Þetta verða seint talin mjög óvænt tíðindi, en í kjölfar tapsins gegn Fulham ákvað stjórn Aston Villa að láta Gerrard fara. Líklega var það bara tímaspursmál í ljósi þess hvernig honum hafði gengið með liðið á síðustu vikum – og í raun alveg síðan í vor.
Það jákvæða í þessu er auðvitað að nú þurfum við væntanlega ekki lengur að sjá Leo litla í Villa búningi.
Spurningin er hvað Gerrard gerir eftir þetta. Tekur hann pásu og fer svo í lið í næstefstu deild? Eða fer hann erlendis? Hann er væntanlega ekki hættur ef maður þekkir hann rétt.
Já kemur ekki á óvart, Villa einfaldlega arfa slakir þó mikið sé búið að eyða.
Verður aldrei framkvæmdastjóri Liverpool
Verður aldrei framkvæmdastjóri Liverpool
Jæja þá hefur maður engar taugar lengur til Villa það er morgunljóst.
YNWA.
Ég veit að það sem ég ætla að segja stuðar marga stuðningsmenn Liverpool. Því miður hefur Gerrard ekki þá persónutöfra sem þjálfari þarf að hafa til að fá bæði leikmenn og áhangendur að hrífast með sér. Ég hef stutt Liverpool í gegnum súrt og sætt í tugi ára. Margir frábærir leikmenn og persónuleikar hafa spilað fyrir Liverpool. Ég gat hins vegar aldrei skilið þessar miklu vinsældir hans. Misskiljið mig ekki hann var frábær fótboltamaður. Það verður ekki frá honum tekið. Hann hefur ekki charisma og var ekki neinn yfirburða leiðtogi. Ég get alls ekki séð hann sem framtíða stjóra Liverpool. Álíka litlaus og Lampard þjálfari og fyrrum leikmaður Chelsea.
Sælir félagar
Ég er sammála Guðmundi í flestu sem hann segir. Gerrard var reyndar meira en góður – hann var afburða fótboltamaður. Hitt virðist nokkuð ljóst að hann réði ekkert við starfið sem stjóri AV. Ég horfði á stóran hluta leiksins í gær og liðið hans gat ekki blautan . . . Ótrúlega skipulagslaust og það var eins og stór hluti leikmanna vissi ekki hvort þeir væru að koma eða fara. Þetta hlaut að enda svona og Gerrard tekur ekki við LFC nema hann sanni sig fyrst á stóra sviðinu. Það hefur hann ekki gert og því vil ég ekki sjá hann næstu árin við stjórnvölinn hjá Liverpool.
Það er nú þannig
YNWA
“Hann hefur ekki charisma og var ekki neinn yfirburða leiðtogi.”
– líklega eitt mesta bull sem skrifað hefur verið á þessari síðu.
Það væri gaman að heyra hvað stuðningsmenn Mainz höfðu að segja um Klopp þegar honum mistókst að koma félaginu upp um deild 2 ár í röð. Eða þegar hann féll úr úrvalsdeildinni og náði ekki að koma liðinu upp um deild ári síðar.
Punkturinn er að knattspyrnustjórar spretta ekki fram fullskapaðir og breytast ekkert eftir það. Gerrard hefur örugglega gott af því að lenda í mótlæti, og ég hugsa að þeir knattspyrnustjórar séu teljandi á fingrum annarar handar sem ekki hafa lent í mótlæti eða verið reknir einhverntímann.
Þýðir það að hann muni stjórna Liverpool einn daginn? Alls ekki. Persónulega myndi ég segja að líkurnar á því að hann taki við Liverpool séu í augnablikinu einhversstaðar vel undir 10%. En ef hann notar þetta síðasta ár til að læra af, þá er aldrei að vita hvað bíður hans.
Gerrard fær væntanlega annað tækifæri til að sanna sig sem stjóri.
Hins vegar fannst mér öll þessi rómatíska umræða um að hann yrði næsti eftirmaður Klopp frekar undarleg.
Svo er það vissulega sérstakt að um leið og Michael Beale fer frá Villa þá hrynur leikur liðsins.
Já sú umræða var afar ótímabær, svo ekki sé meira sagt. Skiljanleg hugsanlega, hugmyndin um að Gerrard væri ekki bara einn besti leikmaður í sögu Liverpool heldur líka stjóri sem myndi færa klúbbnum fullt af bikurum er heillandi, en ekki endilega mjög raunsæ.
Veit svosem ekkert hvort brotthvarf Michael Beale hafi endilega verið dropinn sem fyllti mælinn. Gekk liðinu endilega svo vel í vor þegar hann var þarna ennþá? En skal ekkert útiloka það heldur, þessi kenning að Beale hafi í raun verið sá sem þjálfaði liðið og Gerrard bara mætt á leikdegi og valið liðið hefur alveg heyrst.
Þó vissulega hafi verið farið að fjara undan Villa í vor þá hefur frábær byrjun Beale hjá QPR kynnt undir þeim sögusögnum að hann væri maðurinn á bak við gott gengi Gerrard þegar þeir voru báðir hjá Rangers.
En hvað veit maður?
Einu sinni varð talað um að Buvac væri maðurinn á bak við velgengni Klopp.
Ég get nú ekki séð hvernig þú getur borið saman Mainz og Aston Villa?
þetta er eins og bera saman appelsínur og epli. Fyrir það fyrsta er Aston Villa mun fjársterkari klúbbur heldur enn Mainz og eru búnir að eyða meiri peningum enn Liverpool í leikamanna kaup sem er svo sem ekki stór frétt.
Ég var bara alls ekkert að bera saman Mainz og Villa?
Daniel Sigurgeirsson
það er nú ekki annað að skilja þegar maður les textan sem þú varst að skrifa?
það má vel vera að stuðningsmenn Mainz hafi ekki verið ánægðir með Klopp enn það skiptir bara engu máli í samanburði við Aston Villa lið Steven Gerrard, því aðstæður og samlíking er engin
“Punkturinn er að knattspyrnustjórar spretta ekki fram fullskapaðir og breytast ekkert eftir það.”
Punkturinn var bara alls ekki að bera saman Mainz og Villa. Alls konar knattspyrnustjórar lenda í alls konar vandræðum hjá alls konar liðum og það sem skilur á milli er hvort menn læra af því eða ekki. Það að Gerrard hafi lent í þessum vandræðum hjá Villa er eitt og sér ekki að útiloka að hann geti náð árangri síðar á ferlinum. Rétt eins og það að skortur á árangri á tímabili hjá Klopp hafði ekkert að segja um það hvort hann gæti náð árangri síðar meir. Og til að komast að þeirri niðurstöðu er nákvæmlega 0% ástæða að bera saman klúbbana sem þeir voru hjá.
Vona ég að þar með þurfi ekki að ræða eitthvað frekar þennan meinta samanburð.