HM 2022

Menn tala um að það séu skiptar skoðanir með að halda HM í Katar en það er bara ekki alveg satt því að nánast allir eru á því að það er allt rangt við þetta og það er nokkuð ljóst að peninga umslög höfðu áhrif að þetta HM endaði í Katar.
Við ætlum í þessum pistli samt ekkert að ræða þetta frekar heldur bara að einblína á sjálfan fótbolta.
Flestir eru líklega að spá liðum eins og Brasilíu, Argentínu eða Frökkum titilinn enda gríðarlega vel mönnuð lið og spurning hvort að þessi spá sé sammála því.

Mín HM Spá

A- Riðill
1. Holland – Van Dijk spilar með þeim og þarf ekkert að ræða þetta meir.
2. Senegal – Þrátt fyrir að hafa misst Mane þá er þetta líklega sterkasta Afríkuliðið.
3. Katar – Þeir eru á heimavelli og það mun hjálpa þeim( sjá dómgæslu)
4. Ecuador – Reynslulítið lið sem fer ekki lengra, með betra landslið en Katar en held samt að þeir enda neðstir.

B-Riðill
1.England – Þeir ætla sér stóra hluti en spurning er hvort að þeir séu tilbúnir.
2. Wales – Bale sér til þess að þeir rétt svo ná þessu sæti. Hafa líka reynsluna sem vegur þungt.
3. USA – Þeir eru að pæla í að toppa þegar HM fer til USA en þetta verður 50/50 barátta við Wales.
4. Iran – Einfaldlega lang slakasta liðið í þessum riðli

C-Riðill
1.Argentína – Gríðarlega sterkir varnarlega og tapa varla leik. Svo má ekki gleyma að þetta er líklega síðasta Messi HM.
2. Póland – Flestir líklega að spá Mexíkó áfram en ég held að Lewandowski sjái mun eiga gott mót.
3. Mexíkó – Allir leikir gegn þeim verða erfiðir en þeir hafa ekki virkað sannfærandi.
4. Saudi Arabia – Þetta er of erfiður riðill fyrir þá en þeir munu láta lið hafa fyrir þessu.

D-Riðill
1.Frakkland – Mæta með virkilega sterkt lið til leiks. Þeir eru samt alltaf allt eða ekkert lið en þeir hafa hæfileika til að sigra þetta mót.
2.Danmörk – Þetta verður ekki óvænta lið keppninnar eins og margir eru að spá. Því að óvænta liðið á að koma á óvart. Þetta lið er einfaldlega drullu gott og gæti farið mjög langt.
3.Ástralía – Þetta er eitt af verri Ástralíu HM liðum og komast ekki áfram.
4.Túnis – Þeir eiga ekki break en gætu náð í 3.sæti því að Ástralía eru á svipuðum stað.

E-Riðill
1.Þýskaland – Ég veit ekki hver á að sjá um að skora fyrir þetta lið en þetta er í blóðinu hjá þeim.
2.Spán – Spila alltaf flottan fótbolta en maður hefur séð þá vera með sterkara lið á pappír.
3.Japan – Ótrúlega óheppnir að lenda í þessum riðli því að þetta er gott landslið.
4.Kosta Ríka – Talandi um að vera óheppnir með riðil þeir eiga ekki séns.

F-Riðill
1.Króatía – Ég held að flestir spá Belgíu sigri í þessum riðli en ég ætla að veðja á Króatíu með reynsluboltana sem eru vanir að fara langt.
2.Belgía – Mér fannst þeir líklegri á síðasta HM en með De Bruyne þá er allt hægt.
3.Kanada – Ekki vanmeta þá en þeir urðu fyrir ofan USA og Mexíkó í undankeppninni. Þeir setja stefnuna á að komast upp úr þessum riðli og gætu hæglega gert það.
4.Morroco – Þetta er stemmnings lið sem fer ekki lengra

G-Riðill
1.Brasilía – Þetta er aldrei spurning
2.Sviss – Áttu góða undankeppni og halda áfram að standa sig.
3.Serbía -Grjótharðir en það dugar ekki að þessu sinni.
4.Kamerún – Heilluðu mann upp úr skónum 1990 en núna er 2022 og þeir fara snemma heim.

H-Riðill
1. Portúgal – Ronaldo verður í fýlu en þeir eru samt bestir í þessum riðli.
2. Uruguay – Nunez er að fara að minna á sig undir handleiðslu Suarez
3. Suður Kórea – Skipulag upp á 10 en gæði upp á 3
4. Ghana – Hafa ekki litið vel út

16.liða úrslit
Holland – Wales Hörku leikur sem Holland klárar.
Argentína – Danmörk Messi fer áfram en það verður tæpt.

Frakkland – Póland Frakkar klára þetta auðveldlega
England – Senegal Ræðst á einu marki en England fer áfram.

Þýskaland – Belgía Stórleikur sem endar með sigri Þjóðverja
Brasilía – Uruguay Brasilía klárar rosalegum leik.

Króatía -Spán Spánverjar klára í vító
Portúgal – Sviss Ronaldo áfram

8.liða úrslit
Þjóðvarjar – Brasilía Brasilía of sterkir
Holland – Argentína Argentína klárar í vító

Spán – Portúgal Portúgal áfram
Frakkland – England England mjög óvænt áfram

4.liða úrslit
Brasilía – Argentína Þetta verður hundleiðinlegur leikur en svoleiðis leiki klárar Argentína.
Portúgal – England England kemur á óvart og klárar þetta þar sem Ronaldo verður sparkaður niður hvað eftir annað af fyrrum samherjum frá Man utd.

úrslitaleikur
Argentína – England – Messi mun fá að lyfta bikarnum loksins en það verður eftir að Hendo leyfir honum að snerta hann eftir leikinn, því að ENGLAND klára þetta eftir að menn voru ekki bjartsýnir fyrir þeirra hönd fyrir mótið.

Ég er 100% viss um að þetta mun ekki enda nákvæmlega svona en það er einmitt það sem gerir þessa íþrótt svo stórkostlega að óvæntir hlutir munu gerast. Eitthvað lið kemur á óvart á jákvæðan hátt og eitthvað á neikvæðan hátt. Að spá England sigri er auðvita pínu kjánalegt en maður er hálfgerður kjáni og held alltaf með þeim út af Enska boltanum og er þetta meiri óskhyggja heldur skynsemi sem ræður þessari spá.

HVER ER YKKAR SPÁ?

22 Comments

  1. Sælir félagar

    Mín spá er á Brasilíu og í leiknum gegn Argentínu verður Alisson munurinn á liðunum. Urugay vinnur H riðilinn og verður liðið sem kemur mest á óvart á þessu móti 😉

    5
  2. Benzema var að meiðast og verður ekkert með á HM. Afar súrt fyrir gullboltamanninn og Frakka.

    1
  3. Þjóðverjar hafa sjaldan átt tvö vond mót í röð. 1994 og 1998 (5. og 7. sæti, sem er ekki afleitt) gerðist það síðast þannig að ég spái Þýskaland-Uruguay í úrslitum. Hef reyndar ekkert spáð í hvernig þetta raðast. Get ekki haldið með Neymar, en Brasilía er ansi sigurstranglegt lið.

    2
  4. Þetta er langt í frá eina stórmótið í knattspyrnu þar sem “brún umslög” hafa skipt um hendur.
    Það er regla frekar en undantekning í þessari stofnun.

    Brassarnir taka þetta.

    3
  5. Mikið voru Qatar menn lélegir. Það mætti halda að Arnar sé að þjálfa þá. Ég tippa á að Brassarnir taki þetta og vona að tjallarnir fari ekki langt.

    3
  6. Eftir að,hafa horft á Qatar þá held ég að spá þín þar sé að fara norður og niður en Holland vinnur þessa keppni fáránleikans!!

    YNWA

    2
  7. Fyrir utan hefðbundin og hrútleiðinleg landsliðshléastopp á þessu tímabili, efndi breska ríkisstjórnin til skildugráturs á Englandi þegar Englandsdrottning asnaðist til að andast úr hárri elli og bannaði liðum að spila leiki í þónokkurn tíma. Ekki bætti úr skák að Liverpool var lengi vel miðpunkturinn í þórðargleði andstæðinga sinna og leikmenn liðsins máttu ekki sjá gras án þess að meiðast. Liðið spilaði oft vel en þess á milli sýndi það framstöðu sem var svo smánarleg að mig langaði oft að henda sjónvarpinu út um gluggan eða sturta fjarstýringunni ofan í klósettið.
    Loksins, loksins, þegar skipið kemst á flot og fuglinn fer að fljúga, það glittir í sólina er blásið til mánaðar hlés út af þessari annars fáranlegu tímaskekkju sem í daglegu tali kallast heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Látum það vera að þetta húllum hæ sé haldið á sumrin en þegar það stelur frá mér jólunum, þá er ég kominn með æluna upp í kok enda er enski boltinn fyrir mér hin raunverulega heimsmeistarakeppni.

    Vekið mig aftur upp í enda Des…þegar deildin byrjar aftur.

    7
  8. Held reyndar að þetta hlé sé himnasending fyrir okkar lið LFC. Fáum menn til baka úr meiðslum (Matip-Keita-DIaz) og fáir að fara á HM. Og fáir að fara að spila að e-h viti að auki, líklega bara Allison og Nunez.

    Held að e-h af þessum stóru vinna mótið en svarti hesturinn í ár er Serbía! Heyrðuð það fyrst hér.

    2
  9. Horfandi á England – Íran, þá ætla ég að spá Argentínu sigri. Sosum ekkert samhengi í þessu hjá mér en þótt England slátri Íran þá er mótstaðan svo lítil að ekki mark er takandi á. England kemst áfram tel ég. Margt við þetta mót sem ég hef skoðun á, en ætla að reyna að fókusa bara á fótboltann. Harry Kane og aðrir fyrirliðar hefðu samt fengið meira respect frá mér ef þeir hefðu ekki látið spjalda-hótun FIFA fara með sig og hætta við OneLove-fyrirliðaböndin. En … áfram fótbolti og 5 mörk komin nú þegar í mótið! 🙂

    2
  10. Enskir að fara á límingunum yfir Bellingham í leiknum í dag – Gerrard og Lampard í einum og sama manninum.

    Mótstaðan reyndar ekki mikil en er ekki spurning um að klára þau kaup strax í janúar áður en City hirðir hann í sumar?!

    3
    • Uss, hvað það yrði nú skemmtilegt að fá Bellingham! En ekki líklegt, nema liðið verði selt á allra næstu vikum.

      1
  11. Alltaf Brasilía, enda er konan mín þaðan, eigum hús og fjölskyldu þar. Búum þar hluta úr árinu svo þetta er mitt annað heimaland.

    6
  12. Man Utd líka komið á sölu! Og þar með eru tvö stærstu vörumerki enska boltans til sölu. Allar líkur á því að olíulöndin noti tækifærið og kaupi annað eða bæði, Man Utd og Liverpool. Scary times ahead indeed!

    1
      • Ekki sammála því.

        Hann fékk alveg tækifæri hjá okkur. Hann var hjá liðinu í 2.ár og Klopp fékk því nægan tíma til að meta hann. Hann var leikmaður sem var mest í FA Cup, Deildarbikar, meistaradeild en sjaldan í byrjunarliði í deild.
        Maður kann virkilega vel við þennan strák en hann vildi spilatíma og Klopp var ekki tilbúinn að gefa honum hann.
        Hann væri líklega alltaf fyrir aftan Firmino, Salah, Diaz, Jota og Nunez í að spila einn af fremstu 3 og líklega Elliott líka.

        4
  13. Ward að hætta eftir 6 mánuði í starfi?
    Hvað er í gangi þarna

    1
  14. HM komment.

    Ekkert skil ég í leikaðferð Gareth Southgate. Af hverju setti hann ekki Trent inná í alla vega kortér? Það var ekki eins og hinir leikmennirnir væru að dæla brilljant sendingum á hausinn á Kane. Leiðinlegt, í einu orði sagt.

    Og Kanarnir áttu skilið að vinna. Miklu sprækari og hreyfanlegri en Bretarnir. Ungir og efnilegir.

    1

Curtis Jones skrifar undir langtíma samning við Liverpool

Uppnám í starfsliði Liverpool?