gomez í miðverðinum. Annað kemur mér í sjálfu sér ekkert á óvart. T.d breytingar á miðjunni og Núnes sé settur í framlínuna.

    Held að Phillips veiki ekkert endilega byrjunarliðið. Hann er með mjög góða eiginleika. t.d góðan leikskilning, sterkur líkamlega og góður skallamaður.

    Vonum það besta.

    YNWA

    3
  14. Hvað í Foucking er í gangi. James Milner og N Philips í byrjunarliði. Erum við virkilega ekki betur mannaðir en þetta, þetta eru svona Everton gæjar.
    Og svo þetta skíta Mark og NP veifar eins og fáviti rangstöðu.

    Milner er flottur sem varamaður, ég bara gjörsamlega skil þetta ekki, algjört metnaðarleysi í alla staði.

    • Ef það hefur farið framhjá þér þá eru níu eða tíu leikmenn meiddir og því eru þessir leikmenn að byrja

      4
      • 9-10 leikmenn, ertu ekki í lagi maður. Erum bara þunn skipaðir með auminjga á miðjunni sem eru alltaf meiddir.

        Thiago og Keita, eru alltaf meiddir og hafa engan stöðuleika sýnt síðan þeir komu

        4
  15. Mér er alveg sama hvað aðrir segja en skarð mané hefur ekki verið fyllt og þess þarf. Einnig þarg góðann miðjumann sem er tilbúinn í að spila.

    2
  16. Þessi nýja stefna hjá dómurum að leyfa leiknum að fljóta er alveg frábær . Hef fulla trú á Liverpool í þessum leik. Miklu betra liðið.

    8
  17. Sæl og blessuð.

    Martraðarbyrjun. Kenni því um hvað slúttið hefur verið lélegt. Milner, Nunes, Eliott, Saha… áttu allir að gera betur – eða amk hefðum við átta að fá eitt mark upp úr þessum færum.

    Svo kemur þetta mark upp úr engu. Martraðarbyrjun á leik og deild.

    3
  18. Salah aurapúki á að skammast sín eftir þessa 3 hálfleki
    hefur ekki gert neitt

    3
  19. Liverpool ekki enn búnir að starta tímabilið virðist vera..kanski allir bara orðnir saddir eftir samfélagskjöldin.

    2
  20. Slæmt hvað kemur lítið út úr Robbo. Hann er bara alveg steinhættur að stinga sér innfyrir. Og Díaz á erfitt. Gefur mikið til baka eins og Robbo – ef honum er þá ekki bara beinlínis hrint af boltanum. Spái Carvalho inná fljótlega. Svo má Trent nú alveg hlaupa af og til, nennir hann því ekki?

    4
  21. Það hvernig Fabinho var ÉTINN á miðjunni í aðdraganda marksins… Arghhh!

    Maður á bara ekki orð yfir frammistöðu leikmanna, allra. Slæm vörn. Miðjan drasl. Og eins og venjulega, ömurleg færanýting.

    Miðað við það sem maður hefur séð af spilamennsku hingað til, þá á maður hreinlega erfitt með að sjá hvernig þessi leikur á að vinnast.

    5
  22. Fyrsti hálftíminn var reyndar algert konfekt. Sendingar beint á lappir, hlaup inn fyrir vörnin og færi á færibandi. Slúttin klikkuðu en maður beið bara eftir því að cp myndi brotna. Svo kemur þetta mark… úff.

    16 marktilraunir – það segir nú eitthvað um miðjuna og kantana.

    3
  23. Er ekki að koma í bakið á okkur, þrjóska í herra Klopp, að kaupa ekki menn inná miðjuna.

    2
  24. Darwin Nunez. Þvílíka nautheimska fyrirbærið þarna á ferð.

    Úff. Talandi um að hafa keypt Svarta Pétur. Fuck.

    5
    • Fer svo auðvitað í þriggja leikja bann. Megum einmitt við því núna.

      Og ekki eins og hann sé eitthvað barn. Hann er 23 ára gamall.

      Heilalaus úrúgvæi? Ekki sá fyrsti ef svo er.

      4
    • Ja hérna þú ert þvílíka mannvitsbrekkan, greinilega ekki stuðningsmaður Liverpool.

      3
  25. Lélegt hjá Nunez en fáránlegt líka hvernig Andersen reynir að espa hann upp rétt áður. Andersen átti að fá gult a.m.k.

    2
  26. Jæja það er alltaf…

    Bikarkeppni
    CL
    Næsta síson
    og Manchester United

  27. Darwin að missa hausinn alvarlega og fær að launum fótboltalegt Darwin award. Þvílíka ruglið

    4
  28. Helv vææææll í mönnum hérrna.
    Við vinnum saman og töpum saman.
    Tímabilið er ný hafið.

    YNWA

    14
  29. Dísses, segji nu ekki meir…. og ManU á botninum og við þá þar með þeim….

    1
  30. Slakið þið aðeins á. Þetta er bara leikur nr 2 á tímabilinu !

    2
    • það má nú bara ekki tapa miklu fleiri stigum eins og mótin hafa spilast…

      6
      • Við vorum aldrei að fara að keppa að titlinum. Ekki með að styrkja ekki liðið. Selja Mane og kaupa Nunez er ekki styrking.

        4
    • Slaka á….. nei það er ekki hægt að slaka á þegar liðið er að tapa 4 stigum í fyrstu tveimur leikjum.
      Þegar upp er staðið þá eru þetta stig sem skipta máli í lokinn þ.e. ef við ætlum að drullast til að reyna við þennan blessaða titill sem hefur ekki unnist nema í einhverju hellvítis Covid ástandi.

      2
  31. Þó að þetta hafi verið slæm byrjun hjá Nunez (fyrir utan að hann er með tvö mörk og stoðsendingu í fyrstu tveimur keppnisleikjunum) ættu menn að skoða aðeins tölfræðina hjá honum. Skv. Flashscore var þetta annað rauða spjaldið hans í 105 leikjum í atvinnumennsku, hann hefur einu sinni verið rekinn út af áður síðan árið 2017. Tók eftir að Klopp hunsaði hann þegar hann strunsaði af velli og á eflaust eftir að ræða við hann. Svona hegðun er auðvitað ekki í boði ef menn ætla að ná langt hjá Liverpool.

    2
    • Nunes hefur verið herfilegur í níu hlutverkinu í þessum leik. Hann átti hins vegar góða spretti fyrir utan teig og fínar sendingar. Þetta rauða spjal er svo auðvitað skandall.

      2
  32. Þeir fá baráttuprik hjá mér fyrir eljuna. Það er ekki að sjá að okkar menn séu manni færri.

    6
  33. Deildin er töpuð hægt að setja staðfest á það.. ég skrifa þetta allt á klopp, hann vill ekki kaupa miðjumenn þó við séum með lélega miðju.

    5
  34. Þetta Zidane heilkenni í fótboltanum er mjög kjánalegt. Það eina sem Darwin gerir er að labba að andstæðingnum. Veit vel að þetta er rautt spjald eins og reglur of dómgæslan er í dag. En þetta væri varla áminning í yngri flokkum. Er bara verið að gera sirkus úr engu.

    Annars bara frekar lítil sköpunargleði hjá LFC. Sáum að þeir fóru að taka áhættur þegar þeir voru 10. Þurfum að hætta að spila eins og tryggingarfélag lungan úr leiknum og fara að keyra betur á andstæðingana einn á einn og reyna spennó hluti. Höfum getuna en erum of beislaðir.

    2
    • Þetta er bara púra rautt og ekkert annað hann skallaði helvítis danana og þetta er sko meira en áminning hjá öllum flokku alltaf raut.
      En það er vonandi að hann læri eitthvað af þessu.

      1
  35. Man U með sigri í næsta leik fer upp fyrir Liverpool á töflunni.

    3
  36. þetta svíður og svíður og svíður all svakalega en Nunez beit allavega ekki manninn.

    YNWA.

    2
  37. Liverpool stuðningsmenn ættu að gera meira grín að MU er það ekki eftir svona skitu

    1
    • Að bera þennan nokkuð lélega leik okkar manna saman við brandarann sem United er í augnablikinu er bara fyndið.

      1
  38. Hahaha að bera saman Liverpool og City er næstum glæpsamlegt. Töpuð stig á móti Fulham og Crystal Palace er ekki ávísun á sigur í deild

    3

Liverpool – Crystal Palace á mánudag (Upphitun)

Liverpool 1-1 Palace