Vika er langur tími í fótbolta og þessi var klárlega sú besta á þessu tímabili. Frábær sigur á Man City í kjölfar þess að Rangers var kjöldregið í Skotlandi. Klárlega mikil batamerki á leik liðsins í heild.
Tímamóta þáttur þar sem þessi er númer 400. af Gullkastinu og af því tilefni hóuðum við saman upprunalega crew-inu og fengum stofnendur síðunnar Einar Örn og Kristján Atla með okkur í settið á Sólon í miðbænum.
Þrumustuð.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi, Kristján Atli og Einar Örn
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull Húsasmiðjan Sólon Jói Útherji Ögurverk ehf
MP3: Þáttur 400
Alisson now has one goal and three assists in the Premier League. No keeper has ever had more goal involvements in the competition’s history.
Liverpool Echo
Geggjað að fá Gullkast svona reglulega… keep up the good work!
Sorry en ég verð bara að setja þetta hér inn:
https://fotbolti.net/news/17-10-2022/manchester-city-faer-nafnbotina-knattspyrnufelag-arsins
Þetta er ekkert annað en bara hlæjilegt. Klúbbur sem er að þverbrjóta allar reglur og vann aðeins einn titil á tímabilinu, sorglegt.
Varðandi að láta leikinn fljóta, getur verið flott í ákveðnum aðstæðum, en persónulega finnst mér að línan eigi ekki að takmarkast við það að vernda góða leikmenn.
Það hlýtur að þurfa að dæma brot þegar brotlega liðið hagnast af brotinu, sérstaklega ef það er verulega. Þetta gerðist ítrekað í þessum hraða leik eins og t.d. þegar Salah var klipptur niður af Silva og allt í einu er City komið í skyndisókn. Og kannski augljósasta atvikið eftirá að hyggja markið sem var tekið af City. Í þannig aðstæðum getur þú ekki leyft leiknum að fljóta þar sem brotlega liðið hafði svo augljósa stór hagsmuni af því að leikurinn hélt áfram. Þetta átti að vera augljóst nánast samstundis fyrir dómarann.
Þannig mér fannst Taylor alveg úti á þekju í mörgum af þessum tilvikum. Ekki bara þessum tveimur. Hagnaðarreglan á bara að virka fyrir liðið sem er brotið á, annars erum við á virkilegum villigötum.
Þetta brot Rodri á Salah var náttúrulega út í hött og þar átti ekki að láta leikinn fljóta.
.
Ég sá einhverja City menn á youtube tala um að úrslitum leiksins verði breytt vegna þess að Salah handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Veit einhver hvort að það sé hægt? Eru einhverjar nýjar reglur um þetta? Ég hélt að það væri ekki breytt úrslitum leikja nema þegar lið tefla fram ólöglegum leikmönnum.
.
Ég vil hrósa stjórnendum síðunnar fyrir að búa svona vel um hnútana og gefa út þátt vikulega.
YNWA
Sælir félagar
Takk fyrir þennan tímamótaþátt og gama að heyra í Einari og Kristjáni aftur. Mér finnst ástæða til að bera blak af Gomes fyrir Napólí frammistöðuna sem sérstaklega Kristjáni var tíðrætt um. Hann átti auðvitað í verulegum erfiðleikum þar en ástæða þess var ekki síst frammistaða TAA í varnarleiknum þar sem hann skildi Gomes eftir einan með tvo sóknarmenn sinn eftir sinn. Annars bara sáttur með ykkur alla 🙂
Það er nú þannig
YNWA