Man City 3-2 Liverpool

Það er alltaf eitthvað líf og fjör í þessum viðureignum milli Liverpool og Man City en því miður tapaði Liverpool í kvöld og er úr leik í Deildarbikarnum þetta árið.
:
Lið Liverpool í dag var svona mitt á milli þess að vera sterkt og ekki sterkt. Það voru nokkrir lykilmenn í sínum stöðum en heilt yfir var kannski svona ákveðin hryggsúla í liðinu ekki eins sterk. Lið Man City var hins vegar töluvert sterkara en maður átti von á og kom pínu á óvart að sjá hve margir leikmenn voru mættir aftur í hópinn eftir HM – til dæmis þá Nathan Ake, John Stones, Phil Foden og fleiri sem duttu út á sama tíma og Virgil van Dijk og Trent Alexander Arnold sem voru hvergi sjáanlegir í dag. Það kom pínu á óvart.

Allavega þá byrjaði leikurinn mjög líflega og bæði lið komust í færi snemma leiks. Man City komst svo yfir á 10.mínútu þegar Haaland steig framfyrir slakan Joe Gomez og skoraði af stuttu færi. Liverpool jafnaði svo með frábæri sókn sem endaði með því að Fabio Carvalho skoraði með góðu skoti innan úr vítateignum.

Bæði lið komust í einhver færi og leikurinn var mjög opinn á báða bóga þó að maður hefði nú klárlega viljað sjá Liverpool ná fleiri skotum á markið, sem er alveg leiðinlega algengt vandamál stundum. Liðin voru jöfn í hálfleik og Klopp gerði breytingu í hálfleik og Fabinho kom inn fyrir Stefan Bajcetic og Chamberlain kom inn á fyrir Elliott.

Þetta byrjaði skelfilega og Man City komst strax yfir með marki frá Riyad Mahrez. Liverpool svaraði aftur á móti strax eftir frábær snúningur og sending frá Chamberlain kom Nunez á flug upp vænginn og lagði hann boltann á Salah sem skoraði glæsilegt mark. Frábær skyndiskókn hjá Liverpool.

Áfram sóttu liðin á báða bóga en færi Man City voru þó alltaf líklegri þó Liverpool, þá sérstaklega Darwin Nunez, átti nokkur mjög vænleg færi. Það var svo stutt hornspyrna Man City sem setti allt í rugl hjá Liverpool í teignum og Nathan Ake skoraði skallamark af stuttu færi. Alveg ömurleg viðbrögð og varnarleikur hjá Liverpool enn og aftur.

Leikurinn endaði 3-2 fyrir Man City og Liverpool er því úr leik í Deildarbikarnum. Það var eitt og annað jákvætt þarna í kvöld en annað neikvætt á móti. Maður þarf kannski ekki að rýna of mikið í það strax enda kannski pínu furðulegur leikur í stóra samhenginu en við sáum hluti sem við höfum svo oft séð aftur og viljum ekkert hafa með að gera.

Næsti leikur er gegn Aston Villa á útivelli annan í jólum og vonandi sjáum við meira jákvætt en neikvætt þar og Liverpool nælir sér í mikilvæg stig í deildinni.

18 Comments

  1. Ég bara þoli ekki að tapa á móti þessu shitty drasli, það venst ALDREI ! Það munaði því að við erum að skipta inná mönnum sem hafa ekki sparkað í bolta síðan Jesús fermdist en þeir skiptu mönnum inná og lið þeirra styrkist bara ! Þetta er mjög mikill munur á gæðum í breidd liðana, en það skiptir FSG litum máli, þeir bara kaupa fyrir 100 millur og selja fyrir 100 millur, og láta sjá sig tvisvar á Anfield á leiktíð, eingöngu til þess að láta sjá sig með frægum og góðum fótboltamönnum, svona fyrir samfélagsmiðlana.
    Gæða munur á leikmannahópum shitty og LFC er að verða meiri og meiri síðan 2019. Við veikjumst, með 100 manns á meiðslalistanum og bara sjúkraliða í læknateymi okkar meðan shitty er með ca 10 lækna. LFC er á niðurleið, bara eftir smá, þess vegna eru FSG kannski að reyna að selja núna.
    Ég hélt að ég mundi aldrei segja þetta en , komiði bara með helvítis svarta gullið !

    13
    • Algjörlega sammála öllu sem þú ert að segja!
      Salan á klúbbnum er okkar eina von, því fyrr því betra!

      FSG out!

      9
  2. Varnarleikurinn í kvöld og allt tímabilið reyndar hefur verið ömurlegur. Miðjan er gatasigti. En hey, semi pre season leikur og áfram gakk. Wenger cup up for grabs og big ear líka. Alltaf séns. Shitty vinnur aldrei CL.

    Annars fær klúbburinn núna 6 mánuði til sð sanna sig, annars er ég farinn að eyða mest af frítímanum með fjölskyldu og vinum, damn it!

    4
  3. Joe Gomez! Joe Gomez! Joe Gomez! Hvernig sjá menn ekki að það er ekki hægt að spila honum. Hann á einn góðan leik, en annars er hann alltaf að kosta mörk.

    En er annars sammála því að það er því miður alveg gríðarlegur munur á City og Liverpool. Þeir eiga endalaust af góðum leikmönnum en við þurfum alltaf að spila með tvo eða fleiri sem eru bara ekki nægjanlega góðir. Ef þetta heldur svona áfram verður Liverpool ekkert að keppa um titla á næstunni 🙁

    7
    • Sammála þér með Gomez, samt var verið að framlengja við hann um einhver ár.

      1
  4. Gæðamunurinn á þessum liðum er sláandi. Á meðan City styrkja veikleika sína þá drögumst við afturúr og ekki bara afturúr að keppa við City heldur er blákaldur veruleikinn sá að LFC verður að keppast um að rétt slefa í CL fyrir tímabilið 2023/2024. Þetta LFC lið er aldrei að fara að vinna titil í vetur, það er bara óraunhæft. FSG eru að reyna að selja, þeir kaupa ekkert í janúar en LFC þyrfti að lágmarki 1-2 gæðaleikmenn til þess að eiga raunhæfan möguleika á CL sæti. Nú segja einhverjir að ég sé einum of svartsýnn en nei þetta er það sem blasir við. Meiðsli, of lítill hópur af gæðaspilurum þetta kostar okkur. Mikil törn framundan, megi Arsenal skáka City í deild og við verðum að ná 4 sætinu. Er ekki bjartsýnn.

    9
    • Er alveg sammála þér hvað varðar gæðamun á þessum liðum, eins og ég hef sagt áður þá var það salan á Philippe Coutinho sem færði okkur upp á þennan stall að við gátum veitt Man City keppni í nokkur ár, enn núna erum við á hraðri niðurleið vegna engra alvöru leikmannakaupa þar sem eigendurnir hafa sýnt það og sannað allan tímann síðan 2010 frá því þeir komu að þeir væru ALDREI að færa Liverpool Fc á þann stall sem þeir eiga að vera á.
      Liverpool er ekki að fara tryggja sig inn í CL fyrir tímabilið 2023/2024 það er ekki að fara gerast.

      Við endum í 6 – 8 sæti á þessu tímabili, það er nú bara þannig því miður.

      Leikmenn eins og Jude Bellingham eru ekki að koma í Janúarglugganum, ég held að það sé ekki að koma leikmaður í Ben Davis gæðum einu sinni.

      Nú er bara að krossleggja fingur og vona að við fáum fjársterkann og góðan eiganda frá miðausturlöndum sem fyrst, það er okkar eina von um árangur á næstu árum. Nú erum við komnir enn og aftur á byrjunar reit hvort sem okkur líkar betur eða verr.

      FSG out!

      5
  5. Held að það sé bara fínt að vera ekki lengur í þessari keppni þ.e. í sambandi við leikjaálag og meiðslinn hjá okkar mönnum.

    Eina sem ég sé í stöðunni er að vera bara í premier, reyna eins og við getum í CL.

    Tel það mikinn sigur, ef við náum 4 sætinu.

    Gleðileg jól

    4
  6. Mér finnst menn ansi svartsýnir hérna. Fyrir utan fyrstu mínúturnar þá spilaði Liverpool ágætlega. Vörnin var samt vandamál eins og sást glögglega í mörkunum hjá City, það vantar nú samt ansi mikið þegar VVD/Konate eru ekki með.
    Á góðum degi hefði Nunez skorað þrennu, hann minnir dálítið á Suarez þegar hann byrjaði hjá Liverpool, manni fannst hann alltaf þurfa svona 4-5 úrvals færi til að skora loksins. Ég hef trú á því að þetta komi hjá honum. Verst er að liðið er að þjást aðeins vegna arfaslakrar nýtingar í augnablikinu. Á öðrum degi og með betri nýtingu hefðum við auðveldlega getað unnið þennan leik. Síðan var spurning með víti í seinni hálfleik.
    Annars fór dómarinn verulega í taugarnar á mér, það var alveg svakalegt misræmi hjá honum (t.d. mögulega vítið mv mörg önnur brot) og þetta með að láta leikinn flæða er svo mikið bull þegar það eru augljós brot framin og hitt liðið hagnast á því. Dómararnir á HM voru kannski ekkert æðislegir, oft á tíðum langt í frá, en ekkert í líkingu við þetta samansafn af drasli sem er á Englandi.

    11
  7. erum við með einhvern óslípaðan gullmola í Elliott?

    Bellingham er jafnaldri hans og virðist mörgum klössum ofar í gæðum.

    3
  8. Voðalegur væll er þetta, þetta var bara Deildabíkar. Það sem kom mér mest á óvart var hvað $hitti voru gjörsamlega búnir á því í leikslok, eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Okkar menn voru bara í betra formi en $hitti.Við töpuðum leiknum á illa skipulagðri vörn, Matip var sá eini sem skilaði sínu. Miðjan má muna sinn fífil fegri, en vonandi sjáum við betri tíð

    2
  9. Gleðileg jól allir og munum það að því er að fagna að falla úr bikarkeppni á Englandi því það er enginn peningur í þeim.
    Að mínu mati hefðum við unnið deildina og jafnvel meistaradeildina í fyrra ef klopp hefði ekki eytt svona miklu púðri í þessa pappa bikara.

    YNWA

    1
  10. Ég er hundsvekktur, eins og aðrir sannir stuðningsmenn, að falla úr þessari keppni. Liverpool á að berjast í öllum keppnum, sama hvort keppnin er stór eða lítil. Vissulega er deildarbikarinn ekki sá stærsti en miklu frekar vill ég að liðið mitt vinni þann bikar heldur en að lenda í 5. sæti í deildinni eða rétt slefa í 16 liða úrslit í CL og falla svo út. Krafa um ca einn bikar ári að meðaltali er ekki óraunhæft þegar um stórklúbb er að ræða. Mér er líka bara alveg sama hvað öðrum finnst en þegar upp er staðið snýst þetta um titla og bikara en ekki hve oft menn lenda í 2.-5. sæti. Vissulega þarf að ná 4. sæti í deildinni.
    Umhugsunarefnin eru mörg….
    ….staðan á vanarmönnunum td Comez
    ….varð TAA of góður of snemma?
    ….skapið, pirringurinn í Klopp
    ….meiðslin, sem er bara ekkert skemmtilegt umræðuefni
    ….hvað er þetta með Keita????
    Liðið okkar góða er á skrýtnum stað. Illa hefur gengið í deildinni, á Liverpool mælikvarða, komnir áfram í CL og fallnir út í Deildarbikar. Mikil meiðslahrina virðist því miður ekki að baki og get ég ekki betur séð en jafn margir séu á listanum og fyrir hléið. Þetta hlýtur að jarða við rannsóknarefni? Veit ekki með kaup á mannskap en eitthvað bitastætt virðist varla í kortunum eða hvað?. Liverpool þarf ekki fleiri rétt rúmlega miðlungsmenn, heldur amk tvo heimsklassa leikmenn til að keppa við bestu liðin.
    Góðar stundir og gleðilega hátíð.

    4
  11. Svona fór um snjóferð þá.
    Ég hoopaði, skoppaði og trallaði eins og vitrigurinn Jonathan Morley þegar við unnum þennan bikar fyrir tæpu ári síðan.
    Veit núna að þessi keppni skiptir engu máli og því er í raun jákvætt að við séum dottnir úr leik. Nú þarf stjórnin að vera miskunarlaus og losa menn sem hægt er að fá fé fyrir, sbr. annaðhvort Jota eða Días greyið. Fá inn Amrabat eða álíka leikmann í staðinn til þess að halda okkur í top 4 þetta tímabilið.

    1
  12. Nú eru uppi sögur um að Scum ætli að borga uppsett verð fyrir Enzo Fernandes 106 millur og við sitjum eftir með skítabragð í munninum jórtrandi ammríkst tyggjó af ódýrari gerðinni.

Boltinn byrjaður aftur – liðið gegn Man City

Gleðileg Jól