Liverpool brást bara ansi vel við ömurlegum úrslitum síðustu helgi eftir 1-0 tap gegn Leeds á Anfield og vann Napoli 2-0 í kvöld með mörkum frá Mo Salah og Darwin Nunez. Liverpool endar þar af leiðandi í öðru sæti riðilsins með fimmtán stig líkt og Napoli en ítalska liðið er á toppnum með betri markahlutfall – sem gerir stórt tap gegn þeim í fyrstu umferðinni alveg extra súrt.
Það voru gerðar nokkrar breytingar á byrjunarliðinu í leiknum til að mynda þá byrjaði Nunez á bekknum, Henderson var ekki í hópnum, Konate kom í miðvörðinn og Jones byrjaði. Napoli mætti til leiks með sterkt lið og flesta af lykilmönnum sínum í byrjunarliðinu.
Heilt yfir þá spilaðist leikurinn bara nokkuð vel og hann var hraður og mikið var um að liðin létu boltann ganga hratt sín á milli og reyndu að sækja hratt og ákaft á hvort annað. Dómari leiksins dæmdi heilt yfir ekki rosalega mikið eða oft og lét leikinn flæða frekar mikið – leikmenn Napoli voru þó einstaklega góðir í að krydda snertingar og næla sér í nokkrar aukaspyrnur hér og þar í leiknum en það er bara eins og það er.
Það var samt almennt ekki mikið um færi og alls ekki dauðafæri. Ég man varla til þess að Napoli hafi átt eitthvað almennilegt marktækifæri í kvöld sem sýndi að varnarleikur Liverpool var heilt yfir mjög flottur og þeir Konate og Van Dijk leystu sitt í hjarta varnarinnar nokkuð vel – það sem við höfum saknað Konate undanfarið, hann er alveg virkilega flottur.
Napoli tókst að koma boltanum í netið í síðari hálfleik þegar varnarmenn Liverpool gleymdu sér í að dekka eftir fast leikatriði Napoli en eftir ansi margar mínútur þá var það dæmt af vegna rangstöðu þess sem skoraði. Þetta var svolítið gegn gangi leiksins en Liverpool brást bara nokkuð vel við þessu.
Það lá nú ekki alveg endilega mark í loftinu en Liverpool var farið að sækja af meiri krafti að marki Napoli og á 85.mínútu á Nunez skalla á markið eftir hornspyrnu sem markvörðurinn rétt svo nær að verja og halda hluta boltans fyrir utan línuna og þar mætti Mo Salah í frákastið og tókst að koma honum öllum yfir línuna. Flott mark og vel gert hjá bæði Nunez og Salah þarna en innkoma Nunez í leikinn var mjög jákvæð.
Í kjölfar marksins gerði Klopp þrjár skiptingar og setti inn þrjá sem vonandi verða flottir fyrir Liverpool næstu árin. Carvalho kom inn ásamt þeim Stefan Bajcetic og Calvin Ramsay sem er loksins að koma til baka úr meiðslum sem hann varð fyrir um leið og hann kom til Liverpool – shocker! – og hefur hann farið vel af stað með u23 ára liðinu undanfarið og búinn að skora þar tvö mörk úr hægri bakverðinum.
Á 98. mínútu kom upp mjög svipað atvik þegar Van Dijk skallaði boltann að marki eftir fast leikatriði og markvörður Napoli varði boltann á marklínu og þá var það Nunez sem hirti frákastið og negldi honum yfir línuna. Flott mark og frábært að sjá að Nunez heldur áfram að skora og lagði líka upp í dag.
Það má alveg færa rök fyrir því að leikurinn hafi verið svona pínu “dauður” í ljósi þess að bæði lið voru komin áfram og allt það en hvorugt liðið vildi tapa leiknum, það var aldrei einhver spurning um það. Liverpool vann þennan leik vel og liðið og leikmenn þurftu nauðsynlega á þessum sigri að halda.
Van Dijk og Konate voru flottir í kvöld. Tsimikas og Trent díluðu vel við sitt og áttu rispur fram á við. Það var kraftur í Milner í fyrri hálfleik en hann fór út af í hálfleik, líklega vegna höfuðhöggsins sem hann fékk og Thiago var flottur eins og vanalega. Fabinho gerði margt fínt í þessum leik en heilt yfir fannst mér vanta helling hjá honum og er það því miður bara orðinn einhver vani virðist vera – hann virkaði þessu sekúndubroti á eftir í frekar mörgum aðgerðum og augnablikum – það sama má segja um samlanda hans Firmino sem hefur verið frábær undanfarið en mér fannst hann alls ekki “on it” í kvöld. Alveg spurning hvort að kosningarnar í Brasilíu hafi farið eitthvað illa í þá félaga!
Curtis Jones fannst mér mjög flottur og það var skemmtilegt að sjá hann spila þennan leik með brjóstkassann upp í loft og hann virtist hafa töluverða trú á því sem hann var að gera. Við viljum sjá miklu, miklu, miklu meira af þessu frá honum. Elliott kom inn á í hálfleik fyrir Milner og átti bara nokkuð góðan leik fannst mér og sérstaklega svona þegar leið á seinni partinn þá átti hann nokkrar góðar rispur þarna hægra megin og voru þeir félagar hann, Salah og Carvalho nokkuð sprækir þarna í lokin.
Salah átti góðan leik, hann var mikið að og keyrði vel á vörn Napoli. Hann fékk svo sem ekki mikið af færum og komst í dauðafæri einn á móti einum í fyrri hálfleik en markvörðurinn varði og hann svo flaggaður rangstæður en hann skoraði sigurmarkið og það var frábært. Job well done hjá Salah í kvöld. Þá var innkoma Nunez í leikin mjög jákvæð og það er flott að sjá að hann heldur bara áfram að skora og skoraði sitt sjöunda mark á leiktíðinni í kvöld og hefur hann bara byrjað átta af þeim fimmtán leikjum sem hann hefur tekið þátt í og það er nú bara ansi flott tölfræði.
Smá meiri Nunez tölfræði en hann er að skora mörk á 107 mínútna fresti fyrir Liverpool ef leikurinn í samfélagsskildinum er talinn með og eru það bara Robbie Fowler, Daniel Sturridge, Fernando Torres, Diogo Jota og Mo Salah sem hafa skorað fleiri mörk en hann í fyrstu fimmtán leikjunum sínum og ég er nokkuð viss um að margir þeirra hafi byrjað fleiri en átta af þeim fimmtán svo það er ekki slæmt að vera þarna rétt við þennan hóp. Hann fer flott af stað og á klárlega enn helling inni.
Næsti leikur verður gegn Tottenham um næstu helgi og mikilvægt að Liverpool vinni þann leik, takk!
Liverpool jafnaði Napoli nokkurnvegin í hlaupatölum í kvöld og það sást. Þetta var engin veisla en flott að vinna eftir hörmungarnar undanfarið og mikilvægt fyrir hópinn.
Nunez þarf að fara komast svo meira inn í liðið og spila alla leiki sem lykilmaður. Hann átti skallann sem skapaði markið hjá Salah, skoraði sjáfur ekta gamma mark og var hársbreidd frá því að leggja enn eitt upp fyrir Salah. Beinskeittur, fljótur og með góða vinnslu. Ansi gott eftir glataðan leik um helgina.
Þörfin á nýjum miðjumönnum er öllum verulega augljós og ekki hjálpar að bæði Henderson og Milner eru núna tæpir/meiddir.
Magnaður sigur, og gott veganesti fyrir leikinn á móti tottenham á sunnudaginn ! Mér fannst Nunez koma sterkur inn sem og guttarnir, þeir voru með baráttu og mjög ferskir. Vonandi er í lagi með Milner, og að Hendó verði líka orðinn góður fyrir sunnudaginn.
Þetta var sigur liðsheildarinnar ! Salah alltaf ógnandi og með ótrúlega spretti allar 100 mínúturnar.
Fyrsta liðið til þess að sigra napoli, nú viljum við meira að svona, og sigur á útivelli. 🙂
Þetta VAR góður sigur, Nunez hættulegur bæði fótboltalega og í slagsmálunum. Er létt bilaður og hefði getað fengið rautt, sýndist hann slá til Napolí leikmannsins er hann fékk gula. Verður að ná að halda sönsum inn á vellinum, vorum annars áberandi hættulegri gramm á við eftir hans innkomu. Svo bara taka rest fram að HM takk.
Hvernig það tók svona langan tíma að sjá að þetta var rangstaða er það sem athugavert. Talað um bilun í kerfinu í viðtölum eftir leik sem vonandi er ástæðan.
Leikarinn frammi hefur klárlega áhrif á leikinn og reynir við boltann (og dregur Konante með sér) ef sá sem skoraði var ekki rangstæður líka (sem er það sem þeir held ég fengu út líka).
VAR sýndi svo að Nunez var ekkert rangstæður.
Það er enn andi í Liverpool-liðinu. Eins og nefnt var hér fyrir ekki löngu er liðið gott í úrslitaleikjum. Breidddin í liðinu ekki alveg næg til að skáka ítrekað á 38 leikja tímabili. Sem hún væri þó líklega ef ekki væri fyrir öll meiðslin. Aldurinn og allt það.
Þetta var svosem ekki úrslitasigur. Til þess hefðum við þurft að bæta 1-2 mörkum við.
En fögnum sigri! Og þeir geta vel orðið fleiri í þessari deild ef liðið stígur brekkuna.
Okkar býða PSG, Real eða Byern nema mikil heppni fylgi fyrsta drætti. Ekki óskaandstæðingar eins og staðan er nú. En þetta lið er um margt fært þegar lífið liggur undir. Fyrsta liðið til að vinna Maradonna-liðið þetta ár.
Áfram gakk! Gott stöff.
Mikið hrikalega var gott að fá Konate aftur inná í staðinn fyrir Gomez. Ekki meiri Gomez!
Enginn veisla en engu að síður góður sigur. Breytti engu þegar upp var talið en nokkrir punktar sem ég var ánægður með.
– Van Dijk vs Oshimen í fyrri hálfleik. Þegar Oshimen reyndi að blekkja dómarann að Van Dijk hafi slegið sig og Van Dijk stóð bara yfir honum og drullaði yfir hann. Mér finnst hafa vantað alltof oft í
van Dijk að “domineta” andstæðingana. Þarna náði hann því og Oshimeni gerði litið sem eftir lifði leiks.
– Fabinho og litlu “glæpirnir” hans. Þetta hefur maður saknað. Brjóta á andstæðingum en samt ekki brjóta. Einhvernveginn aldrei hægt að gefa spjald því þetta eru ekki brot, en samt eru þetta brot. Hann var frábær í þessu í kvöld og braut upp sóknir hvað eftir annað. Að mínu mati maður leiksins af þeim sem byrjuðu.
– Núnez. Það fór einhvernveginn allt að tikka þegar hann kom inná. Átti skallann sem Salah skoraði úr og stal svo markinu af Dijk. Fór í slagsmál og uppskar gult og allt bara á 20 mín. Það fer svo mikil orka í þennan gaur að við þurfum að fá hann fitt í alla leiki.
– Curtis Jones var frábær í kvöld. Link up play og færin. Alvöru sjálfstraust og hann delivar.
Góður sigur og frábært að sýna batamerki. Þetta gefur okkur hinsvegar lítið ef við vinnum ekki Tottenham, sem eru í algjöru bulli. Hef trú á við tengjum tvo sigra í röð.
YNWA
Hvað er ekkert Klopp out hjá þér núna.
Ef að Klopp nær að rétta við skútunni þá er hann auðvitað maðurinn sem ég vill á hliðarlínunni. Breytir því ekki að heilt yfir er þetta ekki gott þó árangurinn í meistaradeildinni sé fínn, en bara fínn. Erum enn að fá á okkur alltof mikið af færum og hann er ekki að finna rétta systemið.
Maður les um að Liverpool ætli á fullt í janúar að sækja nýja menn og ef það gengur upp erum við til alls líklegir í meistaradeildinni. Og svo má ekki gleyma að bikarinn er ekki byrjaður.
Auðvitað er maður öskuillur eftir svona skítatöp eins og á móti Forrest og Leeds en það eru ekki einu slæmu úrslitin í ár. Við byrjuðum á tveimur jafnteflum og tapi áður en fyrsti góði sigurinn kom og í kjölfarið koma algjör heppnissigur á Newcastle og var ekki skíta tapið gegn Napoli þar á milli?
Slæmu frammistöðurnar í vetur hafa bara því miður verið alltof margar og hann ber ábyrgð á því. Þessi í gær var fín en hann þarf samt að bæta sig.
Biðst við real í 16 líða, eins gott að fsg gefi klopp 150m í jan til að kaupa miðjumenn.
Frammistaðan mun betri en verið hefur undanfarið en enn vantar helling uppá. Góður sigur á mjög góðu fótboltaliði engu að síður. Megi það halda lengi áfram, vonandi samt ekki skref afturábak um helgina.
Hvar eru allir “stuðningsmennirnir” í kvöld sem mættu á ritvöllinn eftir síðastu töp og dæmdu liðið okkar og Klopp úr leik. Næstum metþáttaka á kommentakerfinu eftir tapleikina. Eins og ég hef margoft sagt þá býr enn mikið í þessu meiðslahrjáða liði okkar en því vantar greinilega sjálfstraust og stöðugleika. Það er oft svo stutt milli feigs og ófeigs í fótbolta. Einstök atvik breyta leikjum. Liverpool var bara alls ekkert lélegt í síðustu tapleikjum sínum i deildinni. Þeir fá á sig slysamörk í byrjun leikja vegna einstaklingsmistaka i vörninni. Það hefur síðan áhrif á hvernig leikirnir spilast. Heilladísirnar yfirgáfu liðið það sem eftir lifði þessara leikja og boltinn vildi bara alls ekki inn þrátt fyrir mikla sóknarpressu einkum og sér í lagi undir lok þessara leikja. Hvað Konate breytti vörn Liverpool til hins betra í kvöld var eftirtektarvert. Nú unnu þeir formsterkasta lið Evrópu sem hefur raðað upp 13 sigurleikjum í röð bæði í Meistaradeild og deild og margir tala um sem eitt sigurstranglegasta lið Meistaradeildarinnar í ár. Svona sigur hlítur að hjálpa Klopp og liðinu og skapa trú á verkefnið. Það eru engir aukvisar sem ná að leggja City og Napoli í sama mánuðinum. Hef trú á því að þeir leggi Tottenham nk sunnudag. Áfram Klopp og Liverpool
Sælir félagar.
Förum upp úr þessum riðli, sem var algjört formsatiði.
Van Dijk langt frá því að vera ánægður með græðgina í Nunez, sem gæti þrátt fyrir allt verið að koma til.
Verðum að fá amk eitt stig geng Spurs til að detta ekki alltof langt aftur úr baráttunni um efstu sex sætin.
Það er nú þannig.
Náði því miður ekki að sjá leikinn í þetta skiptið, en maður minn hvað sálartetrið er á betri stað eftir þessi úrslit.
YNWA
60 plús athugasemdir þegar við töpum fyrsta deildar heimaleiknum í mörg ár en þegar við vinnum eitt heitasta lið Evrópu þá eru 11 athugasemdir. Það er eitthvað sem segir mér að stuðningsmenn annarra liða séu ansi duglegir að koma hingað þegar illa gengur. Sem betur fer er það afar sjaldgæft 🙂
Sæl og blessuð.
Konate, velkominn aftur. Áttar fólk sig á því þrekvirki sem hann vann gegn heitasta liði Evrópu þessa dagana? Þvílíkur fengur sem þessi leikmaður er – svo fremi að hann haldist heill!
Og verulega gaman að Núnesinn skyldi setja mark sitt á leikinn. Hann er þessi x faktor sem við hefðum þurft í fyrra þegar munaði svoooo litlu að við tækjum fernuna.
Sæl og blessuð.
Konate maður leiksins. Megi hann haldast heill sem lengst. Það sem við höfum saknað hans.
Og ekki leiðist manni að Núnesinn sé að breyta leikjum. Hefðum haft not af honum í fyrra, eller hur?
Að mörgu leiti góður leikur hjá okkar mönnum, gegn drullu góðu liði, en djö. hlítur að vera leiðinlegt að spila á móti þeim, endalaust liggjandi og láta eins og helsærðir eftir smá snertingu. En ok annað sætið og væntanlega gegn stóru liði í 16 liða, en þar liggur besti árangurinn hingað til, þannig engar áhyggjur.
YNWA
Sælir félagar
Flottur sigur á mjög góðu liði Napólí. Ég er að mestu sammála Einari um frammistöðu leikmanna nema Jones. Þó hann hafi mætt inn í þennan leik fullur sjálfsálits þá fannst mér hann ekki góður. Hann klappar boltanum endalaust og nánast alltaf ef hraðar sóknir eru í uppbyggingu þá stoppar boltinn á honum. Hann hefur að vísu eitthvað skánað með þessa endalausu snúninga með boltann en þetta er mikill ljóður á hans leik. Það var hressandi að vinna þennan leik eftir ömurlegar frammistöður á móti Forrest og Leeds. Vonandi tekst núna að tengja saman nokkra sigra fyrir “heinstramótið” svo maður geti farið sáttur inn í það að einhverju leyti.
Það er nú þannig
YNWA
Það er þetta með glasið en mitt er aftur orðið hálf fult, heilt yfir góður leikur hjá okkar mönnum og vonandi eitthvað sem er komið til að vera.
Þetta var að mestu flottur leikur af okkar hálfu, það sem var mjög áberandi var hvað vörnin spilaði vel og mun betur heldur en í seinustu leikjum. Napoli voru búnir að skora 4 mörk að meðaltali í meistaradeildinni þar til í gær. Þar að auki eru þeir búnir að skora 2.5 mörk að meðaltali heima fyrir og ekki tapa einum einasta leik þar til í gær í öllum keppnum. Þannig að halda hreinu og þar að auki sigla sigrinum heim var virkilega vel gert, vörnin á stórt hrós skilið, TAA innifalinn. Honum tókst að halda Kvaratshkelia (Kvaradonna) að mestu í skefjum. Það er frábær leikmaður og með ólíkindum að hann hafi farið til Napoli fyrir 10M evra. Með ólíkindum að það hafi ekki verið fleiri lið á eftir honum, hljóta að vera kaup ársins.
Ég er sammála Einari varðandi Fabinho, það er eins og það vanti eitthvað smávegis uppá, eins og hann sé alltaf óviss hvernig á að bregðast við sem veldur því að hann er aðeins á eftir. Hann spilaði samt ekki illa en ekki nálægt því hvernig hann hefur spilað á seinustu árum. Thiago var lang bestur á miðjunni fannst mér.
Það sem kannski maður saknar mest eru fleiri mörk og færi úr opnum leik. Okkur hefur gengið afskaplega illa að skapa okkur færi úr opnum leik hingað til á tímabilinu. Við komumst oft í flottar stöður en það vantar alltaf eitthvað smávegis uppá loka touch-ið eða sendinguna. Það vantar kannski meiri ógn fyrir utan teig, við þurfum helst að spila okkur inní markið til að skora úr opnum leik. Föstu leikatriðin eru hins vegar enn að ganga vel en við verðum að fá meiri ógn úr opnum leik og finna lausnir gagnvart varnarleik andstæðinganni hvort sem það er Forest eða Napoli sér í lagi þegar þau verjast djúpt.
Ég var búinn að ákveða að hunsa næstu tvo leiki gegn Napoli og Spurs en það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og auðvitað eftir mikið japl,jaml og fuður við sjálfan mig þá ákvað ég eð gefa þessum leik tækifæri upp á helgina – sé ekki eftir því núna!
Þetta var þó ákveðið basl að byggja upp eitthvað í kringum teiginn eins og hefur verið í síðustu leikjum liðsins og ekki mikið kreativití á miðjunni.Fab í vandræðum oft á tíðum en var þó betri en undanfarið.Nunez er allur að koma til og Konate ljósárum betri en Gomez,því miður fyrir hann.
Vonandi fer þetta að koma í deildinni en síðustu tveir leikir þar voru bara hörmung og menn þurfa að fara að hala inn stigum áður en illa fer.
Mögulegir mótherjar í 16 liða úrslitum eru. Bayern,Real,Porto og Benfica !
Skrifað í skýin að það verður annaðhvort Bayern eða Benfica.