Hamrarnir í heimsókn – Upphitun

Njótið öll. Njótið að Liverpool leikir koma næstum jafn oft og sólin. Njótið vikunum fram að lengsta landsleikjahléi seinni ári. Njótið að liðið er allt að koma til. Njótum að sjá liðið undir flóðljósunum á Anfield.

Og vonum að David Moyes njóti þess ekki, vonum að West Ham njóti þess ekki, vonum að Liverpool vinni í þriðja sinn á viku!

Andstæðingurinn – Hamrarnir frá Austur-London.

Athugasemd höfundar: Ég er í einhverju veseni að hlaða myndum fyrir greinina, laga það þegar ég finn út hvað málið er.

Það eru 127 ár síðan West Ham United hóf að leika knattspyrnu, upphaflega undir nafninu Thames Ironworks. Við hljótum að vera sammála um að það er miklu svalara nafn. Liðið var reyndar endurstofnað árið 1900 og nefnt í höfuðið á heimahverfinu West Ham, sem er vestan megin í Austur-London.

Liðið hefur átt sínar gullaldir og slæmu tímabil, allt frá því að vera Englandsmeistarar, gommur af bikartitlum, tímabil í neðri deildum, eignarhald héðan og þaðan. Árið 2016 hófst svo nýtt tímabil hjá liðinu, þegar það kvaddi heimavöll sinn til meira en aldar og flutti á London Stadium.

Það er ekki frá því að nýju og stærra heimili hafi fylgt vaxtarverkir. Þið getið ímyndað ykkur ef Liverpool myndi flytja frá Anfield á risavaxin nútímavöll með pláss fyrir hlaupabraut milli áhorfenda og vallarins. Þó að þeir hafi fengið völlinn á spottaprís var óhjákvæmilegt að það verði einhver vandamál.

En þeir hafa hægt og rólega náð að byggja upp liðið og satt best að segja hefur David Moyes gert ágætis mót með liðinu síðan 2019. Skotanum hefur tekist að skapa lið í sinni (fremur leiðinlegu) ímynd, að einhverju leiti endurbyggt orðsporið sem hann hafði þegar hann stýrði Everton og í fyrra voru þeir í flottu færi á Meistaradeildarsæti.

Þeir klikkuðu á Meistaradeildarsætinu en náðu sínum besta árangri í evrópukeppni í áratugi þegar þeir komust alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Í sumar misstu þeir sinn þarfasta þjón, Mark Noble, sem hafði spilað fyrir liðið síðan 2003. Tímabilið fór ekki beint vel af stað, töpuðu þrem í röð áður en fyrsti sigurinn kom í höfn. Það hefur þó verið stígandi í þeim eftir síðasta landsleikja hlé, eru ósigraðir í / fimm í öllum keppnum. Verður reyndar ekki sagt að þetta hafi verið fimm öflugustu lið Evrópu, en þú vinnur ekki nema þá sem þú spilar við.

Það er nokkuð ljóst hvaða leikplan West Ham mætir með á Anfield. Þeir verða ofur þéttir til baka, beita skyndisóknum og munu brjóta við hvert tækifæri. Þetta er ekki flókin fórmúla, en hún hefur virkað oftar en maður vill hugsa út í. Þessi leikur snýst ekki um gestina, þetta snýst um hvaða Liverpool lið mætir til leik.

Okkar menn.

Hérna… sáuð þið ekki örruglega leikinn á sunnudaginn?! Þetta var með því sætara sem liðið hefur kreyst fram, stórfengleg frammistaða gegn dýrasta liði Englands, sanngjarn 1-0 sigur.

En svo er að sofa þrisvar og mæta aftur til leiks. Jota meiddist illa í lok leiksins og sér fram á að missa af HM, sem er auðvitað svakalegt högg fyrir bæði hann og land hans. Þó Liverpool sé með flotta framlínu í boði fer að vera lítið af mönnum á bekknum til að koma inn af krafti.

En við getum samt stillt upp ógnarsterku byrjunarliði. Alisson verður á sínum stað ásamt Van Dijk og Robbo, þó það væri engin sjokker ef Tsimikas fengi að hefja leik. Eftir leikinn á sunnudaginn hefur Gomez algjörlega unnið sér inn að hefja leik í hafsentinum, vona bara að „gamli“ Gomez sé komin aftur. Vonandi verður Trent líka í byrjunaliðinu.

Það er ekkert leyndarmál að það er erfitt að vera miðjumaður hjá Liverpool. Ég held að Thiago haldi sæti sínu en Hendo taki stöðu með honum svo Fabinho nái að anda aðeins.

Svo er það framlínan. Meiðsli Jota og Diaz þýðir að einhver þarf að fara á vinstri kantinn. Ég held að Nunez fái það hlutverk, Salah verði upp á topp með Firmino fyrir aftan sig í svona níu komma tíu hlutverki og Elliot út á hægri kantinum.

Þetta er liðið sem ég trúi að klári þennan West Ham leik.

Spái 3-0 sigri, koma svo.

Fréttir utanvallar.

Síðan í úrslitaleiknum í París hafa aktivistar og blaðamenn barist hetjulega gegn lygavél UEFA og Frönsku lögreglunar um hvað gerðist á Stade de France. Í gær sýndi BBC heimildarmynd um atburðina í þættinum Panorama.

Þökk sé hundruðum myndbanda sýndi rannsóknin fram á að um var að ræða klúður hjá skipuleggjendum frá upphafi til enda. Það sem meira er segir rannsóknarnefndin að líklegt sé að eingöngu ró stuðningsmanna hafi komið í veg fyrir að manntjón varð.

Það á enn eftir að koma í ljós hvort þetta muni hafa einhverjar afleiðingar fyrir skipuleggjendur. UEFA neita að tjá sig þangað til að þeirra eigin „sjálfstæða“ rannsókn hefur skilað niðurstöðu. En þetta er mikil sigur fyrir stuðningsmennina og kemur vonandi í veg fyrir að fölsk útgáfa að atburðunum festi rætur.

Hægt er að lesa sér meira til um rannsóknir á atburðunum við Stade de France á Guardian ef þið hafið aðgang að iPlayer er heimildarmyndin þar og að öðrum ólsöstuðum hefur Daniel Austin verið blaðamanna fremstur í að fjalla um málið á Twitter. Ef þið laumið á góðum greinum um þessa atburði megiði endilega deila þeim hér fyrir neðan.

6 Comments

  1. Nú er að láta kné fylgja kviði.
    Enska knattspyrusambandið er víst búið að kæra Klopp og útliðið hvað þetta mál varðar er vægast sagt svart akkúrat núna.
    Höldum ótrauðir áfram, nú eru tugir þúsunda að setja Salah og Nunez aftur í fantasy liðin sín sem er það eina ssm gefur sóknarmönnum sjálfstraust nú til dags.
    YNWA

    2
  2. Áttum okkur á því að þessi leikur verður allt öðruvísi en Man City leikurinn.
    Þeir sem leggja það saman að fyrst að við vinnum Man City þá ætti West Ham að vera auðveld bráð verða líklega ekki sáttir.

    Þessi leikur verður ströggl í 90 mín. Gegn Man City vorum við að mæta liði sem vill sækja, færa varnarlínuna ofarlega og það hentar okkur mjög vel en gegn West Ham þá erum við að fara að mæta varnarpakka sem við höfum oft lent í vandræðum með.

    Við erum á heimavelli, við erum með betra lið og því vill maður sjá 3 stig í kvöld en þetta verður oft á tíðum ekki fallegt en ég hef trú á að þetta mun takast og við klárum þetta 1-0

    YNWA

    4
    • Ég er með 1-0 sigur líka. WH eru ekki að fá á sig meira en eittt mark í leik og miðað við hvað gengur oft hægt að brjóta niður varnir gæti það tekið tíma hjá Liverpool.

      Salah með markið.

      Áfram Liverpool og áfram Klopp!

      2
  3. Sælir félagar

    Þrátt fyrir erfiða leiki undanfarin í WH leikjum þá leggst þessi leikur vel í mig en “nota bene” hann verður erfiður. Liverpool leikmenn og stjóri geta byggt á frammistöðunni gegn M.City og haldið hreinu (að mestu) og þá er sigurinn unninn því sóknin skilar alltaf marki/mörkum og hefur gert það í allt haust. vandamálið hefur verið þau mörk sem við fáum alltaf (ok nánast alltaf) á okkur. Þrátt fyrir hunderfiðan leik spái ég 3 – 1 fyrir okkar menn. Salah, Nunez og Firmino með mörkin.

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  4. Mín spá 3-0
    Ég vona að Klopp byrji með sama lið nema að Nunez komi inn á kantinn fyrir Jota og hugsanlega Hendó fyrir Fabinho.
    Held að liðið verði þéttara til baka með járnkarlinn hann Miller í bakverði í staðinn fyrir Trent þótt það komi aðeins niður á sóknarleik liðsins.
    YNWA

    1
  5. Eftir allt sem á hefur gengið í dómgæslunni í undanförnum leikjum, Salah dreginn niður og brotið á honum trekk í trekk, þá spái ég því að við fáum víti í leiknum, sem auðvita Salah skorar örugglega úr.
    Hvernig hljómar það?

    Vinnum leikinn að sjálfsögðu, ég hef áður sagt að mikil bæting er á liðinu og það heldur bara áfram. Ekki spurning.

    3

Gullkastið – Vika er langur tími í fótbolta

Liðið gegn West Ham