Stelpurnar fá Blackburn í heimsókn í deildarbikarnum

Sum okkar kjósa ekki að horfa á HM út af dottlu, og þá er nú gott að stelpurnar okkar eru ekki í fríi, svo maður sé nú ekki í algjörri pásu frá fótboltanum. Þær mæta á Prenton Park í dag kl. 14:00, og mæta þar Blackburn í Continental Cup. Blackburn spila í næstefstu deild, og eru þar í 8. sæti af 12 liðum. Þetta er því einfaldlega skyldusigur hjá stelpunum okkar.

Eins og hefur sjálfsagt komið fram þá er fyrirkomulagið í bikarnum þannig að fyrst er leikið í nokkrum riðlum, leikirnir þar enda annaðhvort með sigri annars liðsins (og þá fást 3 stig), eða ef leikurinn endar með jafntefli í venjulegum leiktíma þá er farið beint í vítakeppni og sigur þar gefur 1 stig aukalega ofan á stigið sem fékkst fyrir jafnteflið. Liverpool er í riðli með City, Leicester, Sunderland og Blackburn, og eru efstar eftir 2 leiki en City er reyndar bara búið að spila 1 leik. Þetta vill verða svolítið ójafnt þegar fjöldi liða í riðlinum er oddatala.

Matt Beard er nokkuð fyrirsjáanlega að dreifa álaginu aðeins, og stillir liðinu svona upp:

Kirby

Roberts – Robe – Silcock

Koivisto – Kearns – Matthews – Campbell

Lawley – Daniels – Humphrey

Bekkur: Cumings, Fahey, Hinds, Holland, Furness, Wardlaw, van de Sanden, Stengel

Faye Kirby þreytir frumraun sína með aðalliðinu eftir að hafa komið til félagsins frá Everton í sumar. Þá ber Missy Bo Kearns fyrirliðabandið, reyndar ekki í fyrsta sinn því hún hlaut þann heiður í fyrra sömuleiðis og varð þá yngsti leikmaður Liverpool Women til að byrja leik sem fyrirliði.

Þar sem þetta er heimaleikur í deildarbikarnum, þá hefur klúbburinn leyfi til að sýna þetta á eigin rás, og því hægt að horfa á leikinn á LFCTV GO.

KOMA SVO!!!

Ein athugasemd

  1. Góður en kannski óþarflega tæpur 1-0 sigur. Liverpool mikið meira með boltann. Liðið nú búið að vinna 3 leiki, og bara leikurinn við City eftir, en hann fer fram eftir ca. 10 daga. Ágætt tækifæri til að hefna tapsins í deildinni.

    3

Nördarnir að fara

FA Cup 3 umferð