Byrjunarliðið gegn Rangers

Óvænt tíðindi í Meistaradeildinni í kvöld þar sem Salah situr á bekknum. Það eru þó einnig jákvæðar fréttir að Robertson kemur úr meiðlum og situr með Salah á bekknum.

Liverpool: Alisson, Gomez, Konate, Van Dijk, Tsimikas, Fabinho, Henderson, Elliott, Carvalho, Firmino, Nunez.

Varamenn: Adrian, Kelleher, Thiago, Milner, Salah, Jota, Robertson, Bajcetic, Phillips.

31 Comments

  1. Jæja….. tækifæri fyrir Elliot að sýna að hann kunni að verjast. Mér hefur fundist hann mjög slappur varnarlega og dregur sig allt, allt of langt til hægri þegar honum hefur verið stillt upp á miðjunni. Líklegt reyndar að Firmino verði fyrir aftan Núñes og ungu mennirnir á vængjunum. Ætla að halda mig við 0-3 fyrir okkar mönnum.

    4
    • Athyglisvert byrjunarliðið svo ekki sé meira sagt. En spái eins og ÞHS 0-3
      YNWA.

      3
  2. Það þarf eitthvað mikið að breytast hjá okkar mönnum ef tímabilið á ekki að klárast í desember. ÚFF það er ekkert sjálfstraust í liðinu og því miður enginn miðja til að tengja vörn og sókn. Darwin Nunez þarf svo að fara að setja upp rangstöðu gleraugun með þessu áframhaldi setur hann met í rangstöðum.

    2
  3. Ótrúleg vangeta FSG til að styrkja liðið á síðustu árum gerir enn vart við sig…..og menn bara skilja ekkert hvað er að gerast….???

    4
  4. Firmino einni sem eitthvað getur í þessu liði… Kræst.
    úrúgvæski Carroll þarf að fara að sýna eitthvað!

    5
  5. Frábært að eiga leikmann eins og Bobby til að halda Liverpool á floti í þeim ólgusjó sem liðið er í.

    4
  6. pælið í því við hér inni héltum ásamt nokuð mörgum að Firmino myndi fara síðasta sumar guð hvar værum við ef hann væri farinn frá okkur!

    YNWA

    4
  7. Vá jvað Firmino er góður í fótbolta hann er ekki bestur heldur lang lang bestur

    3
  8. hvar hefur þessi gæji verið ha ha ha Shittt maður minn 3 á 10 mín Halland hvað !!

    2
  9. Aldrei aftur Salah á bekkinn?

    – Mér sýnist hann hafa haft bara nokkuð gott af því!!

    2

Rangers FC úti

Rangers 1 Liverpool 7