Jebb, það eru stelpurnar okkar í þetta sinnið. Leikur kl. 12:30 í London, reyndar var óvíst hvort leikurinn gæti farið fram vegna vallaraðstæðna, en það slapp víst til.
Við sjáum nýtt andlit í byrjunarliðinu, því Fuka Nagano byrjar á miðjunni. Svo er annað nýtt andlit á bekk, því í vikunni var tilkynnt um enn einn nýja miðjumanninn: Miri Taylor, en hún kemur frá Bandaríkjunum þó hún sé reyndar uppalin Lundúnarbúi og byrjaði með Chelsea. Maður hefði haldið að áherslan væri kannski frekar á að fá fleiri í sóknina, en ok.
Hvað um það, liðið lítur svona út:
Fahey – Bonner – Campbell
Koivisto – Holland – Nagano – Matthews
Lawley – Stengel – van de Sanden
Bekkur: Kirby, Robe, Hinds, Kearns, Furness, Lundgaard, Humphrey, Taylor, Daniels
Það eru sumsé 5 miðjumenn á bekk, en einn sóknarmaður. Cumings og Roberts ennþá frá vegna meiðsla að því er talið er, en Hannah Silcock er víst í prófum. Já þetta gerist þegar ungir leikmenn spila sig inn í aðalliðið…
Fyrri leikurinn endaði jú með 2-1 sigri hjá okkar konum, en síðan hafa úrslitin verið meira í hina áttina hjá báðum liðum: Chelsea hafa svo aðeins gert eitt jafntefli, en unnið rest, á meðan Liverpool hafa unnið West Ham, gert tvö jafntefli, en tapað hinum leikjunum. Við erum því ekkert allt of bjartsýn í dag, en vorum það svosem ekki heldur fyrir opnunarleikinn. Eins og í síðasta leik sjáum við andlit Niamh Charles í liði andstæðinganna, gleymum því auðvitað ekki að þar er á ferðinni uppalinn púlari.
Leikurinn verður sýndur á The FA Player að venju.
KOMA SVO!!!
Ooooooog það er búið að fresta leiknum. Þær voru samt búnar að spila í 5 mínútur. Undarleg ákvarðanataka þar í gangi, þar sem völlurinn var skoðaður í morgun. Auðvitað hefði átt að fresta honum strax þá.
Alveg dæmigert fyrir aðstöðumuninn á kvenna- og karlaliðum að þær skuli leika á óupphituðum völlum. Minnir á gamla daga þegar stelpurnar máttu ekki spila á grasvöllunum hjá Val.
Stelpurnar okkar vilja væntanlega ekki spila fyrir framan tóma stúkuna á Anfield. Kominn tími á að byggja völl fyrir þær með stúku við hæfi og grasið í lagi. Hvar endar þetta bull eigilega?!?
Call the fucking season off!
Katie Stengel benti nú á það á Twitter að Stamford Bridge var ónotuð um helgina, og sjálfsagt hefði verið hægt að færa leikinn þangað ef vilji væri til. Opna bara neðri hlutann af einni stúku. Ekki það að þegar leikir eru auglýstir í stóru stúkunum, þá virðist núorðið vera hægt að fylla þá a.m.k. til hálfs, eins og með leikinn á Anfield í haust, og eins og hefur gerst í allnokkrum derby leikjum hjá stelpunum í vetur.
Nú var það frosinn völlur sem kom í veg fyrir leik hjá kvennaliðinu, en ekkert stoppar leiki karlaliðsins þó að leikmennirnir séu alveg frosnir.
Hér sjást svo “highligts” úr leiknum í dag:
https://twitter.com/frankirbydaily/status/1617163867599302656
Skil vel að leiknum var frestað, og skil enn verr afhverju það gerðist ekki fyrr.
Verðmiðinn á Man Utd er víst 5 milljón skvilljón billjón pund. Hver skyldi kaupa? Einhver lífeyrissjóður sjálfsagt…