Langar ykkur að halda áfram að ræða stöðu karlaliðsins, hvort Klopp eigi að fara eða vera, hvort Gomez og Fab séu búnir, hvort kaupin á Gakpo hafi verið klúður, etc.? Þá bara endilega í leikskýrsluþræðinum hér fyrir neðan.
Svo má líka dreifa huganum með því að snúa sér að stelpunum okkar. Þær mæta á Prenton Park núna kl. 14:00 og fá Reading í heimsókn. Mikilvægur leikur í neðri hluta deildarinnar, fyrri leikur liðanna fór 3-3 eftir að okkar konur lentu tvisvar undir, komust í 3-2, en fengu svo á sig mark alveg undir lokin. Nokkuð ljóst að planið er að gera betur í dag.
Liðið er enn að breytast; Rachel Furness er farin til Bristol. Þarf svosem ekki að koma á óvart; hún er orðin 33ja ára og það voru aðrir leikmenn komnir fram fyrir hana í goggunarröðinni, sérstaklega með kaupunum á Lundgaard, Nakano og Taylor núna í janúarglugganum. Svo bárust fréttir af því að meiðslin sem van de Sanden varð fyrir í upphitun fyrir leikinn gegn Chelsea muni halda henni á sjúkrabekknum næstu tvo mánuði, auk þess sem Kiernan varð fyrir einhverju bakslagi í sinni meðhöndlun og er ekki væntanleg til baka fyrr en í apríl. Þá voru góð ráð dýr, enda orðið fáliðað uppi á topp. Því var brugðið á það ráð að fá aftur inn gamalkunnugt andlit: Natasha Dowie er komin aftur, en reyndar bara á láni. Hún er ennþá skráð sem leikmaður Reading, og þar sem það eru akkúrat andstæðingar dagsins, þá fáum við ekki að sjá hana í dag. En eftir viku fá stelpurnar okkar Leicester í heimsókn, og þá má reikna með henni a.m.k. á bekk og líklega í byrjunarliði. Dowie er ein þeirra sem er að koma til baka, hún er stuðningsmaður Liverpool frá unga aldri og lék með liðinu ásamt Katrínu Ómarsdóttur og félögum.
Nóg um það, liðið sem byrjar núna kl. 14 lítur svona út:
Matthews – Bonner – Campbell
Koivisto – Holland – Nagano – Hinds
Kearns – Stengel – Lawley
Bekkur: Cumings, Kirby, Robe, Silcock, Roberts, Lundgaard, Humphrey, Taylor, Daniels
Ég ætla að veðja á að Matt sé að snúa til baka í 3ja manna vörn, en svo gæti þetta líka alveg verið 4-4-2 með Matthews og Kearns á miðjunni ásamt Holland og Nagano, og þá með Stengel og Lawley í framlínunni. Kemur í ljós í byrjun leiks hvernig uppstillingin er í raun. Það hefur ekki komið fram hvað veldur því að Niamh Fahey er ekki í hóp, vonandi bara eitthvað smá hnjask, en það er Taylor Hinds sem mun bera fyrirliðabandið í dag.
Leikurinn verður sýndur á The FA Player að venju.
KOMA SVO!!!
Helvíti góður 2-0 sigur, með mörkum frá Missy Bo og Ceri Holland. Þær eru því núna í 8. sæti með 11 stig, og gætu með sigri í leiknum sem þær eiga inni virkilega farið að anda í hálsmálið á West Ham í 7. sæti með 15 stig. Allt opið sem stendur.
Gott hjá stelpunum! Strákarnir þyrftu að taka þær sér til fyrirmyndar.
Eða þúst… kannski þurfa strákarnir bara að fá til sín sambærilegan leikmann og Fuka Nagano? Hún er helvíti öflug á miðjunni.
Vel gert
Það er gott að vita af stelpunum okkar í áttunda sæti, nú þegar strákarnir okkar verma það tíunda – shit !
Reyndar áhugavert að í lok janúar voru karla- og kvennaliðin bæði í 9. sæti, og bæði nýdottin út úr FA bikarnum. Svo það var a.m.k. einhver samhljómur hjá klúbbnum…
Samantekt úr leiknum:
https://www.youtube.com/watch?v=1SzDO5UCJyM&t=127s&ab_channel=LiverpoolFC