3-1 Sigur á Southampton! (skýrsla uppfærð)

Það var ekki hægt að kvarta yfir að leikur Liverpool og Southampton á Anfield færi hægt af stað. Eftir aðeins þrjár mínútur var fyrsta gula spjaldið komið á Duje Caleta-Car fyrir brot á Salah og bakverðir Liverpool stóðu yfir boltanum. Trent Alexander skokaði yfir boltann og Andy Robertson þrumaði fastri fyrirgjöf inn í teig. Þar reis Roberto Firmino upp eins fuglinn Fönix, með bakið í markið og skallaði boltann listilega yfir alla leikmannahrúguna og í fjær hornið. Greyið markmaður Southampton átti aldrei séns og þurfti að horfa á eftir boltanum í netið. Anfield sprakk úr gleði og Si Senhor ómaði um allan völl.

Því miður endist ekki þessi algleymingur. Nokkrum mínútum seinna fengu Southampton aukaspyrnu. James Ward-Prowse sendi boltann rétt fyrir aftan háa varnarlínu Liverpool. Rétt á milli Joe Gomez, Virgil Van Dijk og Alisson. Þar náði Che Adams að lauma sér og skallið yfir Alisson og jafnaði leikinn. Tíu mínútur og klukkunni, gult og tvö mörk komin. Myndavélarnar klipptu á áhyggjufullan Jurgen Klopp í forstjóra boxinu.

Eftir þetta gengu leikmenn Liverpool fagmannlega til verks og hægt og rólega tóku öll völd á vellinum. Salah hefði átt að koma okkur fyrir eftir korter, en bölvaður Bazunu varð frábærlega. En eftir tuttugu mínútna leik bar pressan árangur. Eftir að Salah mistókst að skora mistókst Southampton að hreins boltann, Bobby gerði sig líklegan til að taka til sín knöttinn en ungstirnið Elliot tók snertingu, leit upp og vippaði yfir teiginn á Darwin Nunez. Úrúgvæinn knái skaut í fyrsta lúmskur skoti framhjá markmanninum og í fjærhornið. Gullfallegt mark og hann var ekki búin ennþá!

Samspilið fyrir þriðja mark Liverpool hefði ekki getað verið mikið einfaldara. Thiago sendir boltann á Firmino sem tekur eftir að Andy Robertson er að hefja sprett. Brassinn sendi bolta í hlaupaleið Robbo sem negldi fastri og lágri fyrirgjöf í hlaupaleið Darwin Nunez sem aftur slúttaði í fyrsta og staðann orðin 3-1 fyrir Liverpool. Með þessari stoðsendingu jafnaði Robbo met Leighton Baines fyrir flestar stoðsendingar varnarmanns, þó manni gruni einhvernvegin að samherji Robertson í hinum bakverðinum muni hirða það met á endanum…

Seinni hálfleikur.

Það var ekki hægt að kvarta yfir að seinni hálfleikur byrjaði og líflega. Okkar menn voru ekki í sama takt og í lok seinni hálfleiks og suðurstrendingar voru bara ekki í neinum takt. Þjálfa Southampton tókst þó að breyta þessu jafnvægi með þrefaldri skiptingu þegar korter var liðin af seinni hálfleik.

Hvort sem það var taktískt upplegg, eða ferskar lappir, þá breytti þessi skipting leiknum. Þeir fóru að koma sér í hættulegri og hættulegri færi. Klopp (sem var víst með beint talstöðva samband við bekkinn, sem manni finnst gera þetta „bann“ hálf tilgangslaust) reyndi að snúa taflinu við með því að setja Chamberlain inn fyrir Firmino og Milner inn fyrir Elliot, en það gerði ekki gæfumuninn. Liverpool voru vissilega ekki að spila illa, en andstæðingurinn hafði stjórn á leiknum.

Það var einum manni að þakka að Southampton náði ekki að nýta sér færinn sem sköpuðu. Nýrakaður Alisson Becker tók af allan vafa um hver yrði í marki Brasilíu á Katar með hverri vörslunni á fætur annari. Vissulega varði hann „bara“ þrjú skot, en aðeins einn af hverjum hundrað hefði varið þessi skot.

Southampton menn blésu og blésu en kofinn hélt og Liverpool fóru brosandi inn í landsleikjahléið með þrjú stig.

Maður leiksins.

Það er ekki oft sem framherji skorar tvö og á ekki skilið þessa nafnbót, en maður minn Alisson, án þín hefði þessi leikur einfaldlega tapast.

 

Vondur dagur.

Það var engin áberandi lélegur í þessum leik, en Gomez, Fabinho og Trent hafa allir leikið betur en í dag. Ég held í vonina að eftir Katar komi þeir fílefldir til leiks og við fáum aftur að sjá þá aftur upp á sitt besta, þá sérstaklega Fabinho.

Punktar eftir leik.

Fjórir sigrar í röð, komnir áfram í meistaradeild og (þegar þetta er skrifað) bara sex stigum frá fjórða sæti. Þrátt fyrir að spilamennska liðsins hafi verið álíka stöðugt og rafmyntavísitala þá er alveg hægt að vera bjartsýnn.

Ef ég finn stað þar sem ég get veðjað á að Salah fái ekki eina vítaspyrnu í ensku deildinni í vetur, þá myndi ég sitja mánaðarlaun á það. Að hann hafi ekki fengið víti þarna í lok leiks er rannsóknarefni, en hvað er svo sem nýtt við það?

Það myndi vekja mikla gleði ef maður vissi að Konate og Van Dijk yrðu saman út tímabilið í hjarta varnarinnar.

Skildi það vera að pressan frá Tsimikas sé að gera Robbo betri? Skotinn er búin að vera frábær undanfarið, megi það lengi halda áfram.

James Milner er búin að spila SEXHUNDRUÐ leiki í efstu deild á Englandi. Það er ansi magnað afrek!

Næst á dagskrá.

Næstu sex vikur er heimsmeistaramót sem furðu fáir leikmenn Liverpool taka þátt í og svo tekru alvaran við. Farið vel með ykkur gott fólk, Liverpool spilar almennt betur eftir áramót, við sjáum hvað Klopp getur töfrað fram nú víst að hann fær alvöru vetrafrí í fyrsta sinn á Englandi.

24 Comments

      • Ekki gleyma því að varnarmaðurinn hefði fengið 6 leikja bann líka ! Veit ekki hvort ég gæti haldið aftur af mér ef ég myndi hitta einhvern af þessu dómara drasli úti á götu og er ég langt frá því að vera ofbeldisfullur að upplagi.

        YNWA.

        1
  1. Alisson = 10
    Nunez var frábær í þessum leik hefði átt skilið þrennu.

    Vörnin í smá basli en þess vegna er gott að hafa besta markmann í heimi sem reddar því !
    Frábært að enda þetta svona fyrir HM !
    YNWA !

    8
  2. Sælir félagar

    Það væri lítið gaman að horfa á leiki Liverpool ef Alisson Becker væri ekki í liðinu. Varnar frammistaða VvD og Gomes ásamt TAA var oft með eindæmum ferleg. Alisson varði þrisvar úr dauðafærum og þess vegna hefðum við alveg getað tapað þessum leik. Mo Salah var einnig með fádæmum lélegur og átti varla snertingu á bolta sem var í lagi. Sem betur fór voru men inná sem heita Firmino og Nunez og björguðu deginum og heiðri liðsins ásamt Alisson. Elliot góður, og Robbo líka, Thiago stjórnaði miðjunni og Fab slapp svona nokkurn veginn fyrir horn. Nauðsynleg 3 stig og svo pása fram yfir jól.

    Það er nú þannig

    YNWA

    10
    • Jess!

      Svo mæli ég með því að þú takir þér hvíldarinnlögn í Hveragerði fram yfir áramót og mætir svo ferskur í kommentin í janúar.

      Annan eins bölmóð og barlóm hefur maður varla vitnað frá því að Hodgson var og hét…

      Rífa sig í gang gamli 🙂

      Gleðileg jól

      Það er nú þannig

      28
      • þetta væri nú ferkar dauft hérna ef ekki væri fyrir gamla.

        Pennarnir velja frekar að tjá sig á twitter og á lokuðu spjallborði sín á milli. Aðrir velja frekar að vera á facebook og einhverjir sjá ekki ástæðu til að tjá sig hér nema þeir geti urðað yfir liðið eftir tapleiki.

        það er nú barasta þannig.

        10
    • Spurning hvort Logi panti sér ekki tíma í Sjónskoðun eða kaupi sér þykkari gleraugu. Ekkert af því sem Sigkarl segir er rangt. Bara fín athugasemd sem á rétt á sér. Það eru ekki allir pollíönnur.
      Vorum ágætir en ekki mikið meira en það.

      Svo er ágætt að halda sig við máefnið en ekki ráðast á ræðumenn…

      12
  3. Bara frábær frammistaða og góður sigur. Alisson varði jú eitthvað en það sama átti við um markmann andstæðinganna. Skil ekki að menn geti ekki fagnað góðum sigri án þess að setja sjálfan sig á háan hest og koma með misgáfulega gagnrýni. Fæstir leikir eru fullkomnir og það sama á við um leikmenn. Njótum þegar vel gengur á jákvæðan hátt.
    P.S. Já ég veit að engin er hafinn yfir gagnrýni en boy ó boy……..njótum 🙂
    YNWA

    28
    • “Góður sigur” (þrjú stig), já, en “frábær frammistaða’, nei. Standardinn er bara hærri hjá Liverpool, væntanlega allir sammála með stigin en þykist viss um að eigendur, stjórinn, leikmenn og flest stuðningsfólk vilji ná betri árangri. Þetta er vonandi í áttina en alls ekki frábært. Þangað til liðið nær Þangað þá verða alltaf vangaveltur, eða það sem þú kallar “að setja sjálfan sig á háan hest og koma með misgáfulega gagnrýni.”

      Dæmisaga um samhengi orðanna;
      Að hafa það lág laun og ná ekki saman endum er erfitt en ekkert að gera nema reyna að ná betri árangri á því sviði. Að fá lágu launin útborguð er GOTT en að GLEÐJAST er erfitt. Það að NJÓTA markar tvímælis en gott að reyna að vera jákvæður.

      5
  4. Sigur sem var aldrei í hættu. Bið ekki um meira í dag. Nunez minn maður leiksins.

    Ég var peppaður og fór strax eftir leik að athuga stöðuna í deildinni svona fyrir HM hlé. Smá sjokk að uppgvöta við erum 10 stigum á eftir meisturum City. Ég held ennþá í þá trú við endum sem meistarar. En þetta er brekka. 10 stig er samt ekki ómögulegt.

    Áfram Liverppol og áfram Klopp!

    8
    • Nei, ekki ómögulegt. Ef liðið hefði nú ekki klúðrað þessum tveimur leikjum við neðstu liðin. Þá væru þetta “bara” 4 stig. Allt hægt að hugsa svona reyndar, og hin liðin líka.

      6
  5. Sáttur við þennan leik í dag.

    Mér fannst við miklu betri en þeir í fyrri hálfleik og var þetta alveg sangjart tveggja marka forskot inn í hálfleikinn. Það pirrar mig samt alltaf jafn mikið hvað við leyfum leikjum að vera opnir þegar við erum að vinna. Afhverju þarf leikurinn að vera svona hraður með færi á báða bóga í stöðunni 3-1? Afhverju getum við ekki bara stjórnað þessu frá A til Ö, lokað sjoppunni og gefið varla færi á okkur en neibb við höldum fjöri í þessu og Alisson þurfti nokkrum sinnum að bjarga okkur.

    Mér fannst Nunez, Alisson og Andy frábærir í þessum leik svo var gaman að sjá Thiago stýra spilinu mjög vel. Fannst engin lélegur í þessum leik en það er eitt sem er samt farið að fara smá í taugarnar á mér að það er að spila Elliott þarna hægra megin á miðjunni.
    Hann fer í 90% skipta inn á miðsvæðið til þess að sækja því að hann er svo rosalega einfættur og náum við ekki að halda neinni breydd þeim megin. Alveg sama ef það er engin varnamaður fyrir framan hann þá þarf hann helst að bíða eftir honum og fara svo til vinstri( kannski óþarfa pirringur en vildi bara henda þessu frá mér)

    3 stig voru það í dag. Ég spáði 3-0 en 3-1 verður bara að duga og held ég bara að maður fari nokkuð brosandi inn í HM hlé.

    5
    • Elliott var frábær í fyrri hálfleik. En um leið og gestirnir fóru að bíta frá sér í seinni hálfleik komu varnarlegir veikleikar hans í ljós

      9
    • Elliott er að koma hægt og rólega inní liðið fannst hann sýna
      það í dag….Darwinn lofar góðu….Keita er byrjaður að æfa …verðum með bestu breiddina eftir HM…..

      4
  6. * Darwin er betri í fótbolta en Haaland, þó H sé náttúrulegri markaskorari. Sjáum hvar þeir verða eftir 2-3 ár.
    * Salah nýtur minni verndar í Englandi en Greenwood
    * Að Elliott hafi ekki komið inn í enska landsliðs kerfið sýnir hversu lélegt það kerfi er.
    * liðið er að læra að vera án leiðtogahæfileika Miller og Hendo sem eru ekki byrjunarliðsmenn lengur
    * enn í öllum keppnum. Vinnum amk 1-2 bikara

    6
    • Þessir landsliðsþjálfarar eru misgáfaðir.
      Sjáðu tildæmis þjálfara Brazil..skilur markahæsta brassan eftir ..Firmino er búinn að vera ljósi punkturinn á öllu þessu tímabili og hefur staðið sig með príði ..ég finn til með Firmino að vera ekki valinn eftir að hafa staðið sig svona vel ..á meðan eh jólasveinar eins og Richarldson og fleiri sem hafa EKKERT gert á þessu tímabili eru valdir.

      6
  7. Djöfull er ég að fýla Núnez, alvöru CF sem við höfum í okkar liði.
    Hann hlustar ekkert á fúkyrði né leiðindi áhangenda annars liða og margra Liverpool aðdáenda, hann verður geggjaður leikmaður fyrir LFC, get ekki beðið eftir að hann verði sá leikmaður sem hann mun verða að.

    YNWA

    8
  8. Nunez skoraði 2 eins og ég spáði.
    Jonathan Morley er sáttur og hættur við að blása leiktíðina af.

    Það er nú þannig.

    1
  9. Ég var í mínum 2. leik á Anfield núna í nóvember og ég verð að segja að það hefur komið mér á óvart hvað Nunez er svakalega vinsæll meðal stuðningsmanna. Kop stúkan kyrjar nafnið hans hástöfum af þvílíkum krafti að ég man varla annað eins.

    Ég hef ekki verið sérstakur aðdáandi hans hingað til, en hann var hrikalega flottur í dag. Minn maður leiksins er samt ótvírætt Alisson. Þvílík gæfa að vera með svona snilling í markinu. Hann á mjög stóran hlut í stigum dagsins.

    Að lokum ætla ég að segja ykkur að við verðum meistarar í vor. Með 84 stig.

    YNWA

    5
  10. Vel gert.
    Flottur fyrri hálfleikur en sá síðari erfiður.
    Robbo, Ali, Thiago, Darwin frábærir og Elliott og VVD mjög góðir.

    1

Liðið gegn Southampton

Steingeld miðja Liverpool