Þá hefur Klopp valið þá ellefu leikmenn sem fá það verkefni að sigra granna okkar í Everton en nýjasti leikmaður liðsins Arthur byrjar leikinn á bekknum.
Subs: Adrian, Milner, Firmino, Jota, Robertson, Arthur, Matip, Bajcetic, Phillips.
Þrátt fyrir tvö mörk í síðustu tveimur leikjum missir Firmino sæti sitt í liðinu þar sem Nunez snýr aftur úr leikbanni en það er helst að frétta að með Firmino og Jota á bekknum höfum við loks valkosti ef sóknin er ekki að virka í leiknum í dag.
Einnig kemur miðsvæðið á óvart. Flestir bjuggust við að Milner myndi byrja í stað Henderson sem er meiddur en í staðinn fær Carvalho sinn fyrsta byrjunarliðsleik. Fyllilega verðskuldað en gæti gert miðjuna frekar sókndjarfa og skilið Fabinho eftir með ansi mikla vinnu.
Óttast um þá ungu þarna á miðjunni. Þeim myndi nú ekki leiðast það, bláliðum, að gera þá óvíga út tímabilið.
Vonandi verða allir heilir eftir rimmuna og þrjú stig í hús.
Flott byrjunarlið koma svo !
YNWA
Spennandi miðja okkar megin og verður fróðlegt að sjá hvernig spilast. En….. maður er alltaf órólegur þegar Everton er annars vegar – minnugur markmannsdruslunnar þeirra og hvernig hann kláraði tímabil Van Dijk með einu glórulausu úthlaupi þar sem boltinn var hvergi nærri!
Nei, nú hringi ég í Jens!
Vona hið besta, salah verður að komast í gang!
Nú kveiki ég á glerljósinu.
Ynwa
Sælir félagar
Pig-ford er búinn að slasa einn leikmann nú þegar. Tók hann úr axlarlið svo na frekar en ekkert. Það er eina hættan í þessum leik að einhverjir meiðist þar sem Neverton fer í slagsmál á vellinum en spilar ekki fótbolta frekar en venjlega. Það er enda engin geta til þess fótboltalega séð. Það væri samt eftir öðru ef nýi framherjinn þeirra skoraði í ndag en honum var nánast fyrirmunað að skora mörk hjá sínu fyrra félagi. Vonum hið bezta og ef við gerum fyrsta markið fer þessi leikur vel.
Það er nú þannig
YNWA
Jens fylgist ekki með fótbolta en sagði klafs í gangi. Það er gott að heyra í Jens.
20 mín búnar og það er varla búið að spila fótbolta.
Rugby
Vakna, vakna: egg og beikon.
Útaf með carvalho í hálfleik takk, fá einnig robbo inn.
Hvað er að gerast með þetta lið okkar.
Móttakan hjá Núnes..?
Verið að reyna slasa menn ekkert flóknara en það frá þessum kvikindum. Fjandinn hirði Everton
skipta um miðju herra klopp og út með nunez
Eru menn ekkert að grínast eða?
Djöfull erum við ógeðslega lélegir fyrir framan markið.
Nunez sést ekki – inná með Firmino, strax! Carvalho sést ekki, ekki klár í derby slag, Milner inná, strax!
Sælir félagar
Hvað á það að þýða að Firmino sé ekki í byrjunarliðinu. Jafnabezti maður Liverpool undanfarna leiki. Fótboltinn sem liðið er að spila í þessum fyrri hálfleik hefur verið í bezta falli slakur. Ógna ekki marki Neverton fyrr en eftir 43 mínútur. Það vantar algerlega “play-meikerinn” Firmino í þennan leik. Nunez búinn að vera arfaslakur og Salah ekki sést. fyrir vikið.
Það er nú þannig
YNWA
Góður leikur og ég elska hvað dómarar leyfa þessu að fljóta. Mér finnst eins og Liverpool eigi inni smá kafla í þessum leik. Hræðist hins vegar ef Everton skora fyrst.
Sakna Robertson i þessum leik og mikið verður gaman að fá Jota aftur.
Spái tveimur Liverpool mörkum í seinni.
Koma svo!!!
Zzzzzzzz
Neverton er að ná að draga okkur niður á þeirra level, guð minn góður hvað þetta er slappt. Bobby inn strax og miðjan okkar er svoooooo slök , úff, fá Arthur inn líka. Þetta varða bara áfram slagsmál í seinni.
Djöfulsins bara, það gengur ekkert upp.
Aftur er Trent tekinn út af, ætli hann sé meiddur?
Lélegur.
milner í bakvörðinn í alvöru klopp!! þvílíkt metnaðarleysi
ArnarP, ég hringi stundum í Jens. Hann vill bara vita af færeyskum leikmönnum.
Helvíti er þetta lélegt.
Rólegur Arnar
kannski kemur Salah inn á
ohhh gat nú verið að pickford ætti leik tímabilsins…
Nei rólegur. Þetta er allt beint á hann. Mjög slappt.
Skotið frá Nunez í fyrri varði hann þó vel.
þvílík skita !!!!!!!
Guð hjálpi þessu tímabili.
þvílík drulla vorum stálhepnir takk FSG.
Fowler blessi VAR!
Þvílíkur dómara hálfviti, við verðum heppnir að komast heilir úr þessu !
Má ekki fara að flauta þetta af? Jafntefli væru frábær úrslit miðað við getuna í þessu Liverpool-liði.
Allavega, skrítið að detta úr naumum slag um titilinn í að berjast um 5-4 sæti. Því miður, en þá lítur það þannig út. Það þýðir líka að menn þurfa ekki að pirra sig mikið. Ég hef ákveðið að sætta mig við það.
Vonandi náum við 4.sæti 🙂
Smá galdra núna Salah
Lykilmenn að skíta uppá bak. Sala, Van D.
Djöfull erum við lélegir
Salah sest ekki
Þetta gengur ekki 9 stig og ef Asnenal vinnur a morgun þa fara þeir i 18. Verða með helmingi fleiri en LFC
Aftur sigur í uppbótartíma….
Man einhver eftir M. Salah..? vængmaður og markaskorari… Látið mig vita ef þið rekist á hann.
Mörg ár síðan ég horfði á leik með Everton þar sem þeir erum ekki að tefja. Segir mikið um á hvaða stað Liverpool er í dag.
Ekki að tefja? Pickford hafði engan áhuga á að reyna að vinna leikinn síðustu mínúturnar.
Kannski í uppbótartíma já. Hefuru horft á Everton spila? Þeir byrja að tefja eftir 20 mín. Vanalega frá fyrstu mínútu á móti betri liðum. Eins og Liverpool. En i dag fannst þeim greinilega þeir alveg jafn líklegir. Sættust á stigið undir lokin.
Top 4 baráttan verður erfið þetta tímabilið það er orðið ljóst
Drullu lélegt !
Lúðvík þú þarft ekki að stela þessu af mér ég er mörgum sinnum búinn að segja þetta um Salah
stóð ekki til. við hérna á kop.is hugsum greinilega á svipuðum nótum!
Eru menn hérna virkilega að fara að halda að okkar menn séu að fara að berjast hærra en 4?
Salah, dijk eru skugginn af sjálfum sér. Días sá eini sem gerir eitthvað af viti. Bobby upp og niður, trent og robbo… meiðslin….. bara sorry en það þarf mikið að breytast. Nunes ekki qð aðlagast, erum við virkilega að fara að horfa uppá arthur sem wildcard?
Þetta er raunsætt viðhorf, komið niður úr skýjinu og ræðið þetta.
Hrikalega lélegt í alla staði eini maðurinn sem gat eitthvað var Allison hinir mega aldeilis girða sig í brók. Salah týndur, Diaz hleypur og hleypur, Nunes með hangandi haus og Trent er kominn í jólafrí . Þessi leikur er búinn megum vera pirraðir í dag og svo einbeitning fyrir næsta leik
Ótrúlega svekkjandi.. verður ekki okkar season og núna er bara að ná 4 sætinu og vinna svo aðra titla alveg sens a því
En Firmino inná miðjuna eins og ég hef öskráð a I 4 ár var geggjað og ég skil ekki af hverju hann byrjaði ekki í þeirri stöðu. Vorum með 2 mjög unga svona miðjumenn.. Firmino var besti leikmaður okkar í dag ekki spurning og mjög oheppinn ad skora ekki. Nunez er skrímsli og a eftir að rada inn mörkum. Hvað þá með tjonustu frá Bobby fyrir aftan sig og svo Thiago þegar hann kemur. Miðja með Fab, Thiago og Firmino á að virka í flestum leikjum og spáid í veislunni fyrir fremstu 3 með Firmino og Thiago báðir með augun í hnakkanum mata þá af færum. Svo verður Nunez alltaf í boxinu ready I fyrirgjafir Arnold og Robertson eitthvað sem Firmino er ekki þar sem hann er oftar en ekki niðrá vellinum ennþá eftir að hafa sótt boltann. Firmino samt frábær í dag og minnti mig í 2-3 skipti a Frank lampard komandi með þessi hlaup af miðjunni inná teiginn og a 3 góð skot úr teignum og óheppinn að skora ekki.
Samantektin min er bara nota Firmino a miðjunni miklu meira og hann mun mata fremstu 3.. en liðið er í smá endurnýjun og því tel ég að ná bara topp 4 yrði bara gott í vetur en vinna samt einhvern annan bikar og það getum við vel gert.
Annars bara lætur maður þetta ekki eyðileggja helgina og bara áfram gakk. Vitum líka að hlutirnir geta breyst hratt svo það er ekkert ennþá daudadæmt
Bara eitt í viðbót
You’ll never walk alone